Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir (Inga á Eyri)

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Inga á Eyri eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Vestdalseyri í Seyðisfirði 10. nóvember 1917.  Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 7. maí 2004. 

Foreldrar hennar voru hjónin Oddfríður Ottadóttir húsmóðir og verkakona, f. 27. júlí 1882 á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, d. 30. september 1961, og Sveinbjörn Árni Ingimundarson sjó- og verkamaður, f. 26. desember 1878 á Tungubakka í A-Húnavatnssýslu, d. 4. ágúst 1956. 

Systkini Ingibjargar eru: 

Hallfríður Jóna Lindhart, hálfsystir, f. 8. desember, bjó í Danmörku, látin; Svava, f. 25. október 1908, d. 15. desember 1983, var búsett á Seyðisfirði;Sveinn Jóhann, f. 22. september 1910, drukknaði við heyflutninga í Seyðisfirði 23. september 1930; 
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,

Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 31. október 1911, d. 9. júní 2002, var búsett á Seyðisfirði; 
Ingi Vilberg Sveinbjörnsson, f. 29. apríl 1913, d. 12. júlí sama ár. 
Daníel Sveinbjörnsson f. 15. júlí 1914, d. 5. október sama ár;
Ingvi Hrafn Sveinbjörnsson, f. 1. júlí 1915, drukknaði með bræðrum sínum 23. september 1930, 
Ingimundur Sveinbjörnsson, f. 4. nóvember 1916, drukknaði með bræðrum sínum 23. september 1930; 
Otti Vilbergur Sveinbjörnsson, f. 20. júlí 1920, búsettur á Seyðisfirði. 
Ingibjörg eignaðist soninn 

Ingvi Jóhann Svavarsson, f. 26. janúar 1934, maki Hulda Halldóra Gunnþórsdóttir, f. 1935, börn þeirra eru
  • Katrín Dagmar Ingvason, f. 1958, 
  • Oddfríður Lára Ingvason, f. 1961, 
  • Hjördís Hrund Ingvadóttir, f. 1965, 
  • Gunnþór Björn Ingvason, f. 1968. 

Hinn 6. desember 1942 kvæntist Ingibjörg Jón Sigurðsson frá Eyri á Siglufirði, f. 17. júní 1914, d. 12. janúar 1982.

Ingibjörg og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru: 

1) Sigurður Jónsson, f. 17. ágúst 1946, maki Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 1942, og á hann eina fósturdóttur, 
  • Ólöfu Ingimundardóttur, f. 1964. 

2) Sveinbjörn Jónsson, f. 14. maí 1948, maki Björg Hjartardóttir,
börn þeirra eru
  • Ingibjörg, f. 1971, 
  • Jón Hjörtur, f. 1972, og 
  • Unnþór, f. 1974. 

3) Skúli Jónsson, f. 11. janúar 1951, maki  Þórunn Kristinsdóttir, f. 1960, d. 31. janúar 2018.
Börn þeirra eru
  • Bára Kristín Skúladóttir, f. 1980, 
  • Sigurður Davíð Skúlason, f. 1990, og 
  • Eyrún Sif Skúladóttir, f. 1991. 

4) Sævar Jónsson, f. 18. nóvember 1953, maki Álfheiður Heiða Sigurjónsdóttir, f. 1952, börn þeirra eru
  • Ólafur Smári, f. 1970, 
  • Jón Ingi, f. 1974, 
  • Ægir Kristinn, f. 1979. 
5) Oddfríður Jónsdóttir, f. 27. júlí 1955, maki Sigfús Tómasson vélstjóri, f. 1950, börn þeirra eru
  • Sigríður Gréta Sigfúsdóttir, f. 1978, 
  • Aðalheiður Sigfúsdóttir, f. 1984, og 
  • Herbert Ingi Sigfússon, f. 1990. 

Langömmubörnin eru 17 talsins.

Ingibjörg ólst upp á Vestdalseyrinni, og fluttist með fjölskyldunni inn í kaupstaðinn skömmu eftir að bræður hennar drukknuðu.

Er hún var nokkurra ára var hún smátíma í fóstri hjá þeim hjónum Lára Bjarnadóttir frá Hvanneyri í Siglufirði og Gísli Lárusson, en fór svo aftur til foreldra sinna.

Ung að árum fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á Hótel Heklu og einnig aðstoðaði hún móðursystur sína Pálína Ottadóttir við verslun þá er hún rak á Baldursgötu 36 í Reykjavík og eins við heimilisstörf.

Fyrir sunnan kynntist hún eiginmanni sínum og fluttust þau til Siglufjarðar, festu þar kaup á húseigninni við Hvanneyrarbraut 28b og bjuggu þar allan sinn búskap.

Ingibjörg vann við ýmis störf með húsmóðurstarfinu, við síldarsöltun og fiskvinnslu. Ingibjörg tók virkan þátt í félagslífi á Siglufirði. Hún var félagi í Slysavarnafélaginu Vörn á Siglufirði og var kjörin heiðursfélagi 1992.

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir og maki hennar Jón Sigurðsson frá Eyri

Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir og maki hennar Jón Sigurðsson frá Eyri