Hjálmar Stefánsson

Hjálmar Stefánsson fæddist á Siglufirði 21.11. 1934. Hann lést á Landspítalanum 24.5. 2015.

Foreldrar Hjálmars voru Stefán Friðleifsson verkamaður á Siglufirði, fæddur 26.2. 1905, látinn 22.9. 1965, og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, fædd 12.5. 1912, látin 1.1. 1981.

Systkini Hjálmars eru

  • Friðleifur Stefánsson tannlæknir fæddur 1933,
  • Þröstur Stefánsson fæddur 1944 og
  • Sigríður Kristín Stefánsdóttir fædd 1951.

Hjálmar kvæntist Halla Haraldsdóttir listakona frá Siglufirði 31.12. 1955. Hún er dóttir

Haraldur Sölvason verkamaður frá Siglufirði og Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyju.

Hjálmar Stefánsson

Hjálmar Stefánsson

Börn Hjálmars og Höllu eru 

1. Haraldur Gunnar Hjálmarsson tónlistarmaður, fæddur 7.7. 1955. 
2. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri, fæddur 15.3. 1959, maki Bára Alexandersdóttir snyrtifræðingur
þau eiga 3 börn,
og
  • Halla, 
  • Bjarki og 
  • Trausti.

3.
Stefán Hjálmarsson læknir, fæddur 24.2. 1963, maki Unnur Rannveig Stefánsdóttir
sagnfræðingur og 
  • þau eiga 
  • Hjálmar  
  • Margrét
Fyrir átti Stefán 
  • Tinna Mjöll, móðir hennar er Hrafnborg Óttarsdóttir.

Langafabörnin eru tvö, Trausti Snær Bjarkason og Hilmar Logi Traustason.

Hjálmar ólst upp á Siglufirði og eftir hefðbundna skólagöngu stundaði hann nám í bifvélavirkjun hjá Þórshamri á Akureyri. Síðan rak hann, ásamt öðrum, í nokkur ár bifreiðaverkstæðið Neista á Siglufirði. Hann var skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Siglufjarðar og sá einnig um samvinnutryggingar fyrir Kaupfélagið.

Árið 1969 fluttist fjölskyldan búferlum til Danmerkur og þar starfaði Hjálmar hjá Esso í Kalundborg. Árið 1972 fluttist fjölskyldan til Keflavíkur og hóf Hjálmar störf á bifreiðaverkstæði en flutti sig fljótt aftur yfir í tryggingarnar hjá Samvinnubankanum. Hjá bankanum bauðst honum að taka við starfi sem skrifstofustjóri og síðar útibússtjóri.

Hjálmar var útibússtjóri Samvinnubankans í Keflavík, sem varð seinna Landsbankinn. Hann tók síðar við útibússtjórastöðu Landsbankans í Sandgerði og lauk þar starfsferli sínum. Í áratugi var Hjálmar virkur félagi í Lions-hreyfingunni og í málfundafélaginu Faxa í Keflavík. Hjálmar var mikill íþróttamaður og stundaði badminton, þjálfaði og spilaði fótbolta, þjálfaði skíði og var einnig í íslenska skíðalandsliðinu.