Hinrik Thorarensen Nýja Bíó

Hinrik Thorarensen Nýja Bíó

Um frumkvöðulinn; Hinrik Thorarensen læknir, kvikmyndahúseiganda og margt fleira.
------------------------------------

Hvað er þetta, á þessi Thorarensen allt hér í bæ? ?

Hinrik Thorarensen, var víða með fingurna. Fyrst sem sérmenntaður barnalæknir og síðan afkastamikill athafnamaður. Hann rak ma. læknastofu, hænsnabú, skóverslun,umboð Tóbaksverslunar ríkisins, Hótel, kaffihús, veitingastði og sjoppur og svo auðvitað Nýja Bíó.

Ein brosleg saga sem kom oft frá munni manna á þessum tímum og raunar lengi eftir að hann yfirgaf fjörðinn okkar. 

Hinrik Thorarensen - Ljósmynd: Kristfinnur

Hinrik Thorarensen - Ljósmynd: Kristfinnur

Sagan hefur verið sögð í ótal eintökum og breytingu manna á milli. 

Sú saga sem ég heyrði sem ungur drengur, kemur hér á eftir. 

Sjómaður nokkur hafði orðið eftir er skip hans (síldarbátur) lét úr höfn, en sjómaðurinn var drukkinn og hafði ráfað um í reiðuleysi. Þar á meðal á einni af bryggjunum þar sem hann féll í sjóinn. 

Honum var bjargað um borð í annað veiðiskip, og af honum þurrkuð fötin á meðan hann svaf af sér ölvímuna. 

Þegar hann var vakin og hafði klætt sig í nýþurrkuð föt sín uppgötvaði hann að enga skó átti hann. Hann hafði verið í klofháum bússum en misst þær í sjóinn við fall sitt í sjóinn kvöldið áður. 

Hann fékk lánað sko hjá einum skipverjans og fór í land og að sjálfsögðu grút timbraður eftir drykkjuna daginn áður.

Hann mætti manni og spurði hann hvar hann gæti fengið eitthvað sterkt til hressingar. Honum var bent á Thorarensen, hann gæti örugglega reddað honum um spíra. Það gekk eftir og sjómaðurinn helti sig fullann, en þó svona „rétt mátulega“ 

Hann hafði fengið upplýsingar hjá umboðsmanni bátsins sem hann var á að báturinn hans væri á veiðum austur af Grímsey og kæmi væntanlega næsta dag til Siglufjarðar. Hann fékk peninga hjá umboðsmanninum og var bent á Hótel Siglunes, sem væri í eigu Thorarensen. 

Þangað fór hann og fékk sér herbergi. Svo fékk hann sér að borða á veitingastað, þar sá hann stórann stæðilegan mann og spurði þernuna svona af forvitni hver þetta væri. 

Þetta er Thorarensen, hann á staðinn, svaraði stúlkan. Seinna spurði hann mann  hvar bíóið væri. Honum var bent á Nýja Bíó, þangað fór hann. Þar sá hann Thorarensen, og spurði nálægan. Hvort Thorarensen ætti bíóið. Svarið var auðvitað já. 

Eftir að sýningu lauk, frétti hann af dansleik sem hann væri hjá Hótel Siglunes, sem Thorarensen ætti, hvað er þetta, á þessi Thorarensen allt hér í bæ?

Hann fór á dansleikinn, þá orðinn nokkuð ölvaður og lenti þar í slagsmálum, sem lauk með því að læknir var ræstur og sjómaðurinn fluttur hálf meðvitundarlausog illa blóðugur til læknis.

Hann rankar við sér er verið var að gera að sárum hans og sér þá andlit Thorarensen. Honum brá ylla, en spurði svo í rælni. Ertu læknir líka?

Já svaraði Thorarensen. 

Þar sem sjómaðurinn sem enn var allslompaður, en saklaus af slagsmálunum sem hann hafði óvænt blandast, þá flutti lögreglan hann til herbergis síns á hótelinu.

Þegar hann svo vaknaði að morgni, þá ákvað hann að hætta drykkju um sinn, þrátt fyrir timburmennina og eymsla í höfði eftir barsmíðarnar um  nóttina. 

Hann leitaði frétta af bát sínum og honum sagt að hann væri á leið til Siglufjarða með slatta af síld. 

Hann fékk sér hádegisverð á sjoppu, og þar sá hann Thorarensen að tala við stafslið sitt. Hann spurði einskis, en hristi höfuðið. 

Þá mundi hann eftir því að honum vantaði bússur og spurði næsta mann hvar hann gæti fengið slíkar.

Svarið var einfalt og var á bent á og sagt hjá Thorarensen í Skóbúðinni.

Ekki segir meira af þessu ævintýri sjómannsins 

------------------------------------------------------

Útsvarsskráin hér fyrir neðan frá árinu 1938 - þar sem Thorarensen var oftar en ekki sá hæst greiðandinn

BRAUTIN 7. maí 1938

 Útsvarskráin

H. Thorarensen              9400.00 

Olíuverzlun íslands h.f.   8500.00 

Shell á íslandi h.f.          7000.00 

Verzl. Halld. Jónasson     5000.00 

Ásg. Pétursson h.f.         3700.00 

Kaupfélag Siglfirðinga     3700.00 

Steindór Hjaltalín           3500.00 

Ingvar Guðjónsson          3400.00 

Ole Tynes                       3300.00 

Ölafur Ragnars               3200.00

Halldór Kristinsson         2700.00 

Kjötbúð Siglufjarðar       2600.00 

Sveinn Hjartarson db.     2400.00

Aage Schiöth                  2300.00 

Hringur h.f.                    2100.00 

Sig.Kristjánsson konsúll   2100.00 

Pétur Björnsson              2000.00 

Verzlunarfél.Siglufjarðar 2000.00 

Þorm. Eyólfsson              2000.00 

Gísli Halldórsson             1800.00 

Steingr. Einarsson           1500.00 

Bjarni Kjartansson          1450.00 

Gestur Fanndal               1450.00 

Egill Stefánsson              1350.00 

Einar Jóhannsson & Co. 1300.00 

Guðm. Hannesson           1300.00 

Jóhann Stefánsson          1200.00 

Hannes Jónasson             1000.00 

ísafold (söltunarfélag)     1000.00 

Páll Einarsson                 1000.00

-----------------------------------

Takið eftir því, hvað "vantar" í útsvarsskrána hér fyrir ofan. 

Nöfn margra síldarsaltenda sem hér stunduðu umfangsmikinn rekstur yfir sumartímann vegna síldarsöltunar ofl. sjást ekki, frekar en nafn Síldarverksmiðja ríkisins, sem eru ekki á skránni, enda greiddu þessir aðilar ekki útsvar, þó stór hluti, allra tekna sem aflað var á síldarævintýrinu, færi í vasa viðkomandi einstaklinga og fyrirtæja.

Ekki treysti ég mér til að umreikna  níuþúsund þáverandi krónur yfir í núverandi verðgildi. En ljóst má vera að það er dágóð fúlga á gengi dagsins í dag.   SK- árið 2018

Og svo auðvitað á síðunm hér; Bíó Saga Siglufjarðar