Jóhann Örn Matthíasson

Jóhann Matthíasson fæddist á Akureyri 2. september 1945. Hann lést 20. ágúst 2012. 

Jóhann fluttist ungur, ásamt foreldrum sínum til Siglufjarðar.
Foreldrar hans voru 

Matthías Jóhannsson og Jóna Vilborg Pétursdóttir, bæði látin. 

Jóhann var elstur níu systkina.

Hinn 1. september 1968 kvæntist Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni,  Hulda Ágústsdóttir, f. 1948. 

Jóhann og Hulda eignuðust fjögur börn: 

  • 1) Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 1969, maki Ómar Traustason, þau eiga þrjú börn. 

  • 2) Kristjana Jóna Jóhannsdóttir, f. 1971, maki Höskuldur Kr Guðmundsson, þau eiga þrjú börn.

  • 3) Sigurður, f. 1980. 

  • 4) Árni Jóhannsson, f. 1982, maki Ásdís Ósk Elfarsdóttir.
Jóhann Örn Matthíasson

Jóhann Örn Matthíasson

Jóhann stundaði sjómennsku frá 13 ára aldri, hann lét af störfum í mars á þessu ári. Jóhann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Akraness í mörg ár.

nn
=============================

Jóhann Örn, sem var elstur af níu systkinum. Andlát bróður okkar bar of fljótt að, að okkar mati. En hver erum við að dæma það? Jóhann bróðir okkar var liðtækur áhugaljósmyndari allt sitt líf og liggja eftir hann mannlífsmyndir og skipamyndir, frá Siglufirði og víðar, í þúsundatali. 

Þessi áhugi Jóa bróður okkar kom sér vel þegar þeir félagar í Hafliðafélaginu fóru að leita að heimildum um Hafliða SI 2. Reyndist hann þeim haukur í horni, og lét hann þá fá myndir til eignar um Hafliða SI 2 og áhafnir. Jóhann byrjaði ungur á sjó eða stuttu eftir fermingu, á Elliða SI 1. Jóhann var á Elliða SI 1 alveg þar til hann fórst hinn 10. febrúar 1962.

Síðan var hann á ýmsum öðrum skipum eins og flutningaskipinu Haferninum,*)  Hafliða SI 2, Hafnarnesi SI og mörgum fleiri. 

Jóhann flutti með fjölskyldu sína frá Siglufirði áramótin 1972/73 á Akranes og stundaði þar sjóinn hjá ýmsum aðilum en lengst af hjá HB, sem síðar varð HB Grandi. Jóhann starfaði mikið að kjara- og öryggismálum sjómanna. Hann var stjórnarmaður og formaður sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness í áratugi. 

Honum var mjög umhugað um réttindi sjómanna og verkafólks og öll almenn mannréttindi. Þá er maður hitti Skagamenn á förnum vegi könnuðust þeir flestir við Jóa bát. Það segir mikið til um hvað líf hans snerist.  -- 

Elísabet, Hjördís, Pétur Bj., Halldóra, Matthildur, Stella María og Braghildur Matthíasbörn.
------------------------------------------

Jóhann Örn Matthíasson var traustur og góður vinur minn til margra ára.  Við unnum lengi saman á og við Löndunarbryggju SR.

Vorum mikið saman varðandi ljósmyndatökur og framköllum þeirra. Megnið af ljósmyndum hans færði hann Ljósmyndasafni Steingríms, (síðar Ljósmyndasafn Siglufjarðar) sem í dag er í vörslu hjá Síldarminjasafni Íslands. 

Margar góðar (allar góðar) minningar á ég í huga mér, hvað okkar samveru og samvinnu varðaðar. 

Góður drengur sem lést alltof ungur.

Steingrímur Kristinsson.

*) ath. Jóhann var aldrei skipverji á Haferninum eins og sagt er hér ofar: sk.