Pálmi Pálsson 2. stýrimaður, skipstjóri

Pálmi Pálsson 2. stýrimaður.

Pálmi var á Haferninum þegar ég kom fyrst um borð og var þar til þess tíma er skipið var selt. Pálmi kom mér í fyrstu fyrir sjónir sem frekar hlédrægur, og ekki laust við að mér fyndist hann feiminn. En fljótlega komst ég að því að hann vissi hvað klukkan sló. Hann var klár sjómaður og þekkti sitt fag eins og fingur sér, var traustur og góður félagi. Samvera okkar um borð var mjög góð, þó svo að áhugamál okkar í landi hefðu ekki alltaf átt samleið.

En Pálmi var einn af yfirmönnunum sem horfði í gegn um fingur sér þegar ég var áberandi sjóveikur og sagði mér að slappa af og hvíla mig, (sem var oftast þegar eitthvað var að veðri) Þá sagði hann mér stundum að taka lífinu með ró og slappa af.


þegar Haförninn var seldur, var skipið við höfn í Reykjavík, þar sem Pálmi og Jón Garðarsson stýrimaður, höfðu vaktað það þar. Þegar þeir fréttu af sölunni, þá tóku þeir til ýmsan varning um borð. Sem dæmi öll smíðaáhöld og rafmagnsverkfæri sem höfðu verið í vörslu timburmanns, og sendu mér.


Að auki ýmissa hluti til annarra skipverja sem þeir töldu koma viðkomandi að gagni.


Það væri. Óþarfi væri að láta Ítalina sem keypti skipið fyrir slikk, njóta þess. Pálmi var síðustu ár æfi sinnar skipstjóri og síðar framkvæmdastjóri Nes hf. skipafélag, sem hann átti mestan þátt í að stofna.

Pálmi Pálsson 2. stýrimaður.

Pálmi Pálsson 2. stýrimaður.

Pálmi lést eftir erfiða legu  á Landspítalanum, 2. desember 2012.