Ægir Björnsson, bátsmaður, stýrimaður

Ægir Björnsson, bátsmaður, stýrimaður

Ægir var góður sjómaður og kunni vel til verka. Afbragðs verkstjóri sem bátsmaður. Hafði gott vald á undirmönnum sínum. Yfirmenn hans báru jafnframt virðingu fyrir honum. Hann var þó bæði hrekkjóttur og stundum óútreiknanlegur. Það er að stundum gaf hann fyrirmæli um verk, þar sem sá sem fékk fyrirmælin, var ekki viss um hvort Ægi hafi verið alvara, eða væri að hrekkja viðkomandi.

Það var ein tegund hrekkja hans.

Það fór svo eftir því hvernig skipanirnar voru framkvæmdar sem hrekkurinn kom í ljós, sem var þó ætíð saklaus.

Einu sinni snemma að morgni, sendi hann tvo háseta upp í herbergi skipstjórans. Þeir áttu að taka rúmfötin og rúmdýnu úr rúmi skipstjórans, fara með rúmfötin til kokksins til að fá þau þvegin, og fara svo með dýnuna upp á bátadekk og dusta hana.

Þeir áttu einnig að taka með sér vatn í fötu og þrífa kojuna. Við vorum nýkomnir út á rúmsjó, þegar þetta átti sé stað.

Hásetarnir vissu ekki að skipstjórinn hafði vakað megnið af nóttinni, og var í fastasvefni í koju sinni.

Félagarnir Sigurður Jónsson og Ægir BJörnsson bátsmaður í smá pásu

Félagarnir Sigurður Jónsson og Ægir BJörnsson bátsmaður í smá pásu

Þeir fóru því inn í skipstjóraherbergið án þess að banka, og beint inn í svefnklefa skipstjórans og kveiktu ljós. Skipstjórinn vaknaði með andfælum, og spurði hvað stæði til.  Hann hundskammaði þá og sagði þeim að draga sig út. - Hann glotti þó undir niðri og hugsaði Ægi „gott til glóðarinnar“. En fór að sinni, aftur inn í draumalandið.

Strákarnir voru auðvitað sneyptir, en hinir félagar þeirra með hlátursköst. Svona var áhöfnin frá a-ö. Allir áttu inni hrekk, og allir voru hrektir, þó misjafnt væri. Ægir fékk þó skammir, þó léttvægar væru, frá skipstjóra að þessu sinni, hann var aðallega argur yfir því að tækifærið til hrekksins hefði verið valið, einmitt þegar hann var mjög þreyttur.  

Ægir var ávalt reiðubúinn til þátttöku í allskonar öðrum uppákomum, leikþáttum ofl. Ægir var/er mjög úrræðagóður og uppfinningasamur, og átti stóran þátt í að breyta ýmsu, sem gerði vinnu og lífið þægilegra um borð í Haferninum.

Hann flutti til Svíþjóðar (frá borði Hafarnarins) árið 1969, og hefur búið þar síðan og vegnað vel. Þar og raunar víðar í heimi, er hann þekktur fyrir þróun sérstakra olíusía. Lesa má um brot af þeirri sögu frá tenglinum á þessari síðu: https://europafilter.com/

Eða bara með því að skrifa í reit hjá GOOGLE „Aegir Björnsson“ 

Þessi mynd hér fyrir neðan, var tekin í anddyri hótels í Osló annan dag jóla árið 1967 -
Ægir er ekki að biðjast fyrir þarna á myndinni.