Tengt Siglufirði
Andrea Sæby, Eyrargötu 4 hér í bæ, varð áttræð 24. okt. 1963. - Frú Andreu þarf ekki að kynna fyrir Siglfirðingum, hún er fædd hér og uppalin og hefur alið hér allan sinn aldur, og hún og hennar fólk hefur sett sinn svip á Siglufjörð og verið þátttakendur í mótun og vexti bæjarfélagsins.
Frú Andrea giftist:
Sigurður Jónsson, Guðmundssonar, frá Danghúsum í Fljótum, hinum mætasta manni, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Börn þeirra, uppkomin, eru 8, allt gjörvulegt og harðduglegt fólk, svo sem þau eiga kyn til, og er þeirra kunnugast Kristján Sigurðsson, bæjarfulltrúi, sem flestum lengur hefur átt sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar, og hefur haldið hæst á lofti merki jafnaðarstefnunnar hér í Siglufirði.
Frú Andrea er gagnmerk kona, dugleg og hreinskiptin. Blaðið Neisti leyfir sér, í tilefni áttræðisafmælis hennar, að
þakka henni öll árin, sem að baki eru, og árna henni giftu og gengis í framtíðinni.
------------------------------------------------------
Andrea Sæby, var fædd þann 24.10. 1883, dáin. 14.10. 1970 - Enga minningargrein fann né, né mynd af þessari merku konu, ekki einu sinni í Neista (sk)