Haraldur Árnason, gjaldkeri Sparisjóðs Siglufjarðar

Haraldur Árnason fæddur 9. september 1929 – lést 17. janúar 2017 – 87 ára - Haraldur fæddist á Akureyri 9. október 1929.

Foreldrar hans voru Soffía Jóhannesdóttir og Árni Jónasson klæðskeri.

Halli var elstur þriggja barna þeirra. Hin voru og eru:

  • Sigríður Lára Árnadóttir og
  • Baldur Árnason.

Halli flutti til Siglufjarðar með foreldrum sínum, systur og föðurforeldrum árið 1936 - 

Eftir nám í Gagnfræðaskólanum var hann í sumarvinnu í Veiðarfæraverslun Sigurður Fanndal, Vörubílastöð Siglufjarðar, og síðar í Fiskbúð Matthíasar Ágústssonar. Og margir muna hann í Verslunarfélaginu, hjá frændum sínum, Ásgeiri og Þórhalli.

En árið 1966 hóf hann störf hjá Sparisjóði Siglufjarðar og var þar í rúm 30 ár. 

Hann var í Leikfélagi Siglufjarðar, lengi gjaldkeri, og einnig í Lionsklúbbi Siglufjarðar og í sóknarnefnd, sem hér með er þakkað kærlega fyrir. 

Haraldur Árnason, gjaldkeri

Haraldur Árnason, gjaldkeri

Þau gengu í hjónaband, hann og Helga Guðmundsdóttir, 1. desember árið 1960.
Börn þeirra eru: 

Ingvar Haraldson
, fæddur 26. desember 1962, og 
Brynja Haraldsdóttir,
fædd 8. júlí 1964.
Eiginmaður Brynju er
Ólafur Þór Erlingsson
og eiga þau tvö börn,
  • Indíana Svala og 
  • Haraldur.