Hjörtur Ármannsson trésmíðameistari

Hjörtur Ármannsson frá Siglufirði Fæddur 23. janúar 1918 Dáinn 17. janúar 1992

Góður vinur minn og tengdafaðir Hjörtur Ármannsson frá Siglufirði er látinn. Hjörtur fæddist á kirkjusetrinu Urðum í Svarfaðardal einn átta systkina. 

Foreldrar voru Elín Sigurhjartardóttir og Ármann Sigurðsson.

Eftirlifandi eiginkona hans er  Sigríður Guðmundsdóttir frá Siglufirði, en hún er dóttir Guðmundur Hafliðason hafnarstjóri á Siglufirði og konu hans Theodóra Pálsdóttir Árdal.

Hjörtur og Sissý eignuðust 

Jóninna Hjartardóttir, eða Ninna Hjartar eins og flestir þekkja hana.

Einnig eignuðust þau lítinn dreng sem lést aðeins fárra mánaða gamall.

Ninna er gift Kristján Óli Jónsson varðstjóri í lögreglunni á Sauðárkróki og eru þau búsett þar. Þau eiga 3 börn.

Hjörtur Ármannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Hjörtur Ármannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Hjörtur var lögreglumaður og varðstjóri í 37 ár á Siglufirði.

Hann var einnig trésmíðameistari og rak trésmíðaverkstæðið Tréverk ásamt Guðmundi Þorlákssyni frá Gautlandi til margra ára á Siglufirði. Hjörtur skar mikið út í tré og var framúrskarandi fimur við þá list. Stórar og sterkar hendurnar gátu rist fegurstu og fínlegustu rúnir. Margir listagripir eru til eftir hann af útskornum hestasvipum, skápum, hillum, borðum og stólum. Tveir stólar með háum bökum eru í Siglufjarðarkirkju skornir út af Hirti Ármanssyni.

Hjörtur var afar sterkur og mikill ljúflingsmaður. Þessi meðfæddi hæfileiki kom sér vel í lögreglustarfinu þar sem menn voru talaðir til hávaðalaust. Mér segir svo hugur að ungum mönnum hafi þótt fengur af því að hefja starf með Hirti, því hann var ekki aðeins stoð og stytta, heldur hafði hann góðan húmor og gat leikið á als oddi þegar svo bar undir við félaga sína.

Þegar Hjörtur giftist Sigríður Guðmundsdóttir átti hún eina dóttur af fyrra hjónabandi, Ida Christiansen, þá 7 ára gamla. Nú eru árin orðin mörg og minningin um góðan fósturpabba gleymist ekki heldur geymist um langan aldur.

Ida er gift Gísli Holgeirsson verslunarmaður, en þau eiga 3 börn og búa öll í Garðabæ.

Hjörtur og Sissý ólu einnig upp litla stúlku frá eins árs til 12 ára aldurs, Þorbjörg Ósk Þrastardóttir, og á hún 2 börn og býr í Kópavogi.

Hjörtur var góður stangveiðimaður og harðari en flestir sem með honum fóru. Honum líkaði það illa að koma tómhentur heim. Hann var einn að stofnendum stangaveiðifélagsins á Siglufirði. Hjörtur hafði mjög gaman af að ferðast þó lítið hafi verið um það síðustu árin. Undirritaður fékk samt tækifæri til þess um margra ára skeið að fara með Hirti í ógleymanlegar veiðiferðir vítt um landið til fegurstu staða þar sem landið, fjöllin, dalirnir og ekki síst árnar og lækjarniðurinn er eins og meitlaður í huga manns, svo kirfilega að aldrei gleymist.

Við grínuðumst með það stundum að besta meðalið fyrir þá sem liðu fyrir hraða og hávaða nútímans væri að taka upp á snældu niðinn frá ánni, fossum og flúðum ásmat hljóðinu frá veiðihjóli og línu í bland. Það verður nú að segjast eins og er að mínar veiðiferðir voru nú oftast gönguferðir þótt öðru máli gegndi um Hjört.

Þær voru oft erfiðar kveðjustundirnar á tröppunum við Norðurgötu 1, nú síðustu árin. Allt breytist og mennirnir með. Allt verður að hafa sinn gang og lífið heldur áfram. Við biðjum um styrk til handa þeim sem eftir eru og minnumst góðs vinar um langan aldur. 

Gísli Holgeirsson.