Tengt Siglufirði
Við fórum á Hvalvíkinni langt norður í Svíþjóð, nálægt Härnösand. Skammt frá landamærunum við Finnland Þaðan var siglt langa leið inn í landið á mjög grunnum sjó.
Í skrúfufari skipsins þyrlaðist upp sandur eða aur og sjórinn allt í kring ljósbrúnn að lit. Mengun frá pappírsiðnaðinum var okkur sagt. -Þarna var skipið lestað miklu magni af pappír, sem merktur var Beirút í Líbanon, einnig var slatta af unnu timbri hífað um borð. Frá svæðinu við Härnösand, hélt skipið til baka til hafnar í Sundsvall sem er í um 50 mílum sunnar. En þar var skipið fyllt af timbri sem fara átti til hafna í Grikklandi og til Tyrklandi.
Hjólað í Svíþjóð
Ég fékk frí í einn dag og notaði tækifærið og keypti mér hjólhest um morguninn sem Hvalvíkin lagði af stað til Sundsvall til að lesta meira timbur. Á sama tíma fékk ég leyfi til að fara hjólandi um 40-60 km leið eftir þjóðveginum, alla leið til Sundsvall, þangað sem Hvalvíkin var komin á undan mér. Þessi ferð var erfiðari en ég hafði talið í upphafi. Ég hafði ekki hjólað í mörg ár. Margar brekkur voru á leiðinni, sumar svo brattar að ég varð að stíga af baki og gekk upp á hæðir. Hjólið var einfalt og engar gírskiptingar.
Ég með harðsperrur í nokkra daga á eftir. En alla leið komst ég þó án skakkafalla, enda leiðin öll malbikuð. Þarna var margt óvenjulegt að sjá, og sérstök hjólreiðabraut meðfram vegum alla leið.Þarna sá ég í fyrsta sinn vörumerkið IKEA. Ég ætlaði að skoða nágrennið þarna nánar, en ég var kominn í tímaþröng, upp á mætingu um borð, svo haldið var áfram. Þetta var ánægjuleg ferð. Eftir lestun í Sundsvall, var haldið til suðurs.
Næsti viðkomustaður var Kiel í Þýskalandi. þar átti að taka olíu, og stytta sér leið um Kílaskurð og losna við það að sigla umhverfis Danmörk. Myndir tengdar ofanrituðu HÉR