Albert Hólm Þorkelsson, bakarameistari

Albert Þorkelsson, fæddist á Siglufirði 29. ágúst 1922.  Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 12. febrúar 2008.

Foreldrar hans voru Þorkell Kristinn Sigurðsson Svarfdal, f. 8.4. 1881, d. 20.12. 1940, og Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir, f. 6.1. 1892, d. 11.12. 1986.

Systkini Alberts eru

1) Elenora Þorkelsdóttir, f. 5.4. 1911, d. 14.6. 1976),

2) Sigurpáll Þorkelsson, f. 27.2. 1914, d. 3.1. 1996,

3) Kristján Jóhannes Þorkelsson (Kristján Þorkelsson), f. 29.6. 1917, d. 21.11. 2007,

4) Margrét Þorkelsdóttir, f. 12.10. 1918, d. 20.9. 2006,

5) Axel Aðalsteinn Þorkelsson (Axel Þorkelsson), f. 25.11. 1920, d. 17.11. 1993,

Albert Þorkelsson - Ljósmyndari ókunnur

Albert Þorkelsson - Ljósmyndari ókunnur

6) Sigurður Þorkelsson, f. 28.2. 1924, d. 28.2. 2007,

7) Júlíus Þorkelsson, f. 1.7. 1925,

8) Hansína Þorkelsdóttir, f. 22.4. 1927, d. 9.3. 2005,

9) Hilmar Þorkelsson, f. 13.10. 1928,

10) Sigríður Inga Þorkelsdóttir, f. 8.8. 1930,

11) Elísabet Þorkelsdóttir, f. 21.7. 1932, d. 12.3. 2003 og

12) Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir, f. 11.11. 1933.

Albert kvæntist árið 1946

Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir frá Súðavík, f. 27.7. 1922. Foreldrar hennar voru

Guðmundur Óskar Þorleifsson byggingameistari, f. 6.4. 1884, d. 7.7. 1964 og

Ágústína Jónsdóttir, f. 6.8. 1884, d. 13.5. 1957.

Börn Alberts og Sigríðar eru:

1) Ágústína Albertsdóttir, f. 13.4. 1945, maki Sigurður Arason.

Börn þeirra eru

Albert Sigurðsson,

Sigríður Lilja Sigurðardóttir,

Anna María Sigurðardóttir og

Íris Sigurðardóttir.

2) Drengur, f. 7.1. 1947, d. 11.5. 1947.

3) Katrín Albertsdóttir, f. 18.4. 1948, maki Loftur Jóhannsson.

Börn þeirra eru

Fjóla Loftsdóttir,

Kristján Albert Loftsson og

Hulda Loftsdóttir

4) Kristján Þorkell Albertsson, f. 3.5. 1949. Fyrrverandi maki Margrét Sigurþórsdóttir.

Börn þeirra eru

drengur, f. 17.2. 1968, d. 1.3. 1968,

Jóna Ester Kristjánsdóttir,

Sigurþór Kristjánsson og

Halldór Hólm Kristjánsson.

Núverandi maki Kristjáns er Elín Ebba Guðjónsdóttir.

Börn hennar eru

Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir,

Hjalti Guðjónsson og

Guðjón Helgi Guðjónsson.

5) Annabella Albertsdóttir, f. 17.9. 1952, maki Sigurgeir Erlendsson.

Barn Önnubellu og uppeldissonur Sigurgeirs er

Viðar Héðinsson.

Börn Önnubellu og Sigurgeirs eru

Rakel Dögg,

Sóley Ósk og

Sigríður Dóra.

Albert og Sigríður eiga 22 barnabarnabörn.

Albert ólst upp á Siglufirði. Hann starfaði í Félagsbakaríinu á Siglufirði, fyrst sem sendill og síðar sem bakari. Albert lauk prófi í bakaraiðn frá Iðnskólanum á Siglufirði 1944.Albert og Sigríður bjuggu í Keflavík um árabil þar sem Albert rak bakarí Kaupfélags Suðurnesja frá 1951 til 1961. Albert stofnaði sitt eigið bakarí í Keflavík 1961 og rak það þar til fjölskyldan flutti til Borgarness árið 1965.

Í Borgarnesi annaðist Albert rekstur Brauðgerðar KB til ársins 1988. Eftir að Albert lét af störfum hjá KB starfaði hann hjá tengdasyni sínum og dóttur (Sigurgeir og Önnubellu) í Geirabakaríi þar til hann fór á eftirlaun. Albert var mikill áhugamaður um íþróttir og var góður skíðamaður og badmintonspilari.

Hann var einn af stofnendum badmintondeildar Skallagríms 1973 og var fyrsti formaður hennar. Síðustu 35 árin helgaði Albert þó að mestu golfíþróttinni og var einn af stofnendum Golfklúbbs Borgarness, í janúar 1973, og sat í fyrstu stjórn hans. Albert og Sigríður voru gerð að heiðursfélögum golfklúbbsins árið 1996. Albert og Sigríði var veitt gullmerki ÍSÍ á 90 ára afmælishátíð UMSB í apríl 2002. Albert náði mjög góðum árangri í golfíþróttinni og var m.a. valinn í landslið öldunga í golfi.