Þvert yfir Atlandshafið

Aldrei áður hafði ég siglt yfir Atlandshaf. En eftir að við losuðum farm í Portugal, var haldið áleiðis til hafna í Mexicoflóa. Farmurinn var góð botnfylla af plötustáli og fleiri stáltegundum.

Siglingin tók um tvær vikur. Siglt var meðal annars um Þanghafið, svæði sem er þekkt undir nafninu Bermuda þríhyrningurinn. Nafnið er dregið af Bermuda-eyjum - Á því svæði var mjög áberandi mikið af þaragróðri sem flaut á yfirborðinu. Það svæði hefur einnig fengið nafnið Þörunga-hafið  

Fengið úr grein frá Dagblaðinu: Bermuda-þríhyrningurinn

Þá eru uppi kenningar um að losun metangass af hafsbotni skýri hinn dularfulla Bermudaþríhyrning sem er meint orsök fjölmargra skipshvarfa á hafi úti og aldrei hefur tekist að skýra. Steinar Þór Guðlaugsson telur þá kenningu ekki ólíklega því metangasið geti losnað úr jarðlögum við hitun sjávar og streymi þá upp á yfirborðið með miklum bægslagangi sem valdi því að sjórinn missi floteiginleika sína.

Þarna erum við Guðný um borð í Taxi bát á Hudson fljóti USA – En Hvalvíkin hafði þurft að bíða neðarlega á fljótinu vegna lestunar eða löndunarbiða við hafnir við fljótið. Við notuðum tækifærið og fengum okkur rúnt um fljótið ásamt fleirum úr áhöfninni.

Þarna erum við Guðný um borð í Taxi bát á Hudson fljóti USA – En Hvalvíkin hafði þurft að bíða neðarlega á fljótinu vegna lestunar eða löndunarbiða við hafnir við fljótið. Við notuðum tækifærið og fengum okkur rúnt um fljótið ásamt fleirum úr áhöfninni.

,,Sjórinn verður þá einna líkastur froðu og heldur engu uppi.

Minnstu munaði að Norðmenn misstu einn stærsta olíuborpall sinn fyrir skemmstu við slíkar aðstæður," segir Steinar Þór

Á siglingunni yfir Atlandshaf komu skipverjar sér saman um, eftir uppástungu frá skipstjóra. Að hólfa plássið á milli öftustu lestar og yfirbyggingar og fylla síðan af sjó. Við það skapaðist þokkaleg sundlaug, sem óspart var notuð á siglingunni yfir hafið, sem var spegilslétt allan tímann frá Portúgal til New Orleans.

Megnið af tímanum var um og yfir 36 °C hiti. Lestarlúgurnar mun heitari, svo að ekki var mögulegt að fara þar um berfættur. Einnig urðum við þarna, vitni að furðulegum uppákomum. Allir höfðum við heyrt getið um flugfiska, séð af þeim myndir og heyrt talað um og lesið um, að þessir fiskar tækju flugið og svifu yfir hafflötinn.
Tvö kvöld og nætur á siglingunni urðum við varir við þegar þessir fiskar flugu um borð til okkar.
Meðal annars flaug einn slíkur á (ekki inn) hálfopinn glugga á herbergi mínu. Þeir lentu einnig á dekki skipsins og  týndum við nokkur stykki upp víða um skipið, meir að segja uppi á bátadekki 6-8 m. yfir sjávarmáli.

Við gerðum ráð fyrir að fiskarnir hafi flogið í átt að ljósum skipsins.  Þá ályktun drógum við að því að þeir flugu um borð aðeins eftir að myrkva tók. Við sáum þá þó einnig oft fljúga yfir haffletinum á daginn. Þá var mikið um höfrunga þarna, bæði við sund og stökk meðfram skipinu og svo framan við það. Þegar siglt hafði verið fram hjá Kanaveralhöfða (Cape-Canaveral) og inn á Mexicoflóa. Fóru að sjást margar tegundir fiskibáta.

Þeir voru flestir með veiðarfærabúnað sem ekki er notaður heima á Íslandi, eða annarsstaðar þar sem við höfðum komið.

Myndin má skoða hér

Einnig komu í ljós margir tugir, ef ekki hundruð, stórra og minni olíuborpalla. Eitt sýnishorn af litlum borpalli sem er á myndinni: "á sama tengli og hér fyrir ofan. Fyrsti áfangastaður okkar var New Orleans. Sá staður þótti mér ekki tilkomumikill. Það er það svæði sem næst var höfninni. Mikið um lágreist kassalöguð hús.

Dregist hafði að skipshandlarinn kæmi með gjaldeyrir um borð, svo margir þeirra sem skruppu í land höfðu lítið fé um hönd og notuðu því ferðina nánast aðeins til skoðunar á umhverfinu.

Tollskoðun, var nánast engin, aðeins til málamynda. En vegabréfsskoðunin hvað mig varðaði var nokkuð kyndug. Því þeir vildu fá frekari upplýsingar um mig. Hver ég í rauninni væri. En eins og áður hefur komið fram, þá var ég titlaður í vegabréfi mínu sem framkvæmdastjóri.
Svo og var vegabréf mitt, sérstaklega stimplað með sendiráðsstimpli, með óvenjulegum gildistíma eins og fyrr er frá greint, einskonar „grænt kort“ um dvöl í Bandaríkjunum.
Þeir vildu skoða þennan náunga frekar. Vildu fá að vita hversvegna ég væri titlaður framkvæmdastjóri, en ekki sjómaður eins og hinir félagar mínir.
Og hvernig stæði á því að ég hefði þennan sérstaka stimpil í vegabréfi mínu. Stimpil sem veitti mér frjálsa ferð hvert sem ég vildi ferðast um Bandaríkin.

Ekki var ég nógu klár í ensku, svo ég gæti tekið að mér langa frásögn, svo ég bað stýrimanninn sem þarna var viðstaddur að skýra mál mitt. Mér hefði verið boðið, þá starfandi sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem notaði vörur og tæki frá fyrirtækinu FMC, til Bandaríkjanna af bandaríska fyrirtækinu FMC, og heimsótt nokkrar borgir í ríkinu í þeirra boði.
Sennilega hefði bandaríska sendiráðið á Íslandi talið mig þess verðan að gefa mér slíka möguleika.  Ég vissi ekki meira um það.  Við þetta sættu embættismennirnir sig.

En bæði toll og vegabréfsskoðun þá, var öllu umfangsminni þá, heldur en sú sem þar þekkist í dag (2018) 

Ekkert annað frásagnarvert skeði í New Orleans, svo ég muni. Nema sigling fljótabátanna, með „milluspaðana“ á fljótinu Mississippi River var okkur nokkuð sérstakt fyrirbæri. Yfirleitt fullir af ferðafólki. Slíkt höfðu fæstir séð áður, nema í bíó. Frá Mississippi var svo haldið vestur með ströndinni. Áfangstaðurinn, var langt inni í landi, langleiðina til Houston í Texas.

Sú leið var að mestu farin í myrkri, svo lítið sást nema ljósin í landi. Fyrst var farið inn um þröngt sund. Þaðan inn í víðáttumikinn flóa. Síðan var lengi siglt upp breitt og bugðótt fljót. Á þessu svæði upp fljótið má ætla að hafi verið verksmiðja við verksmiðjur, báðum megin. Mengunin, eða óþefurinn var yfirþyrmandi. Það var sama hvort gluggar voru opnir eða lokaðir, þessi óþefur barst um allt skipið. 

Við sigldum fram hjá hinu fræga fljótandi sjóminjasafni Battleship texas State History. Skipið sáum við þó aðeins úr fjarlægð, uppljómað og glæsilegt.

Enn var siglingunni upp bugðótt fljótið haldið áfram.  Loks var lagst að langri bryggju (29°45´00.06"N 95°09,43.14"W) þar var geipistórt og víðáttumikið svæði, sem á var einhers konar kolsvartur sandur. Ég man ekki nafn staðarins, en fann hann „eftir minni“ á Google Earth. En þar var nafns hans ekki getið, en ég mundi eftir útlínum svæðisins. 

Upplýsingar frá Wikipedia:

The Port of Houston is a port in Houston the fourth-largest city in the United States. The Port is a  25 mile long complex of diversified public and private facilities located a few hours' sailing time from the Gulf of Mexico. It is the busiest port in the United States in terms of foreign tonnage, second-busiest in the United States in terms of overall tonnage 

Strax um morguninn fengu allir um borð, skipun um að líma glæran plastdúk fyrir alla glugga og útidyr nema einar dyr bakborðsmegin. Slökkva þyrfti á loftræstingunni, þar með kælingunni.
Efnið, farmurinn sem við áttum að taka um borð, var einhver  kolefnis sandur, kolsvart í hálfgerðu duft formi.
Þessi sandur rykaði mjög mikið upp þegar lestað var. Hæg norðaustan golan stefndi einmitt beint í stefnu skipsins við bryggjuna, og mundi smjúga um allt skip ef ekki yrði gert eitthvað í málinu.

Hitinn inni í skipinu varð nær óbærilegur. 40°C gráður úti og annað eins inni án loftkælingarinnar.
Fjórir til fimm skipverjar, þar með Guðmundur skipstjóri sem voru að mestu utandyra á meðan á lestun stóð. Svo og við að fjarlægja plastið þegar búið var að loka lestarlúgum. 

Lestunin gekk mjög vel, raunar betur en við hálfpartinn vonuðum. Því aftur var farið niður fljótið í myrkri um kvöldið, svo ekki gátum við virt fyrir okkur í björtu, það sem fyrir augu bar.

En útlit strákanna sem úti höfðu verið, var ekki öfundsvert.  Þeir voru að vísu með venjulegar rykgrímur, en greinilega hafa þær hleypt einhverju ryki framhjá. En þeir áttu það sameiginlegt næstu tvo daga amk. Að snýta sér og hósta svörtu gumsi.
Og þrátt fyrir varúðarráðstafanir varð greinilega vart við svart ryk víða inni í skipinu. 

Myndirnar á tenglinum Atlandshaf og..  segja þeim sem skoða, eitthvað um það sem strákarnir máttu þola. - Fleira ber þar fyrir augu.