Helgi Antonsson vélstjóri og vélvirki

Helgi Antonsson á Siglufirði, fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 22. október 1930. Hann lést á heimili sínu 12. október 2012.

Foreldrar hans voru Anton Baldvin Björnsson, bóndi á Ytri-Á í Ólafsfirði, f. 17.2. 1893 á Ytri-Á, d. 9.4. 1975, og kona hans Guðrún Anna Sigurjónsdóttir, f. 1.4. 1905 á Móafelli í Stíflu, d. 28.3. 1988.

Helgi var þriðji í röð tíu systkina. Systkini hans eru +: 

1) Björn Ármann Antonsson, f. 22.11. 1927, maki Anna Jónsdóttir, 

2) Konráð Gunnar Antonsson, f. 4.7. 1929, maki Brynhildi Einarsdóttur, 

3) Helgi Antonsson; Maki Hanna Hannesdóttir

4) Kristín Árdal Antonsdóttir, f. 19.10. 1933, d. 29.12. 2002, maki Jóhann Alexandersson, 

Helgi Antonsson

Helgi Antonsson

5) Sigurjón Árdal Antonsson, f. 18.10. 1935, d. 13.11. 1938, 

6) Gísli Árdal Antonsson, f. 5.9. 1937, (Gísli Antonsson) maki Guðrún Hannesdóttir, 

7) Sigurjón Árdal Antonsson, f. 23.10. 1939, d. 4.6. 2012, maki Sesselja Friðriksdóttir, 

8) Matthildur Árdal Antonsdóttir, f. 17.2. 1941, maki Jón Sigurðsson, 

9) Ingibjörg Guðrún Árdal Antonsdóttir, f. 19.6. 1942, maki Ingimar Númason, 

10) Jakob Hilmar Árdal Antonsson, f. 7.5. 1949, maki Helga Guðnadóttir.

Helgi kvæntist 16.10. 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Hanna Júlía Heiða Hannesdóttir, f. 10.10. 1934 á Siglufirði.

Foreldrar hennar voru Olga Magnúsdóttir, f. 6.6. 1908, d. 24.1. 1971, og Hannes Þorvaldur Sölvason, f. 6.1. 1903, d. 3.1. 1983.

Börn Helga og Júlíu eru:

1) Hannes Olgeir Helgason, f. 17.7. 1954, d. 7.5. 1956. 

2) Hannes Olgeir Helgason, f. 17.4. 1957, maki Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, f. 24.8. 1961, synir þeirra eru

a) Helgi Rúnar Olgeirsson, f. 21.1. 1989, 

b) Heiðar Smári Olgeirsson, f. 10.10. 1991, í sambúð með Guðlaug Hrefna Jónasardóttir, f. 7.2. 1993, sonur þeirra er 

Helgi Steinar Heiðarsson, f. 1.10. 2011, 

c) Birkir Logi Olgeirsson, f. 25.3. 1998. 

3) Anton Rúnar Helgason, f. 10.6. 1960,

maki Elín Jónína Jónsdóttir, f. 13.8. 1961, börn þeirra eru

a) Lóa Júlía Antonsdóttir, f. 13.7. 1986, 

b) Daníel Örn Antonsson, f. 17.7. 1990, í sambúð með Ásdís Ólafsdóttir, f. 7.7. 1993,
dóttir þeirra er 

Katrín Dalía Daníelsdóttir, f. 2.7. 2012. 

4) Helga Hlín Helgadóttir, f. 14.1. 1967, maki Kristján Rafn Harðarson, f. 21.10. 1965,
dætur þeirra eru

a) Ragnheiður Ósk Kristjánsdóttir, f. 24.4. 1996, d. 24.4. 1996, 

b) Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir, f. 18.6. 1997, 

c) Júlía Rut Kristjánsdóttir, f. 30.11. 1999.

Helgi lærði vélvirkjun og vélstjórn. Hann vann um árabil á vélaverkstæði Rauðku á Siglufirði. Hann var vélstjóri á vararafstöð Rafveitu Siglufjarðar og starfsmaður Rafveitu Siglufjarðar og síðar verkstjóri Hita- og vatnsveitu Siglufjarðar, síðar RARIK á Siglufirði.

Hann var um árabil formaður björgunarsveitar Slysavarnafélagsins, Stráka, á Siglufirði.

Einnig var hann formaður Starfsmannafélags Siglufjarðarbæjar um nokkurra ára bil. Helgi fór einnig ungur til sjós og hafði alla tíð yndi af sjósókn. Hann átti nokkra smábáta eða trillur um ævina, sem hann gerði út frá Siglufirði.