Valdimar Guðmundsson dælumaður

Valdimar GUðmundsson, dælumaður.

Einn af mörgum fjörkálfunum um borð í Haferninum var Valli, hann var einstakur persónuleiki.

Alltaf brosandi, eða með sprellisvip í andliti. Það var fátt sem gat komið honum úr jafnvægi.

Hann var mjög hrekkjóttur, eins og nafnið „fjörkálfur“ gefur til kynna.

En þeir sem þekktu Valla vel, gátu varast hrekki hans, því þegar hrekkur var í hugskoti hans.

Þá mátti sjá það á svip hans. Þá var hann svo alvarlegur á svip.

Valli var mjög áreiðanlegur og vinnusamur, og mátti treysta því sem hann gerði, og því sem hann var beðinn um, á réttum tíma og skilmerkilega.

Valli er ættaður frá Bolungavík.

Fljótlega eftir að hann réði sig um borð í Haförninn, náði hann sér í eina Siglfirska stúlku og giftist henni árið 1968. Kona hans heitir Jóhanndine Sverrisdóttir.

Hann hefur starfað nokkur ár sem lögregluþjónn fyrir vestan, eftir að hann hætti á Haferninum 1969-70 en er fyrir nokkrum árum, farinn að taka lífinu með ró, ásamt fjölskyldu.


Valli, hefur komið nokkuð reglulega til Siglufjarðar síðan hann hætti á Haferninum.

Valdimar GUðmundsson, dælumaður.

Valdimar GUðmundsson, dælumaður.

Gjarnan á Síldarævintýri og eða við önnur tækifæri, og hitt gamla skipsfélaga í leiðinni. Góður strákur.