Hanna María Ísaks

Hún fæddist á Siglufirði 29. október 1935. Hún lést á heimili sínu 13. mars 1996. 

Móðir hennar var Einrún Ísaksdóttir, fædd 27.11. 1905, d. 7.3. 1981. 

Systkini: 

  • Edda Ísaks, f. 28.4. 1934. 

Hanna giftist Þorsteinn Birgir Egilsson 19.4. 1962,  - f. 27.1. 1935, d. 9.10. 1981. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 

1) Ellý Alda, f. 19.10. 1961, sambýlism. Stefán Karl Guðjónsson, f. 19.2. 1959,
dóttir
  • Ásrún Mjöll, f. 15.2. 1994. 

2) Sólrún Margrét, f. 12.4. 1964, sonur Birgir, f. 17.6. 1991, og 

3) Egill, f. 13.10. 1971. 
Hanna María Ísaks - mynd frá mbl.

Hanna María Ísaks - mynd frá mbl.

Útför Hönnu Maríu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 
--------------------------------------------------

Hanna frænka er dáin, þessa sorgarfrétt fengum við þegar við hringdum til að spyrjast fyrir um líðan hennar í síðustu viku. Það þyrmir yfir mann við svona tíðindi þó að við vissum að hún væri mikið veik, en það var trú okkar að hún fengi að lifa lengur á meðal ástvina sinna.

Hanna var gift Þorsteini Birgi Egilssyni, en hann lést langt um aldur fram.

Hönnu Maju og Birgi kynntist ég fyrst þegar við hjónin vorum að skreppa til Reykjavíkur í fríum á sumrin með börnin og gistum við oftast hjá þeim. Það var gott að koma til þeirra, hlýjar móttökur og glatt á hjalla. Birgir var gamansamur maður og ræðinn um margvísleg málefni. Hann var lengst af sjómaður, þá oftast stýrimaður, og síðan verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Það var gaman að tala við Hönnu Maju um ýmsa hluti, rætt var um andleg málefni, stjórnmál og landsins gagn og nauðsynjar, ekki vorum við alltaf sammála og deildum stundum en allt þó í góðu.

Henni voru eilífðarmálin hugleikin og hafði hún ákveðnar skoðanir á þeim málum og var á þeirri skoðun að annað líf tæki við af þessu. Ég var svolítið vantrúaður á þessa hluti, en er á annarri skoðun í dag. Hanna Maja er sennilega búin að hitta horfna ættingja héðan af jörðu sem nú eru á betra tilverustigi en við erum nú á, en því trúi ég núna, kannski lítur hún ásamt fleiri ættingjum til með okkur hér á jörðinni og þó best með þeim er hún unni mest, börnum sínum og barnabörnum.

Við Berta erum henni þakklát fyrir samveruna og velviljann og biðjum algóðan Guð að styrkja börnin og barnabörnin sem hennar sakna nú sárt, en þau eiga dýrmætar minningar um kærleiksríka og umhyggjusama móður og ömmu og verði það þeim styrkur í sorg sinni.

Sveinn Þorsteinsson.
-------------------------------------------------- 

Hanna María ísaks fæddist á Siglufirði 29. október 1935. Hún lést á heimili sínu 13. mars síðastliðinn.

Móðir hennar var Einrún ísaksdóttir, fædd 27.11. 1905, d. 7.3. 1981.

Systkini:

  • Edda ísaks, f. 28.4. 1934.

Hanna giftist Þorsteini Birgi Egilssyni 19.4. 1962, f. 27.1. 1935, d. 9.10. 1981. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru:

  • 1) Ellý Alda, f. 19.10. 1961, sambýlism. Stefán Karl Guðjónsson, f. 19.2. 1959, dóttir Ásrún Mjöll, f. 15.2. 1994.

  • 2) Sólrún Margrét, f. 12.4.1964, sonur Birgir, f. 17.6. 1991, og

  • 3) Egill, f. 13.10.1971. Útför Hönnu Maríu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Elsku Hanna mín. Ég vil í fáum orðum þakka þér samfylgdina í gegnum lífið. Eg kynntist Hönnu á Akureyri sumarið 1952 um 16 ára aldur og var það mitt lán að hún hugðist dvelja hjá vinkonu minni veturlangt. Tókust þá með okkur kynni sem hafa enst síðan. Hanna fluttist síðar með móður sinni til Reykjavíkur. Stuttu seinna fór ég á eftir henni og tóku þær mæðgur mér opnum örmum og var ég í fæði hjá þeim þann vetur.

Tíminn leið hratt, báðar festum við ráð okkar og fórum að eiga börn og færri stundir til samvista. Hanna missti manninn sinn langt fyrir aldur fram og tók hún því með miklu æðruleysi. Hanna var mikil saumakona enda listræn og lék allt í höndum hennar. Við Hanna tókum upp þráðinn aftur eftir að börnin fóru að eldast og leið varla sú vika, jafnvel dagur að ekki væri haft símsamband og skipst á skoðunum, oft var hlegið og hlegið, því Hanna sá skoplegu hliðina á tilverunni.

Hanna var sannur vinur í raun. Alltaf ef eitthvað amaði að, átti ég Hönnu að, hún hafði ráð undir rifi hverju og vil ég þakka henni allan þann stuðning sem hún veitti mér. Elsku Hanna, mig tók það sárt þegar veikindin þín uppgötvuðust og við sáum fram á að tíminn var naumur. Það gladdi mig að sjá þig á 60 ára afmælisdeginum þínum, hvað þú varst ánægð og stóðst þig vel. Perla sem þú verður ekki tínd upp af götunni og mun ég sárt sakna þín. Veit ég, að á móti þér verður tekið og þú tekur upp þráðinn í öðrum heimi.

Vil ég votta börnum þínum og barnabörnum, tengdamóður og öðrum ættingjum innilega samúð og bið Guð að styrkja ykkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.

Þín vinkona, Ingveldur Steindórsdóttir.