Haraldur Sigurðsson Eyri

Haraldur Sigurðsson Eyri  - f. 06-04-1917 - d. 05-07-1976

Þann 5. júli sl. andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, Haraldur Sigurðsson Hliðarvegi 30, hér I bæ, eftir erfið veikindi sl. þrjú ár.
Þótt Haraldur vissi hvert stefndi fyrir all löngu, var kjarkurinn ávallt hinn sami til síðustu stundar. Haraldur var fæddur 6. apríl 1917

Foreldrar hans voru atorku- og sæmdarhjónin Andrea Sæby og Sigurður Jónsson.

Þau hjónin kölluðu hús sitt „Eyri" og voru börn þeirra kennd við það hús.

Haraldur ólst upp í fjölmennum systkinahópi.

Það sem einkenndi þau systkinin, sem á legg komust, var atorkusemi og sjálfsbjargarviðleitni, ásamt samvizkusemi í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og störfuðu að.

Haraldur Sigurðsson Eyri

Haraldur Sigurðsson Eyri

Haraldur fór snemma að vinna og vann alla almenna vinnu til sjós og lands. Vegna dugnaðar var hann alls staðar eftirsóttur til vinnu. Um tíu ára skeið var hann verkstjóri við sildarstöltun hjá Haraldur Böðvarsson hér í bæ og I mörg ár var hann yfirtökumaður síldar á vegum Friðrik Guðjónsson. Öll þessi störf leysti hann af hendi af kostgæfni og eljusemi. 

Þegar atvinna var litil í bænum sótti Haraldur vinnu utan bæjarins.

Árið 1954 kvæntist Haraldur eftirlifandi konu sinni Valgerður Guðmundsdóttir ættaðri frá Bolungarvík.
Þau eignuðust einn son,

Guðmundur Haraldsson, sem er trésmiður og nú búsettur á Blönduósi maki Erla Björg Evensen.

Auk þess ólu þau upp sem eigið barn,

Svava Axelsdóttir frá átta ára aldri. Svava er búsett I Grundarfirði maki Grímur Haraldsson.

Það má með sanni segja um Harald Sigurðsson, að öll sin unglings- og fullorðinsár þurfti hann að vinna hörðum höndum fyrir sér og sínum og hann brást aldrei neinum, sem hann vann fyrir.

Haraldur var ávallt trúr og dyggur. Hann var hreinskilinn í allri umgengni. Sagði skoðanir sínar umbúðalaust, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Slíkt er orðið fátítt nú.

Sambúð þeirra Valgerðar og Haraldar var hin bezta. Þau hjálpuðu og styrktu hvort annað í veikindum.

Nú þegar Haraldur er farinn á fund feðranna er honum þökkuð samfylgdin og góð kynni. 

Siglufjörður er einum dugnaðar- og sæmdarmanninum fátækari. 

Blessuð sé minning Haraldar Sigurðssonar frá Eyri. 

Kunningi.