Daníel Þórhallsson útgerðarmaður m. fleiru

Daníel Þórhallsson - Fæddur 1. ágúst 1913 - Dáinn 7. september 1991 -

Hjartkær bróðir minn, Daníel, andaðist eftir langvarandi sjúkdóm á sjúkradeild Landspítalans, Hátúni 10b, Reykjavík, 78 ára að aldri og var hann jarðsunginn sl. mánudag. 

Hann var sonur hjónanna Þórhallur Daníelsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, og konu hans, Ingibjörg Friðgeirsdóttir.

Daníel ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum og glaðværum systkinahópi. Hann nam barnaskólafræðslu í foreldrahúsum. Eftir það lá leið hans í Samvinnuskólann í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan árið 1931. Frá unga aldri var hugur hans bundinn tónlistinni. Það kom fljótt í ljós að hann hafði fengið óvenju hreina og fagra söngrödd. 

Á heimili foreldra okkar var sú list í heiðri höfð. Hljóðfærin voru mörg og við systkinin vorum öll söngelsk. Húsmóðirin á heimilinu söng vel og lék á gítar og húsbóndinn lék á orgel." Það má segja að þessi eiginleiki bróður míns hafi ráðið örlögum hans.

Daníel Þórhallsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Daníel Þórhallsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Árið 1932 flyst hann til Siglufjarðar. Hinn kunni athafnamaður og söngstjóri Karlakórsins Vísis, Þormóður Eyjólfsson, bauð honum atvinnu og réð hann til sín sem tenórsöngvara í kór sinn. Með kórnum starfaði hann í mörg ár og var hann jafnframt einsöngvari þar og fór oft í einsöngsferðir um Norðurland. Hann fór með Karlakór Reykjavík í hina frægu Ameríkuferð árið 1946.

Þegar síldin kom aftur til Siglufjarðar eftir langa bið gerðist hann kaupmaður og útgerðarmaður þar. Hann gerði út síldarbáta og átti síldarplan. Hjálpsemi var ríkur þáttur í fari hans.

Hans stærsti sigur í þessum ágæta síldarbæ var þegar hann eignaðist hina fallegu og mætu konu, Dagmar Fanndal, dóttir Sigurður Fanndal og konu hans, Soffía Gísladóttir Fanndal. Með henni átti Daníel fjögur mannvænleg börn og barnabörnin eru sex.

Börnin eru:

  • Þórhallur Daníelsson, fulltrúi hjá SR, Siglufirði;
  • Sigurður Gunnar Daníelsson, tónlistarkennari, Hvammstanga, hans sambýliskona er Elínborg Sigurgeirsdóttir, skólastjóri,
  • Soffía Svava Daníelsdóttir, gjaldkeri á Sauðárkróki, hennar maður er Birgir Guðjónsson, yfirlæknir heilsugæslu,
  • Ingibjörg Danélsdóttir, bankafulltrúi í Íslandsbanka, hennar sambýlismaður er Sigurður Valdimarsson, bankafulltrúi í sama banka.

Ég votta Dagmar Fanndal mágkonu minni dýpstu samúð ásamt ofangreindri fjölskyldu hennar. Guð blessi sálu bróður míns.

Anna Þórhallsdóttir
------------------------------------------------------------------------

Það er. bjart yfir minningu Daníel Þórhallsson, útgerðarmaður og síldarsaltandi í Siglufirði, sem lézt á öldrunardeild Landspítalans 7. september 1991, eftir löng og ströng veikindi. Það var ekki aðeins að Daníel söng sig inn í hug og hjarta Siglfirðinga með sinni hreinu og fögru tenórrödd.

Hann var og hvers manns hugljúfi vegna glaðlyndis og góðvildar, sem hann miðlaði samferðamönnum sínum svo ríkulega af. Og hann lét hendur standa fram úr ermum, í þeirra orða beztu merkingu, í atvinnu- og félagsmálum bæjarbúa, meðan heilsa og þrek leyfðu. Daníel fæddist á Höfn í Hornafirði fyrsta dag ágústmánaðar árið 1913.

Foreldrar hans voru heiðurshjónin  Ingibjörg Friðgeirsdóttir frá Garði í Fnjóskadal og Þórhallur Daníelsson, kaupmaður á Höfn, ættaður frá Steinsstöðum í Skagafirði. Þau hjón voru brautryðjendur í atvinnulífi Hafnar. Ekki fór á milli mála að Daníel, sonur þeirra, hafði gott veganesti úr foreldrahús um í erfðum og uppeldi.

Að loknu hefðbundnu unglinga námi í Höfn hélt Daníel í Samvinnu skólann og útskrifaðist þaðan árið 1931. Árið eftir flytzt hann til Siglufjarðar, að tilmælum Þormóðs Eyjólfssonar, sem þar hafði mörg járn í eldi, bæði í atvinnu- og menningarlífi. Það mun meðal annar hafa vakað fyrir Þormóði, sem þ; var söngstjóri Karlakórsins Vísis að tryggja kórnum frábæran tenór söngvara, en Daníel var lengi ein söngvari með kórnum á mesti frægðarárum hans.

Daníel starfaði um árabil á skrif stofu Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði og var um tíma framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglu fjarðar. Hann stundaði og lengi sjálfstæðan atvinnurekstur sem út gerðarmaður, síldarsaltandi og kaupmaður. Allir, sem kunna skil á útgerðarsögu Siglufjarðar, muna eftir happaskipinu Hringur SI 34, sem Daníel lét byggja og gerði út í hálfan annan áratug. Sama máli gegnir með söltunarstöð Daníels Reykjanes hf., sem var hluti af því margfræga siglfirzka síldarævintýri.

Samhliða margþættum störfum bæði í þágu eigin atvinnurekstri og annarra, lagði Daníel mörg lóð' á vogarskálar félags- og menningarlífs á Siglufirði. Kunnastur er hann fyrir einsöng sinn með Karla kórnum Vísi og fleiri kórum. Ham var og einn af stofnendum Lionsklúbbs Siglufjarðar, sem var fyrst íslenzki Lionsklúbburinn utar Reykjavíkur. Hann starfaði og leng með Bridsfélagi Siglufjarðar, er hann var listaspilari.

Hann var um árabil í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Og síðast en ekki sízt starfaði hann vel og lengi í samtökum siglfirzkra sjálfstæðismanna. Að auki var Daníel kunnur frímerkjasafnari og átti verðmætt einkasafn.

Árið 1937 kvæntist Daniel Dagmar Fanndal, dóttur kaupmannshjónanna Soffíu og Sigurður Fanndal, sem settu svip sinn á Siglufjörð á fyrri helmingi aldarinnar. Þar steig hann mikið gæfuspor 

Börn þeirra urðu fjögur: 

Þórhallur Daníelsson. fulltrúi hjá SR, 

Sigurður Gunnar Daníelsson tónlistarkennari, kvæntur Elínborg Sigurgeirsdóttir, 

Soffía Svava Danélsdóttir, bankamaður, gift Birgir Guðjónsson; og

Ingibjörg Daníelsdóttir, fulltrúi hjá Íslandsbanka gift Sigurður Valdimarsson.

Daníel hafði átt við erfið veikindi að stríða í mörg undanfarin ár. Nú er hann genginn til feðra sinna.

Við, sem áttum samleið með honum um sinn, minnumst góðs drengs. í þeirra orða fornu merkingu. Ég veit að Siglfirðingar, heima og heiman, þakka Daníel Þórhallssyni líf hans og störf, árna honum fararheilla á vegferðinni sem okkar allra bíður og senda ástvinum hans hlýjar samúðarkveðjur. Útför Daníels fer fram frá Fossvogskirkju.

 Stefán Friðbjarnarson