Hinrik Karl Aðalsteinsson kennari

Hinrik Aðalsteinsson fæddist á Siglufirði 2. júlí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 5. maí 2010.

Foreldrar hans voru Aðalsteinn Jónatansson, vélstjóri og verkamaður á Siglufirði, f. 20. maí 1900 í Sigluvík, Svalbarðsstrandarhreppi, S-Þingeyjarsýslu, d. 25. nóvember 1960, og Sigríður María Gísladóttir, f. 12. apríl 1897 í Grundarkoti, Akrahreppi í Skagafirði, d. 17. mars 1986.

 Alsystkin Hinriks: 

Jónatan Gísli Aðalsteinsson, f. 1931, d. 1991, 

Kristjana Guðlaug Aðalsteinsdóttir (Kristjana Aðalsteinsdóttir), f. 1933, 

Guðfinnur Grétar Aðalsteinsson, (Guðfinnur Aðalsteinsson)  f. 1934, d. 2004, 

Hinrik Aðalsteinsson

Hinrik Aðalsteinsson

Eysteinn Pálmar Aðalsteinsson (Eysteinn Aðalsteinsson), f. 1941.

Hinn 6. september 1959 kvæntist Hinrik Hafdís K Ólafsson, f. 13. mars 1942, d. 17. ágúst 2008.

Foreldrar hennar voru

Guðmunda Júlíusdóttir, f. 12. mars 1922, d. 7. september 1995, og Kai Ólafsson, f. 25. ágúst 1921, d. 28. september 1968.

Börn Hinriks og Hafdísar eru: 

1) Jón Aðalsteinn Hinriksson, f. 24. maí 1959, sambýliskona hans er Anna Viðarsdóttir, f. 1963.

Dætur Jóns Aðalsteins eru

a) Thelma, f. 1983,

dætur hennar eru 

Lena Líf og 

Diljá Dögg, 

b) Stefanía Tara, f. 1995. 

2) Auður Helena Hinriksdóttir, f. 21. nóvember 1961, maki Björn Rögnvaldsson, f. 1959. Þau slitu samvistir árið 2000.

Börn þeirra eru:

Hafdís Huld, f. 1986, 

Rögnvaldur, f. 1992, og 

Andrés Helgi, f. 1994. 

3) Hinrik Karl Hinriksson, f. 30. maí 1963, maki Bylgja Rúna Aradóttir, f. 1964.

Börn þeirra eru: 

Kristinn Ari, f. 1986, 

sambýliskona Jóhanna Margrét Halldórsdóttir, f. 1987, 

Hinrik Karl, f. 1994, og 

Kristbjörg Lára, f. 1995.

Eftir hefðbundna skólagöngu á Siglufirði stundaði Hinrik nám við Menntaskólann á Akureyri þar sem hann lauk stúdentsprófi 1950. Hann stundaði um skeið nám í guðfræðideild Háskóla Íslands. Þá var hann einn vetur við tungumálanám í Barcelona á Spáni. 

Hinrik veitti forstöðu Bílastöð Siglufjarðar árin 1961-1962. Var planformaður í tvö sumur á söltunarstöðinni Ými sem hann rak ásamt Sverri Hermannssyni og fleirum. Hinrik fór ungur til sjós sem háseti á togaranum Halliða SI og var síðar stýrimaður á Hring SI. Hinrik hóf kennslu við Grunnskóla Siglufjarðar 1963 og starfaði þar til ársins 1997. 

Í fimmtán ár var hann yfirkennari og aðstoðarskólastjóri og einn vetur settur skólastjóri. Hinrik var mikill áhugamaður um stjórnmál og var um langt árabil í stjórn Alþýðubandalagsfélags Siglufjarðar og kom einnig að útgáfu bæjarblaðsins Mjölnis. Hann var formaður um skeið í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi á Siglufirði. 

Hinrik var í stjórn útgerðarfélagsins Þormóðs ramma og formaður um tíma. Hann lét sér alla tíð annt um Stúdentafélag Siglufjarðar og var þar formaður síðustu æviárin. Í frístundum sínum var Hinrik mikill bridgespilari. Hann lét safnastarf og varðveislu gamalla húsa sig miklu varða. Var einn af stofnendum Félags áhugamanna um minjasafn árið 1989 og sat í stjórn félagsins og síðar Síldarminjasafnsins til dánardægurs.

Þá má nefna einkasafn þeirra hjóna Hafdísar og Hinriks, Úra- og silfursmíðaverkstæðið á Eyrargötu, sem hann annaðist eftir að Hafdís lést árið  2008.