Sigurjón Helgi Ástvaldsson

Helgi Ástvaldsson, Siglufirði. Fæddur 17. maí 1957- Dáinn 26. júlí 1988 

Helgi Ástvaldsson, Siglufirði Fæddur 17. maí 1957 Dáinn 26. júlí 1988 Hann Helgi vinur okkar er dáinn. Fréttin um þetta hörmulega slys kom mjög við okkur sem til hans þekktum. Hann sem alltaf var svo kátur og hress þegar við hittumst, en nú sjáumst við víst ekki oftar hér á þessari jörðu. Hvers vegna spyrjum við, hvers vegna koma fyrir svona hræðilegir atburðir, tveir ungir menn teknir í burtu svona snöggt frá fjölskyldum sínum og vinum. Svar við þessari spurningu fáum við ef til vill aldrei. 

Vinur okkar fæddist á Ólafsfirði 17. maí 1957 og var því aðeins 31 árs þegar kallið kom. Hann hét fullu nafni Sigurjón Helgi og var sonur þeirra Sigríðar Sæland og Ástvalds Steinssonar. Helgi var næstelstur fjögurra systkina. Jón Númi er elstur, þá kom Helgi, þvínæst Inga Sæland og yngst er Júlíanna. Helgi ólst upp hér á Ólafsfirði og átti marga félaga enda alltaf líf og fjör í kringum hann.

Helgi Ástvaldsson

Helgi Ástvaldsson

Hann fann alltaf upp á einhverju spennandi, stundum var áhættan heldur mikil sem tekin var en ævintýraþrá hans var óseðjandi. Helgi var mikill íþróttamaður, hér heima var hann í öllum íþróttum sem stundaðar voru og allstaðar náði hann góðum árangri. Strax sem barn bar hann af í fimleikum og sýndi víða um landið ásamt fleiri strákum héðan úr Ólafsfirði og voru þeir nefndir Litlu arabarnir. 

Hann stundaði mikið skíði, keppti lengi í Alpagreinum og um tíma bæði í göngu og stökki. Margar ógleymanlegar ferðir voru farnar og eru þær oft rifjaðar uppí góðra vina hópi. Helgi var mikill tónlistarmaður; hann spilaði á gítar og hófst hans ferill, eins og margra, í skólahljómsveit en þá fór hannað spila á trommur. Hann spilaði í hljómsveit hér í bænum og svo nú seinni árin með Miðaldamönnum frá Siglufirði.

Hann var duglegur tilvinnu og stundaði sjóinn lengi, einnig vann hann við húsamálningu með honum Sigmundi Jóns. Eftir að hann fluttist til Siglufjarðar vann hann við löndun. Helgi giftist Helgu Kristinsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Gísla Má, fæddan 1976, og Diljá, fædda 1982. Helgi og Helga slitu samvistir. Hann fluttist til Siglufjarðar ásamt sambýliskonu sinni, Tinnu Lárusdóttur, en þau eignuðust eina dóttur, Sigurlaugu, fædda 1985. Gísli Már bjó líka hjá þeim. 

Við þökkum Helga fyrir allar ógleymanlegu samverustundirnar og sendum öllum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. 

Guð blessi minningu Helga vinar okkar. 

Jónína og Haukur 

MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988

MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988