Haukur Jónasson bólstrari

Haukur Jónasson fæddist á Siglufirði 17. júlí 1926. Hann lést 23. febrúar 2016 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði.

Foreldrar hans voru hjónin Jónas Guðmundsson trésmiður, ættaður frá Hofsósi, f. 25. maí 1885, d. 31. ágúst 1960, og Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir, húsmóðir, ættuð úr Hörgárdal í Eyjafirði, f. 27. júní 1889, d. 19. apríl 1983.

Systkini Hauks eru: 

 • Sigurður Jónasson, múrarameistari, f. 2. mars 1928, d. 29. ágúst 1977, og
 • Jóhanna Ásdís Jónasdóttir, húsmóðir, f. 4. maí 1929, d. 20. maí 2005. 
 • Uppeldissystir þeirra systkina er 
 • Helga Jónína Dagbjartsdóttir frá Hofsósi, f. 14. desember 1917, d. 11. febrúar 2005.

Haukur kvæntist 31. desember 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir (Rósa Magnúsdóttir) frá Sauðárkróki, f. 20. desember 1924.
Þau hófu búskap á Siglufirði lýðveldisárið 1944 og eignuðust 20. júlí sama ár drenginn Jónas Magnús, en hann lést samdægurs.

Haukur Jónasson

Haukur Jónasson

Kjörsonur þeirra er Sigurður Ómar Hauksson, f. 28.12. 1950. Eiginkona hans er Kristín Jónasdóttir, f. 1.5. 1950. Börn þeirra eru: 

1) Haukur Ómarsson, f. 15.10. 1971,  maki hans er Solveig Ólöf Magnúsdóttir, f. 8.12. 1969. Dætur þeirra eru 
 • Hildigunnur Hauksdóttir og 
 • Kristín Hólmfríður.
  Fyrir átti Solveig soninn
 • Magnús Bjartur.

2) Rósa Dögg Ómarsdóttir, f. 18.4. 1974, maki hennar er Róbert Jóhann Haraldsson, f. 23.3. 1969.
Dóttir Rósu Daggar er
 • Rebekka Rut. Faðir hennar er Ingvar Kristjánsson.
  Saman eiga Rósa Dögg og Róbert;
 • Tómas Orra.
  Fyrir þeirra sambúð átti Róbert soninn
 • Kristófer. 

3) Jónas Logi Ómarsson, f. 17.11. 1975, eiginkona hans er Ester Torfadóttir, f. 11.6. 1979. Dætur þeirra eru þrjár,
 • Magdalena,
 • Maríanna og
 • Viktoría. 

4) Eva Björk Ómarsdóttir, f. 10.11. 1979.
Dóttir Evu Bjarkar er
 • Isabella Ósk Stefánsdóttir. Faðir hennar er Stefán Logi Magnússon. 

Haukur Jónasson lauk gagnfræðanámi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar. 

Húsgagnabólstrun nam hann hjá Jóhann Stefánsson á Siglufirði og lauk sveinsprófi árið 1947.

Að námi loknu setti hann á stofn bólsturgerð og húsgagna- og gjafavöruverslun á Siglufirði og sinnti þeirri starfsemi allan sinn starfsferil allt til ársins 2002.

Á starfstíma sínum sem húsgagnabólstrari útskrifaði Haukur fjóra sveina í því fagi. Hann gerðist snemma skáti og varð félagsforingi í skátafélaginu Fylki.

Hann var félagi í Iðnaðarmannafélagi Siglufjarðar og Lionsklúbbi Siglufjarðar ásamt því að starfa í Frímúrarareglunni. Virkur félagi var hann í Stangveiðifélagi Siglfirðinga um árabil.

Hann sat í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og stjórn Þormóðs ramma hf.

Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, sat lengi í kjörstjórn og var formaður í stjórn byggingarnefndar við byggingu íbúða fyrir aldraða í Siglufirði allan byggingartímann.

Alla ævi sína bjó hann og starfaði á Siglufirði