Hulda Regína Jónsdóttir

Hulda Jónsdóttir fæddist í Lambanesi í Fljótum 29. júní 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 20. febrúar 2009 

Foreldrar hennar voru hjónin Jón Kristjánsson frá Lambanesi, f. 21.4. 1890, d. 26.6. 1969, og  Stefanía Guðrún Stefánsdóttir frá Siglunesi, f. 14.7. 1890, d. 1.5. 1936.
Hulda var næst elst þrettán systkina.
Hin eru: 

 • 1) Sæmundur Jónsson, f. 1915, d. 1999,
 • 2) Hulda Jónsdóttir (Hulda Brandar, Akra Brandar) 
 • 3) Bára Jónsdóttir, f. 1919, d. 1987, 
 • 4) Ægir Jónsson, f. 1921, d. 1993, 
 • 5) Gústaf Jónsson, f. 1923, d. 1974, 
 • 6) Laufey Alda Jónsdóttir, f. 1926, d. 1926, 
 • 7) Sigurlaug Jónsdóttir, f. 1927, 
 • 8) Björgvin Dalmann Jónsson, f. 1929, d. 2003, 
 • 9) Kristín Alda Jónsdóttir, f. 1931, d. 1996, 
 • 10) Drengur Jónsson, f. 1933, d. 1933, 
 • 11) Páll Jónsson, f. 1940, d. 1940, 
 • 12) Erling Þór Jónsson – (Erling Jónsson), f. 1945, og 
 • 13) Edda Magnea Jónsdóttir, f. 1949.
Hulda Jónsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Hulda Jónsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Hinn 6. nóvember 1937 giftist Hulda Guðbrandur Þórð Sigurbjörnsson – Guðbrandur Sigurbjörnsson, frá Ökrum í Fljótum, f. 18.2. 1916, d. 9.6. 2001.
Foreldrar hans voru hjónin 

Sigurbjörn Jósepsson frá Steinavöllum, f. 5.1. 1884, d. 11.5. 1968, og

Friðrika Magnea Símonardóttir frá Langhúsum í Fljótum, f. 8.10. 1877, d. 23.9. 1979

Hulda og Guðbrandur eignuðust fjórar dætur. Þær eru; 

1) Laufey Alda Guðbrandsdóttir, (Alda Guðbrands) f. 6.5. 1938, d. 12.9. 2005, maki Jón Sigurðsson, Sleitustöðum í Skagafirði.
Börn þeirra eru; 
 • a) Reynir Þór Jónsson, f. 8.1. 1960, 
 • b) Íris Hulda Jónsdóttir, f. 4.2. 1965, 
 • c) Gísli Rúnar Jónsson, f. 9.8. 1966, og
 • d) Lilja Magnea Guðbrandsdóttir, f. 5.2. 1973,
  barnabörn þeirra eru þrettán. 

2) Elva Regína Guðbrandsdóttir – (Elva Guðbrandsdóttir), f. 30.7. 1941, maki Friðleifur Björnsson, búsett í Reykjavík. 
Synir þeirra eru;
 • Gunnar Þór, f. 10.6. 1962, og 
 • Ómar Ingi, f. 19.3. 1970,
  barnabörnin eru fjögur. 
3) Alma Elísabet Guðbrandsdóttir, f. 17.3. 1949, maki Páll Hólm Þórðarson, búsett í Kópavogi.
Börn þeirra eru;
 • Auðunn Ingvar, f. 13.6. 1967, 
 • Hildur Hólmfríður, f. 19.12. 1968, og 
 • Selma Halldóra, f. 13.12. 1973,
  barnabörn þeirra eru sjö. 
4) Bryndís Sif Guðbrandsdóttir, f. 26.6. 1958, maki Þorsteinn Símonarson, búsett í Grindavík. Börn þeirra eru;
 • Rósa Dögg, f. 20.1. 1982, 
 • Símon Guðbrandur, f. 22.3. 1985, 
 • Sindri Snær, f. 17.2. 1992.

Hulda Jónsdóttir fluttist 9 ára gömul með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Hún hafði yndi af söng og var aðeins 10 ára þegar hún hóf að syngja með kirkjukór Siglufjarðar og söng með kórnum í 40 ár. Á síldarárunum vann Hulda við söltun en síðan lá leiðin í Prentsmiðju Siglufjarðar þar sem hún starfaði í 15 ár.

Hulda og Guðbrandur ráku Alþýðuhúsið á Siglufirði í 12 ár og ásamt föstu starfi stunduðu þau bæði kinda- og hænsnabúskap fram á efri ár. Hulda dvaldi síðustu 13 árin á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.