Ingibjörg Kristjánsdóttir (Hadda)

Ingibjörg Kristjánsdóttir fæddist á Siglufirði 21. febrúar 1935. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 1. desember 2012.

Foreldrar Ingibjargar voru Kristján Eiríksson, trésmiður frá Sölvanesi í Skagafirði, f. 22. október 1894, d. 22. október 1966 og Sigrún Sigurðardóttir, frá Sauðárkróki, húsmóðir, f. 8. maí 1913, d. 9. júní 1976.  

Systkini Ingibjargar eru: 

  • 1) Jóhanna Kristjánsdóttir, látin, 
  • 2) Ragnar Kristjánsson, látinn, 
  • 3) Hilmar Kristjánsson, látinn, 
  • 4) Margrét Kristjánsdóttir, látin, 
  • 5) Rut Kristjánsdóttir, látin, 
  • 6) Sigurður Kristjánsson, 
  • 7) Kolbeinn Kristjánsson, látinn, 
  • 7) Aðalheiður Kristjánsdóttir, 
  • 8) Hulda Kristjánsdóttir, 
  • 9) Sóley Kristjánsdóttir,
  • 10) Halldór Kristjánsson, 
  • 11) Eiríkur Kristjánsson og 
  • 12) Guðmundur Kristjánsson.
Ingibjörg Kristjánsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Ingibjörg Kristjánsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Á árinu 1960 giftist Ingibjörg Óskar Karli Stefánsson, f. 27. nóvember 1932 í Hafnarfirði. Foreldrar:

Stefán Stefánsson og Þórunn Ívarsdóttir.

Ingibjörg og Karl byrjuðu sinn búskap á Holtsgötunni hjá foreldrum Karls, þar til þau höfðu byggt sér raðhús við Álfaskeið í Hafnarfirði.

Börn þeirra eru:

1) Kristján Freyr Karlsson, f. 12. október 1960. Barn 
  • Steinunn Sv. Kristjánsdóttir, f. 17. ágúst 1987, barnsmóðir Ólöf Erlingsdóttir, f. 20. maí 1956.
     
2) Úlfar Karlsson, f. 7. júlí 1962, eiginkona Erna Sæbjörnsdóttir, f. 15. mars 1962, börn þeirra eru 
  • Alda Úlfarsdóttir, f. 27. apríl 1986 og 
  • Þórey Úlfarsdóttir, f. 19. nóvember 1989.

Ingibjörg og Óskar Karl skildu.

Ingibjörg ólst upp á Siglufirði í stórum systkinahópi og byrjaði snemma að vinna í síldinni eins og allir gerðu á þeim árum, enda varð til megnið af útflutningstekjum landsins á Siglufirði í þá daga.

Fljótlega hóf Ingibjörg nám við hjúkrun og starfaði sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, lengst sem ljósmóðir á Sólvangi í Hafnarfirði og sem hjúkrunarfræðingur á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Hún var alla tíð vel metin og forkur til vinnu.

Um árabil starfaði hún einnig í Kaupmannahöfn við hjúkrun. Eftir skilnað bjó Ingibjörg að Skálagerði 9 í Reykjavík og hélt heimili með eldri syni sínum Kristjáni Frey.

Undanfarin ár hafa margir góðir sigrar unnist þar sem Ingibjörg barðist við illvígan sjúkdóm. Við fengum að njóta nærveru Ingibjargar vegna þrautseigju hennar og ótrúlegs lífsvilja.