Jóhann Jóhannsson skólastjóri

Jóhann Jóhannsson  er fæddur 7. Nóvember 1904 að Halldórsstöðum í Eyjafirði. Varð bráðkvaddur þann 30. des 1981 

Foreldrar hans Jóhann Sigurðsson, bóndi á Arnarstöðum, og kona hans Stefanía Sigtryggsdóttir.

Hann tók stúdentspróf í Menntaskóla Akureyrar 1930 og guðfræðipróf í Háskólanum 1935, en hafði þá ári fyrr lokið kennaraprófi í Kennaraskólanum.

Veturinn 1937 —38 dvaldi hann í Svíþjóð og sótti kennslu í kirkjusögu við Uppsalaháskóla. Jóhann hafði, áður en hann fór utan, verið settur kennari í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og var skipaður kennari þar, er hann kom heim, 1937.

Skólastjóri þess skóla hefir hann verið nú um 10 ára skeið, frá 1944. 

Kona hans er Aðalheiður Halldórsdóttir frá Bakkaseli í Öxnadal og eiga þau einn son og tvær dætur.
-------------------

Jóhann Jóhannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann Jóhannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

mbl.is  3 apríl 1981

JÓHANN JÓHANNSSON skólastjóri. Fæddur 7. nóv. 1904. Dáinn 30. des. 1980.

Þann 30. des. s.l. lést í Reykjavík Jóhann Jóhannsson. fyrrv. skólastjóri Gagnfræðaskólans hér í Siglufirði. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa minningargrein um Jóhann hér íblaðið. en mikið hefur verið skrifað um þennan mæta mann í öðrum blöðum Einherja þykir samt hlíða að flytja honum einlægar þakkir, fyrst og fremst fyrir hans farsælu störf að skóla- og uppeldismálum í þágu þessa bæjar.

Eins og kunnugt er var hann skólastjóri hér um þriggja áratuga skeið, og það er hafið yfir allan efa, að störf hans þar hefðu ekki verið betur rækt að öðrum, enda var Jóhann einn af þekktustu skólastjórum landsins. Allur hans nemendahópur, sem skiptir hundruðum gegnum árin, mun minnast hans með þakklæti og virðingu.

Foreldrar nemenda hans báru einnig mikið traust til Jóhanns, því undir handleiðslu hans var börnum þeirra borgið. Jóhann var mikill félagshyggjumaður og aflaði sér hvarvetna trausts og virðingar. Hann var einlægur og lagði ávallt gott til allra mála, sem um var fjallað. Það er sjónarsviptir að slíkum mönnum. Einherji telur sig mæla fyrir mikinn fjölda Siglfirðinga, þegar hann sendir ekkju hans, frú Aðalheiði Halldórsdóttur og börnum þeirra hjóna, Jónínu, Stefaníu Maríu og Jóhanni Heiðari og barnabörnum, innilegustu samúðarkveðjur, um leið og við minnumst þessa horfna manns — kostamanns.

----------------------------------------
Tíminn 8 janúar 1981

Jóhann Jóhannsson f. d. 7. 30. nóv. 1904 des. 1980 fyrrverandi skólastjóri

„Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn fri" Miðvikudaginn 30. des. sl., nokkru eftir hádegi lést Jóhann Jóhannsson fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Um hádegisbil nefndan dag sat hann á fundi i Rotaryklúbbi Kópavogs, en félagi þeirrar hreyfingar hafði hann verið um áratugaskeið i Siglufirði og Kópavogi.

A leið til starfa á skrifstofu Fasteignamats ríkisins i Reykjavik, hné hann niður og var allur á samri stundu. Gamlaársdagssamtalið Á annan dag jóla hringdi Jóhann Jóhannsson í mig. Sá var siður okkar að hafa tal hvor af öðrum um þennan árstima. Við spjölluðum um daginn og veginn og ekki síst um árin okkar fyrir norðan.

Er við kvöddumst varð það að samkomulagi að næst hringdi ég i hann og þá að sjálfsögðu á gamlársdag, en þann dag höfðum við, með örfáum undantekningum, ræðst við síðastliðin 45 ár. Gamlársdagssamtalið 1980 féll niður. Þess i stað settist sorg og söknuður að i hugum okkar, sem átt höfðum Jóhann Jóhannsson að vini. Enn einu sinni höfðum við verið á það minnt að „Fótmál dauðans fljótt er stigið"

Útför Jóhanns skólastjóra fer fram i dag og langar mig til að minnast þessa mæta manns og merka á þessum degi. „Lifið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið" Jóhann Jóhannsson varfæddur 7. nóv. 1904 á Halldórsstöðum i Saurbæjarhreppi i Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin, Jóhann Sigurðsson, Jóhannessonar, bónda á Gilsá i Eyjafirði og Stefanía  Sigtryggsdóttir Sigurðssonar, bónda á Úlfá, sem var fremsti bær i Eyjafirði vestan ár.

Þau hjón hófu búskap á Arnarstöðum i sömu sveit, en sambúð þeirra varð skömm, því að Jóhann bóndi andast þ. 15. júní 1904 að ófæddu fyrsta barni þeirra hjóna. Við andlát Jóhanns flyst ekkjan til foreldra sinna, er þá bjuggu á Halldórsstöðum og þar fæddist Jóhann sonur þeirra hinn 7. nóv. 1904, svo sem fyrr sagði. Árið 1906 giftist Stefanía móðir hans, Pétri Tryggvasyni, hinum ágætasta manni og hófu þau búskap á KolgrÍmsstöðum í Eyjafirði en flutti siðar að Skáldstöðum i sömu sveit.

Jóhann Jóhannsson ólst upp hjá móður sinni og stjúpa i glaðværum hópi sex hálfsystkina. Þegar minningar frá bernskuheimilinu báru á góma hjá Jóhanni, var afar bjart yfir þeim. Hlutur móðurinnar var i upprifjaninni að sjálfsögðu mestur, en engum duldist þó að Jóhanni hafði ætið þótt vænt um stjúpföður sinn sem reynst hafði honum sem besti faðir á meðan hann lifði. Systkinahópurinn var samstæður og skemmtilegur. Allt varð það manndómsfólk, ætt sinni og ættlandi til sóma.

A uppvaxtarárum Jóhanns var séra Þorsteinn Briem sóknarprestur i Grundarþingum. Það var almannárómur i sóknum hans að hann hafði með kenningum sinum og þá ekki siður breytni haft djúptæk áhrif á sóknarbörnin og þá ekki síst á fermingarbörn sin en þeirra á meðal árið 1919 var Jóhann. Séra Þorsteinn varð fljótt var við námslöngun, gáfur og viljafestu hjá Jóhanni Jóhannssyni og hvatti hann til „langskólanáms" eins og það var kallað. Þrátt fyrir litil efni og takmarkaða fjárhagsaðstoð úr foreldrahúsum braust Jóhann til mennta og árið 1930 lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri.

Skólanum var slitið á Möðruvöllum þetta sumar, skírteinin afhent og húfur settar upp á túninu, en sem kunnugt er var skólinn stofnaður á Möðruvöllum og starfræktur þar um árabil þótt eigi hefði hann rétt til að útskrifa stúdenta, en þau réttindi fékk hann einmitt árið sem Jóhann útskrifaðist. Oft minntist Jóhanns þessa dags og þá ætið með bros á vör. Stórum áfanga var lokið að settu marki. Að loknu  stúdentsprófi valdi Jóhann sér guðfræði til framhaldsnáms. Hann hóf nám i Háskóla Íslands haustið 1930.

Samhliða háskólanáminu var hann i Kennaraskóla Íslands og að afloknu kennaraprófi vann hann fyrir sér öll sin háskólaár með kennslu, þá var ekki námslánum til að dreifa. Kandidatsprófi i guðfræði lauk hann með 1. einkunn 1935. Ævistarfið hafið Árið 1935 vantaði kennara að Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Nokkrir sóttu um starfið og ég minnist þess að beðið var i Siglufirði með nokkurri eftirvæntingu hver yrði fyrir valinu.

Því hvort tveggja var að i þá daga var sá kennari talinn heppinn sem hlaut starf við framhaldsskóla og í annan stað vissu foreldrar vel hverju það varðaði börn þeirra að fá góð'- an kennara og leiðtoga að skóla þeim er börn þeirra áttu að sækja. Það varð því ánægjuefni á Siglufirði er það spurðist að fyrir valinu hefði orðið ungur og reglusamur guðfræðingur. Og raun varð vonum betri.

Kynni okkar Jóhanns hófust þetta sama ár er hinn ungi guðfræðingur hóf starf við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Með okkur tókst fljótt vinátta sem haldist hefur æ síðan. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og á ég þessum vini mínum margt að þakka. Margt kvöldið ræddum við saman um, svo að segja allt á milli himins og jarðar, og stundum það sem við tæki bakvið fortjald dauðans, sem vinur minn hefur nú fengið að sannreyna.

Oft slógum við í slag og margar fórum við skíðaferðirnar i Hólsdali. Hlé varð á þessum samvistum okkar er Jóhann fór til framhaldsnáms við Uppsalaháskóla en til þess hafði hann fengið kandidatsstyrk frá Háskóla Íslands, lagði hann stund á kirkjusögu. Var það veturinn 1938. Hinn 10. október 1944 var hann svo skipaður skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og gegndi því starfi til ársins I974erhann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Árið 1956 fór Jóhann skólastjóri i boði Bandaríkjastjórnar i náms og kynnisför um Bandaríkin og ári siðar, eða 1957, fór hann til nokkurra Evrópulanda til að kynna sér skólamál. Jóhann hafði tekið við skólastjórn af Jóni Jónssyni frá Böggvisstöðum sem varð fyrsti skólastjóri hins nýja gagnfræðaskóla. Í hlut Jóns hafði því komið að móta skólann, sem hann gerði með þeim ágætum að hann var virtur af nemendum og vel metinn af foreldrum þeirra.

Það var því ekki vandalaust að taka við skólastjórn af honum en Jóhanni tókst það með einstakri prýði. Hann varð brátt einn af þekktustu skólastjórum landsins og i miklu aðhaldi hjá þeim Siglfirðingum sem áttu börn sin undir hans handleiðslu. Jóhann tók virkan þátt i félagsmálum Siglfirðinga.

Hann var meðal stofnenda Stúdentafélags Siglufjarðar. Sat lengi i stjórn Norræna félagsins og i stjórn Roratyklúbbs Siglufjarðar eins og áður segir, svo eitthvað sé nefnt. Það var mál manna er best til þekktu að sérlega gott væri að vinna með Jóhanni að félagsmálum. Hann var einlægur og ötull en laus við allar öfgar og lagði jafnan gott til allra mála er hann kom nálægt.

Árið 1945 kvæntist Jóhann Aðalheiði Halldórsdóttur Jóhannssonar frá Bakkaseli i Öxndal, hinni ágætustu konu og eru börn þeirra þau Jóhann Heiðar læknir, kvæntur Elinu Þórdísi Björnsdóttur, — Stefanía Maria, hjúkrunarfræðingur, gift Finni Nielsen viðskiptafræðingi og Jónina kennari, búsett i foreldrahúsum. Barnabörnin eru fjögur. Jóhann var mikill fjölskyldufaðir og naut þess, hann var og mikill hamingjumaður.

Ungur hlaut hann góða menntun, fékk starf við sitt hæfi og naut góðrar heilsu alla tíð, eignaðist góða konu og myndarbörn sem bera foreldrum sinum og uppeldi fagurt vitni. Hann var og virtur vel af samborgurum sinum. Að leiðarlokum Þegar ég nú á kveðjustund lít til baka og hugsa um lif og starf Jóhanns Jóhannssonar og dreg af því ályktanir, tel ég hann með bestu mönnum sem ég hefi' kynnst.

Hann var jafnan sjálfum sér samkvæmur, orðvar, ákveðinn og traustur. Hann var skapstillingarmaður og hafði fastmótaðar skoðanir. Við vinir Jóhanns munum jafnan minnast hans sem einstaks mannkostamanns og tryggðatrölls og þökkum honum um leið langa kynningu i gegnum árin.

Nú ræðumst við Jóhann skólastjóri, ekki oftar við i síma, en ef ég fengi upphringingu likt og á annan jóladag myndi ég segja við hann: „hafðu þökk fyrir vináttu þína og störf á meðal okkar sem urðu svo mörgum til gagns og blessunar." Ég og fjölskylda mín sendum frú Aðalheiði, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur. Við biðjum þess að minningarnar um góðan föður og afa verði ljósi ranni, þegar sorg og söknuður sækir á hugann og skammdegismyrkrið er sem svartast.

Jón Kjartansson. 
---------------------------------------------

Jóhann Jóhannsson frv. stjóri frá Siglufirði varð kvaddur þann 30. des. s.l. 1981. Með Jóhanni er horfinn af sjónarsviðinu mikilhæfur en hugljúfur persónuleiki. Jóhann var kennari og guðfræðingur að mennt og vann næstum allan sinn starfsaldur við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar fyrst sem kennari og síðan skólastjóri um þrjátíu ára skeið.

Ég kynntist Jóhanni fyrst sem rótaryfélaga þegar hann við stofnun Roratyklúbbs Kópavogs mætti sem umdæmisstjóri Rotary International. Þannig var Jóhann Jóhannsson einn þessara gáfu og gjörvleika manna sem ávallt eru falin hin vandasamari trúnaðarstörf — hann vann sér ávallt allra traust og þannig var það einnig innan rótaryhreyfingarinnar.

Þegar Jóhann lét af störfum við skólastjórn Gagnfræðaskóla Siglufjarðar flutti hann í Kópavog og gerðist nú félagi í þeim rótaryklúbbi er hann hafði áður átt þátt i að stofna. Það var mikill fengur að því að eiga Jóhann að þessi ár og þar eins og viðar skilur hann eftir ófyllt skarð. Fyrir þrem árum hóf Jóhann að vinna smávegis fyrir Fasteignamat ríkisins við yfirlestur á ýmsu efni sem stofnunin gefur út og sendir frá sér svo og við niðurröðun skjala til varðveislu.

Við þessi störf og þau kynni er af þeim leiddu kom fljótt upp sú staða að menn fóru að leita til Jóhanns. Ef Jóhann hafði lesið yfir eitthvað efni þá var óhætt að láta það frá sér fara. Þannig var Jóhann Jóhannsson hinn yfirlætislausi en trausti maður sem aldrei sagði of eða van um nokkurn hlut en allir treystu. Þó Jóhann hafi þegar lokið miklu og góðu æfistarfi þá kom það okkur sem unnum með honum á óvart að hann skyldi kveðja nú svo skyndilega, honum virtist aldrei misdægurt.

En svona er lifið, skin og skúrir, sem ekki gera boðá undan sér. Jóhann Jóhannsson var hamingjusamur maður. Hann var vel menntaður og naut hæfileika sinna i farsælu starfi. Hann átti góða konu sem bjó honum fagurt og friðsælt heimili og hann eignaðist mannvænleg börn og barnabörn sem hann naut návistar við i frítímanum. Við sem unnum með Jóhanni á Fasteignamati ríkisins söknum vinar I stað og sendum eiginkonu hans Aðalheiði Halldórsdóttur, börnum og barnabörnum svo og venslafólki okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Og þakka Jóhanni ánægjuleg kynni sem ég met mikils og bið Guð að blessa minningu hans.

Guttormur Sigurbjörnsson.
-------------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 01.12.1964

Jóhann Jóhannsson SKÓLASTJÓRI — SEXTUGUR

Hinn 7. dag desembermánaðar átti hinn mæti borgari og skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Jóhann Jóhannsson, sextugsafmæli. Hann er Eyfirðingur að ætt, fæddur á Halldórsstöðum í Eyjafirði, 7. nóv. 1904.

Voru foreldrar hans Stefanía Sigtryggsdóttir og Jóhann Sigurðsson, búendur þar, komin af traustu bændafólki eyfirsku.

Hann hóf nám við gagnfræðaskólann á Akureyri, sem síðar var gerður að Menntaskóla Norðurlands, og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1930. Kandidatsprófi í guðfræði lauk hann við Háskóla Íslands vorið 1935. Kennaraprófi mun hann hafa lokið 1934. Hann fór utan til Svíþjóðar og stundaði framhaldsnám í kirkjusögu við Uppsala háskóla, veturinn 1937—'38. 1. okt. 1937 er hann skipaður kennari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Árið 1944 sagði Jón Jónsson, sem gegnt hafði skólastjórastarfinu við skólann frá byrjun, upp skólastjórastarfinu og flutti héðan.

Þá var Jóhann settur og síðan skipaður skólastjóri, og hefur gegnt þeim starfa fram að þessu. Í höndum Jóhanns hefur skólanum farnast vel. Að vísu var við ýmsa örðugleika að etja og vandi á ferðum að láta skólann gegna sínu hlutverki gagnvart nemendum og kennurum, á ýmsum sviðum, á meðan hann bjó við þröngan og óþægilegan húsakost.

En með sérstakri árvekni, áhuga og frábærri lipurð, tókst honum að víkja að mestu úr vegi því sem erfiðast var viðfangs, og fleyta skólanum farsællega í þá höfn, sem beðið var eftir, en sú höfn var nýtísku skólahús. Það er öruggt, að einna mesta ánægjustund í lífi skólastjórans mun hafa runnið upp, þegar hann gat leitt nemendahop sinn og kennaralið inn í þetta nýja og myndarlega hús.

Í þessum nýju húsakynnum hefur skólamun farnas vel, enda eru vinnuskilyrði þar öll önnur en á gamla staðnum. Skólastjórinn hefur unnið markvisst að því að létta kennslustörfin, bæði með auknum kennslutækjakosti og á ýmsan annan hátt, og beitt sér fyrir að nemendum bjóðist tilvalið tækifæri til að njóta fjölbreyttrar. og haldgóðrar fræðslu. Það hefur farið orð af því, að nemendur, sem lokið hafa landsprófi hér, séu engir eftirbátar nemenda frá öðrum skólum, þegar þeir koma í æðri skóla. Er það mikið gleðiefni Siglfirðingum, sem ber að þakka fyrst og fremst skólastjóra, svo og góðu kennaraliði.

Jóhann skólastjóri er giftur Aðalheiði Halldórsdóttur, bónda á Löngumýri og Vöglum í Skagafirði, síðast í Bakkaseli. Standa þar að baki traustar og virðulegar bændaættir.

Frú Aðalheiður er meðal ágætustu húsfreyja. Hún hefur búið manni sínum sérlega snoturt og aðlaðandi heimili. Hún hefur staðið traustlega við hlið manns síns í hans vandamikla starfi, og kennt handavinnu við skólann, þegar ekki hefur annar kennari fengist, til þess að sú nauðsynlega námsgrein falli ekki niður.

Á frúin miklar þakkir skilið fyrir þá aðstoð við skólann. Eins og áður er getið á Jóhann skólastjóri sextíu ár að baki. Rétt mun vera, að um leið sé hann að byrja 28. starfsár sitt við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Þegar til baka er litið yfir liðinn áfanga, er bjart yfir námsbraut skólastjórans, og starfsárum hans stefnt til farsældar fyrir þjóð vora.

Á þessum merku tímamótum í lífi skólastjórans flögra hlýjar heillaóskir að heimi hans. Við þökkum honum merkileg störf í þágu bæjarfélagsins, og' væntum þess að mega njóta starfskrafta hans sem lengst. Við óskum þess, að þú, skólastjóri góður, og fjölskylda þín verði æ umvafin blessun hins besta, og góðra vætta gæslu.

Árið 1995