Tengt Siglufirði
Jakob Ármannsson. Hann fæddist í Reykjavík 7. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí 1996.
Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hildur Sigríður Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988.
Bróðir hans er Svavar Jakobsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20. ágúst 1941.
Jakob giftist 16. ágúst 1969 Signý Thoroddsen, sálfræðingur, f. 13. ágúst 1940, og áttu þau fjögur börn. Þau eru:
1) Bergljót Njóla, f. 28. maí 1962, maki Halli Magnússyni, f. 8. apríl 1962. Þau skildu en eiga eina dóttur, Álfrún Els Jakobsdóttir, f. 25. apríl 1990.
2) Ármann Jakobsson, f. 18. júlí 1970.
3) Sverrir Jakobsson, f. 18. júlí 1970.4) Katrín Jakobsdóttir, f. 1. febrúar 1976.
Jakob fluttist ársgamall til Akureyrar og bjó þar í níu ár
en síðan á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 en var inspector scholae 1958-1959.
Næstu ár var hann við nám við Háskóla
Íslands en árið 1960 1961 við Háskólann í St. Andrews í Skotlandi.
Einnig kenndi hann við Hagaskóla í Reykjavík 19611962 og vann ýmis önnur störf, m.a. við síldarvinnslu á Siglufirði. Árið 1967 hóf Jakob störf við Útvegsbanka Íslands og varð skömmu síðar aðstoðardeildarstjóri ábyrgðadeildar en deildarstjóri 19711977.
Hann var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 19731987, í fullu starfi 19771980, sérfræðingur og fulltrúi bankastjórnar við Útvegsbanka Íslands 1980 1987.
Frá stofnun 1987 til loka ársins 1989 var Jakob aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans hf. en síðan sérfræðingur hjá Íslandsbanka hf. í níu mánuði árið 1990. Jakob var aðstoðarmaður bankastjórnar Búnaðarbanka Íslands og sérfræðingur í erlendum viðskiptum frá 1. september 1990.
Hann var framkvæmdastjóri dótturfyrirtækja bankans, Grænabæjar hf. og Urðar hf. og sat í stjórn hlutabréfasjóðsins Auðlindar 19931996. Einnig var hann varamaður í stjórn Fiskveiðasjóðs 19871990.
Jakob varð Íslandsmeistari í brids með sveit Hjalta Elíassonar 1971 og 1974 og var um árabil í skáksveit og bridssveit Útvegsbankans.
Hann sat í dómnefnd Bridssambandsins um árabil. Jakob verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju