Axel Schiöth skipstjóri

Axel Jóhannes Schiöth

Axel Schiöth skipstjóri lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, 14. maí sl (2004)., 74 ára að aldri. Axel Schiöth fæddist á Siglufirði 22. ágúst árið 1929.

Foreldrar hans voru: Aage R Schiöth, lyfsali og konsúll á Siglufirði, og Guðrún Ellen Julsø Schiöth húsmóðir.

Axel stundaði nám við Barna- og gagnfræðaskóla Siglufjarðar en hann tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1952 og skipstjórnarprófi (B-5) frá Seefahrtschule í Cuxhaven árið 1970.

Axel var skipstjóri á fyrsta íslenska skuttogaranum sem Íslendingar eignuðust, Siglfirðingur SI 150, sem var 300 tonna skuttogari er Axel keypti til landsins frá Noregi í félagi við aðra árið 1966. Eftirlifandi eiginkona Axels er Sigurbjörg Karlsdóttir Schiöth.

Axel Schiöth -- Ljósmyndari ókunnur

Axel Schiöth -- Ljósmyndari ókunnur

Axel var gerður að heiðursfélaga hjá Slysavarnafélagi Íslands árið 1942 fyrir frækilega björgun úr Siglufjarðarhöfn, þá aðeins 12 ára gamall.

Frásögn Morgunblaðsins frá 25. apríl 1942 er sagt frá þessari björgun.

Axel Schiöth. Snarráður unglingur - Bjargaði fimm ára barni frá drukknun í Siglufjarðarhöfn Ungi maðurinn hér á myndinni heitir. Axel Schiöth, og er sonur Aage Schiöth lyfsala á Siglufirði. Axel e r 12 á r a gamall og sýndi frábært snarræði og framtakssemi á dögunum, er hann bjargaði lífi fimm ára telpu, sem hafði fallið í Siglufjarðarhöfn og var búin að missa meðvitund, er Axel náði í hana.

Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði segir á þessa leið frá atburðinum: Síðastliðinn laugardag (.18. þ. m.). var fimm ár a gömul telpa, Ólöf Angantýsdóttir, að leiða tveggja ára gamlan bróður sinn eftir sjóvarnargarðinum, norðan Siglufjarðareyrar. Sá drengurinn þá dós utar í garðinum, er hann vildi ná. Telpan teygði sig eftir dósinni, en missti þá jafnvægið og féll í sjóinn, en drengurinn stóð eftir grátandi á garðinum.Enginn fullorðinn var þarna nærstaddur, en eftir litla stund bar að 12 ára dreng, Axel Schiöth og sá hann hvar telpan lá á botninum og óð strax út og tókst að ná telpunni og koma henni upp á garðinn.

Var telpan þá meðvitundarlaus, enda var hún sokkin, er Axel náði henni úr sjónum. Axel beið ekki boðanna, heldur tók þegar til að gera á stúlkunni lífgunartilraunir, en hann hafði lítilsháttar kynt sér slíkar aðferðir. Tókst honum þetta svo vel, að telpan komst til með vitundar. Nú bar þarna að stúlku, sem þekti telpuna og bar hún hana heim til foreldra hennar, sem eiga heima skamt frá, þar sem slysið varð.

Náði telpan sér furðu fljótt eftir góða hjúkrun og er nú heil heilsu. Foreldrar telpunnar eru Angantýr Einarsson og Kornelía Jóhannsdóttir. Eins og sést af afreki Axels, er hann hinn duglegasti piltur. Hann hefir verið á síldveiðum tvö sumur á línuveiðaranum „Sigríði"

Frá þessari björgun var sagt frá í fleiri blöðum.