Ingólfur Kristjánsson tollvörður

Ingólfur Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit 12. október 1902.  Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 15. maí 1998. 

Foreldrar hans voru hjónin  Kristján Jónsson, bóndi á Skerðingsstöðum, og Agnes Jónsdóttir.

Kristján og Agnes eignuðust 14 börn en tvö þeirra dóu í frumbernsku og 7 af þeim sem upp komust eru látin.

Eftirlifandi systkini Ingólfs eru:

 • Ingibjörg,
 • Ingigerður,
 • Halldór,
 • Halldóra  
 • Finnur.
Ingólfur Kristjánsson

Ingólfur Kristjánsson

Ingólfur kvæntist 14. mars 1926 Guðrún Jónsdóttir, f. 9. ágúst 1900, frá Marbæli í Óslandshlíð í Skagafirði, en hún lést 19. mars 1979.

Ingólfur og Guðrún eignuðust tvö börn: 

1) Agnar Kristján Ingólfsson, (Agnar Ingólfsson) loftskeytamaður, f. 24. júní 1927, lést af slysförum 29. desember 1962. 
2) Anna Jóna Ingólfsdóttir, húsmóðir, f. 29. nóvember 1931, maki Jón Sveinsson, fyrrv. skipstjóra.
Þeirra börn eru:
 • Ingólfur Jónsson, f. 17. október 1952, k.h. er Ragna Halldórsdóttir. Ingólfur á fjögur börn;
 • Guðrún, f. 2. ágúst 1954, hún á tvö börn.
 • Fósturdóttir þeirra og systurdóttir Guðrúnar er
 • Sólveig Ólafsdóttir, lögfræðingur, f. 7. janúar 1948, maki Jónatan Þórmundsson, prófessor.
 • Sonur þeirra er
 • Þórmundur, f. 3. apríl 1972, k.h. er Sóley Halldórsdóttir og eiga þau eitt barn.

Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skerðingsstöðum. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1924 og stundaði nám í íþróttaskóla Nielsar Bukh í Ollerup á Fjóni 1924-1925. Hann var íþróttakennari við Alþýðuskólann á Eiðum 1927- 1935 og kenndi íþróttir á sumrin víða um land.

Hann var tollvörður á Austfjörðum 1935- 1943 með búsetu á Reyðarfirði. Árið 1943 gerðist hann tollvörður á Siglufirði og var síðan yfirtollvörður þar frá 1946- 1972, er hann lét af störfum vegna aldurs. Ingólfur gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa fyrir stofnanir og félög. Hann var alla tíð mikill hestamaður og sinnti því áhugamáli sínu af atorku og dugnaði til hinsta dags. 

Samtýningur

Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Kristjánsson

Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Kristjánsson