Johan F Landmark -Trésmiður á Siglufirði.

Mjölnir 22 október 1947:
Johan Landmark, Hafnargötu 10, á sextugsafmæli í dag (1947)

Johan er norskur að ætt, en tók sér búsetu hér árið 1915. 

Hann stundaði  fyrst síldarsöltun en allmörg hin síðari ár hefir hann starfað við trésmíði, mest hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Er Johan hinn bezti samstarfsmaður, léttur í lund og trygglyndur, en ákveðinn ef því er að skipta. 

Vil ég óska honum gæfu og gengis á óförnum árum, sem ég vona ,að verði bæði björt og hlý. 

     S 
-----------------------------------------------------

Johan Landmark  f. 22-10-1887 d. 29-11-1959

Johan Landmark -  Ljósmynd: Kristfinnur

Johan Landmark - Ljósmynd: Kristfinnur

Jóhann og kona hans Valgerður Ólavía Eðvaldsdóttir Landmark, f. 1891, d. 1980 áttu kjörbarn sem hét Ester Landmark, hún fæddist á Akureyri 16. maí 1915. Hún lést þriðjudaginn 24. janúar 2006 -Uppeldissystir hennar var Steinfríður Petra Landmark, f. 1921, d. 1988.