Kerosene farmar - Steinolía

Kerosene

Eitt sinn er ferma átti skipið olíufarmi sem átti að fara til Englands frá Rotterdam, kom upp beiðni frá seljanda, um að blinda leiðslur skipsins þannig að farmurinn sem komið væri fyrir í fremstu tankana gæti ekki blandast þeim sem síðar yrði komið fyrir í aftari tönkunum, það er rúm 1500 tonn áttu að vara í hvorum hluta skipsins.

Þetta var gert og fljótt á líta þótti okkur þetta ekkert óeðlilegt að flytja tvennskonar farma í sömu ferð. En þegar okkur var sagt að farmarnir ættu að fara á sitthvora höfnina, vandaðist málið.  Skipstjórinn maldaði eitthvað í móinn, þar sem hann fullyrti að ekki væri hægt að sigla skipinu með annað hvort framendann upp í loft, eða skrúfuna upp úr sjónum. Þá var honum sagt að viðkomandi hafnir væru sitthvoru megin við fljót, eða sund og skipið yrði dregið á milli af dráttabátum.

Farmurinn var tekinn um borð, og gekk áfallalaust. En það undarlega kom í ljós þegar lestun hófst. Nákvæmlega sama olían var sett í alla tanka. Farmurinn sem nefndur var kerosene, eða sem næst á íslensku: Hreinsuð steinolía eða terpentína. Mikið var rætt um það á meðal okkar, hverskonar vitleysa væri í gangi, samskonar farmur bæði frami í skipi og aftur í, en þó mætti ekki blanda þeim saman. Þegar til Englands kom og stutta leið upp eftir fljóti eða þröngum firði í nánd við Eastham, var komið til hafnarinnar í myrkri.

Kerosene (steinolíu) lampi eins og á fyrri tíma voru notaðir víða, ma hér heima á Íslandi. Kerosene (kerosene oft talað um í „gamla daga“) en þetta er einfaldlega venjuleg steinolía, sama efni og terpentína eftir hreinsun. Um borð voru svona farmar ávalt nefndir Kerosene farmar. - Mynd af netinu

Kerosene (steinolíu) lampi eins og á fyrri tíma voru notaðir víða, ma hér heima á Íslandi. Kerosene (kerosene oft talað um í „gamla daga“) en þetta er einfaldlega venjuleg steinolía, sama efni og terpentína eftir hreinsun. Um borð voru svona farmar ávalt nefndir Kerosene farmar. - Mynd af netinu

Á bryggjunni biðu tvær vörubifreiðar og fleiri minni ásamt mannskap. Einn sem greinilega var yfirmaður ræddi um stund við vakthafandi stýrimann og eftir nokkrar bendingar beggja, komu fyrirmæli á báða bóga. Mennirnir í  landi tóku sig til við að afferma vörubifreiðarnar, af miklu magni af 20 lítra brúsum, en stýrimaðurinn kom boðum til dælumanns um að hringdæla magninu í hvorum helmingi farmsins, en það ætti að blanda einhverjum efnum saman við farminn, mismunandi eftir því hvort var í fremri farm og þeim aftari.  Landkarlarnir tóku sig til og opnuðu alla tankana og tvö gengi tóku til við að hella úr 20 lítra fötunum í tankana, sitthvorri tegund efnis, í sinn hvorn hinna afmörkuðu tanka, fremri og aftari hluta tankasvæðisins.

Í ljós kom að þetta var litarefni, annað brúnt og hitt blátt, þannig að annar farmurinn varð að blárri steinolíu en hinn hlutinn að brúnni steinolíu. Síðan var leiðsla tengd og fremri farminum dælt til lands. Eftir það var skipið dregið til hafnar hinum megin við fljótið og tæmt þar á sama hátt. Skýringin á þessu háttalagi var okkur sagt, sú að þessar sveitir sem olíunni var landað til, höfðu ekki verið rafvæddar að fullu, og þar var kerosene notað víða, meðal annars sem eldsneyti á olíulampa og landbúnaðaráhöld.
En löng hefð hafði verið fyrir því að nota fyrrnefnda liti af kerosene á sitthvorum staðnum. Þetta var okkur sagt. 

Kerosene (kerosene oft talað um í „gamla daga“) en þetta er einfaldlega venjuleg steinolía, sama efni og terpentína eftir hreinsun. Um borð voru svona farmar ávalt nefndir Kerosene farmar.