Haraldur Hjálmarsson frá Kambi

MORGUNBLAÐIÐ, 24. FEBRÚAR 1970

Haraldur Hjálmarsson, bankaritari.  Fæddur 20-12-1909 - Dáinn  15-02-1970

Í DAG fer fram í Kapellunni í Fossvogi hér í borg minningarathöfn um Harald heitinn Hjálmarsson bankaritara í Útvegsbanka íslands, en hann andaðist að heimili sínu, Hátúni nr. 4 sunnudaginn 15. þessa mánaðar 1970. 

Hann verður jarðsettur í fæðingarsveit sinni að Hofi á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu næst komandi laugardag 28. þ.m. Þar fæddist hann 21. desember 1908. 

Dvöl Haralds var skamma stund að Hofi. Þegar Haraldur var á öðru ári fluttu foreldrar hans að Kambi, og við þann stað kenndi hann sig jafnan. Sama ár og hann fluttist að Kambi, missti hann móður sína, og voru systkinin þrjú. 

Haraldur þeirra yngstur. Það var raun fyrir ungan svein, móðurmissirinn, sem þeir skilja og þekkja best, sem alist hafa upp í foreldrahúsum umvafðir örmum elskulegrar móður.

Haraldur Hjálmarsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Haraldur Hjálmarsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Foreldrar Haraldar voru heiðursjónin og bændaöðlingarnir, Guðrún Magnúsdóttir og Hjálmar Þorgilsson, hinn frægi Drangeyjarklifmaður, sem nýlega var getið um í sjónvarpsþætti, er birtur var tveimur dögum fyrr en andlát Haralds bar að dyrum og naut hann þáttarins glaður í huga. 

Eins og fyrr kemur fram ólst Haraldur að mestu í bernsku á vegum föður síns og hjá frændfólki sínu í Skagariði. Systur sírar, Steinunni, sem var elst þeirra þriggja systkina missti Haraldur 1942. Mongús bróðir hans fluttist ungur að árum alfarimin til Vesturheims og tók sér bólfestu í Dalkota. 

Haraldur Hjámarsson hefir meginhluta ævi sinnar barist hörðum höndum í gegnum lífið og þrautir þess og eflaust í hryðjum átt þess einastan kost að styðjast við mátt sinn og megin. Haraldi var ekki fisjað saman og því var honum aldrei skotaskuld að berjast áfram í lífsbaráttunni fram til sigurrs. Fyrsta skólaganga Haralds var heim að Hólum. Þar stundaði hann búnaðarnám og lauk lokaprófi 1932. Hugur hans var þó ekki bundinn við ræktun moldar eins og ættmenn hans allir og sveitungar höfðu fengist við öldum saman. Haraldur hugði á nýjar brautir. 

Tveimur árum eftir vistina að Hólum, réðist Haraldur til verslunarstarfa hjá Kjötbúð Siglfirðinga þar í bæ, og var verslunarstjóri um 12 ára skeið. Hann sótti þá námskeið í kjötiðnaði og lauk í þeirri grein með ágætu meistaraprófi.
Frá Siglufirði lá leið Haraldar suður til Reykjavíkur og settist hann þá á skólabekk í Samvinnuskólanum og lauk þaðan fullnaðarprófi 1940, eftir eins vetra dvöl í skólanum.

Gerðist hann þá um skeið verslunarstjóri hjá KRON, en hélt síðan aftur til Skagafjarðar. og starfaði hjá sínu Kaupfélagi Skagafjarðar á Sauðárkróki í 10 ár. Undanfarin rúm fimm ár hefir Haraldur verið starfsmaður Útvegsbanda Íslands í Reykjavík. Frá þeim tíma hefir skapast persónuleg kynni milli okkar Haraldar og þykir mér vænt um vináttu hans. Haraldur reyndist ágætur starfsmaður, ötull og samviskusamur. 

Hann var í eðli sinu félagslyndur og góður starfsfélagi, ávallt reiðubúinn og ólatur til allra félagsstarfa. Honum var létt að fella skap við vinnufélaga sína og vildi á allan hátt veg og vanda þeirra leysa. Í vinahópi var Haraldur frá Kambi hverjum manni kátari, léttur í lund og var yndi að umgangast þann heiðursdreng. Haraldur var hagyrðingur góður og skáldmæltur ágætlega. Bæði í blaði okkar og á mannfundum höfum við fengið að njóta þeirra hæfileika og gleðisunda. 

Haraldur var oft og tíðum gestkomandi á heimili Elísabetar og Davíðs S Jónssonar, frænda síns. Minntist hann þess við mig oftar en einu sinni, hversu miklum hlýhug og vináttu hann ætti að mæta hjá þeim heiðurshjónum, Sagði hann við mig ekki alls fyrir löngu á þessa leið: „Adolf minn, ef að ég verð allur á undan þér og þú skrifar um mig minningargrein, mundu að færa þessum heiðurshjónum þakkir mínar. Meira get ég ekki". 

Máltakið segir að maður komi í manns stað, en mér þykir félagsskapur okkar í Útvegsbankanum fáttækari eftir að Haraldur Hjálmarsson er allur og verður þar ekki um bætt með betri dreng en þessi ljúfi vinur okkar reyndist. Í hljóðri bæn hugsum við öll á einn veg. Þú fórst of fljótt frá okkur, Haraldur Hjálmarsson.

Adolf Björnsson
-----------------------------------------

HALLI HJÁLMARS, eins og kann var almennt kallaður fyrir norðan er nú allur, liðlega sextugur að árum. Hann hvarf af sjónarsviðinu jafnsnöggt og stökurnar, sem hann orti og varpaði fram við hin og þessi tækifæri. Vísnagerð Halla vakti aðdáun. Fyrir örfáum vikum sat hann við gleðskap á Hótel Borg, og þar sá ég hann í síðasta skipti, töluvert þreyttari en hann átti vanda til, en með sama glettnisbrosið og góðleikann, sem prýddi hann alla tíð. Halli var öllum góður nema sjálfum sér, „sjentilmaður" út í fingurgóma, gæddur fátíðri guðsgjöf, lífskímni, sem speglaðist í yrkingum hans og tali. 

Norðlenskt lundarfar, viðkvæmni fyrir heiminum samfara sjálfshörku, manngerð með miklar gáfur, sem ekki nutu sín vegna ytri aðstæðna og ákveðins veikleika — þannig var Halli frá Kambi; hvess manns hugljúfi, sem kynntist honum. Það er sjónarsviptir að honum. Svona menn gerast æ sjaldgæfari og sjalséðari í nútímamannfélagi. Þessi þjóðfrægi einkennilegi gáfumaður dvaldist árum saman í Reykjavík, vann á stundum við verslunar- og afgreiðslustörf og nú síðast í banka. 

Sem dæmi um eldsnöggan húmor hans er sögð sú saga, að þegar hann sótti um starfa í bankahúsinu, hafði bankastjórinn spurt hann: „Er það rétt, sem sagt er, Haraldur, að þér drekkið of mikið?" Haraldur svaraði með æðruleysi: „Það er nú fjandinn sem er, að ég drekk ekki nógu mikið".

Í karllegg var Haraldur launafkomandi Níelsar Hafsteins kaupmanns á Hofsósi, bróður Péturs amtmanns á Möðruvöllum, föður Hannesar skálds. Það var eimhver glæsileiki inni í persónu Haralds, sem aldrei máðist af honum þrátt fyrir élin á lífsleiðinni. Faðir Haralds Hjálmar á Hofi var annálaður ofurhugi, sem lék sér að því að klífa Drangey, þar sem hún er verst viðureignar. Hann var búforkur og atgervismaður. 

Faðir Hjálmars var Þorgils, sem fullyrt er, að hafi verið ástarbarn Níelsar höndlunarmanns, enda leyndist ekki Hafsteins-svipurinn á landliti Hjálmars. Alvöru- og kerkingsvísur Halla lifa á margra vörum fyrir norðan og víðar. Sumt af því, sem hann orti, jaðraði við bókmenntir. Hann var andleigur jafnoki sálufélaga sinna og gleðibræðra frá „heydögum" hans í Reykjavík eins og Steins Steinars heitins, Magnúsar Ásgeirssonar ljóða þýðara og Karls Ísfelds, stundum þeim snjallari. 

Það var í honum Omar Khayan og hans inntak í Rubáyat. Sjálfur sat hann fákinn Pegasus án þess að detta af beinlínis og náði jafnvel stundum sprettum úr á fluginu, sem minnti á þeysireið á gæðingi á bökkum Héraðsvatna. Aldrei fór Haraldur í launkofa með veikleika sinn eins og heiðarlegri sál hæfir. Hann átti hins vegar skagfirska folanum í sér gegn guðinum Dionysos af alhug og skrikaði fótur stöku sinnum, en með þokka. Maðurinn var gæddur hraustri sái. Vinur og félagi Haraldur, guð blessi minningu þína.

Steingrímur Sigurðsson.
----------------------------------------

Haraldur var fæddur á Hofi á Höfðaströnd, sonur Hjálmars Þorgilssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Haraldur missti móður sína á fyrsta ári. Hjálmar, faðir hans flutti að Kambi í Deildardal 1913 og þar ólst Haraldur upp og var jafnan kenndur við þann bæ. Á fullorðinsárum vann hann ýmis störf bæði í Skagafirði og á Siglufirði en síðast var hann bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík. Haraldi þótti sopinn góður og fáir hafa ort jafnvel um kynni sín við Bakkus og hann. 

Árið 1992 var kveðskapur hans gefin út á bók. Björn Dúason safnaði efni til hennar og skrifar „Aðfaraorð“ en Hjalti Pálsson ritar þar um ævi Haralds, „Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908–1970)“. (Sjá Ljóð og lausavísur – Hagyrðingur af Höfðaströnd, Akureyri 1992)  

Vísur hans: http://bragi.info/hofundur.php?ID=15310