Árni Jónasson klæðskeri

Árni Jónasson  klæðskeri og póstur var Þingeyingur að ætt og rakti skyldleika til merkra og ágætra manna langt í ættir fram. Hann var fæddur 13. mars 1904 á Grenivík við Eyjafjörð, sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttir og Jónasar Einarssonar, sem þar bjuggu. Hann sleit þó sínum bernskuárum hér á Siglufirði, óx hér upp við þröngan kost þeirra tíma. 

Hugurinn hneigðist þó til einhvers náms og fór hann því til Akureyrar og hóf þar nám í klæðskeraiðn, lauk námi og hóf síðan störf í iðninni og seinna á eigin verkstæði. 

Soffía Jóhannesdóttir og Árni Jónasson

Soffía Jóhannesdóttir og Árni Jónasson

Á Akureyri kynntist hann Soffía Jóhannesdóttir og gengu þau í hjónaband árið 1928, og varð hún honum hinn ágætasti lífsförunautur.

Börn- þeirra urðu þrjú: 

  • 1) Haraldur Árnason gjaldkeri kvæntur Helga Guðmundsdóttir, eru þau búsett á Siglufirði og er hann gjaldkeri í Sparisjóði Siglufjarðar.

  • 2) Sigríður Lára Árnadóttir gift Þorsteinn Júlíusson, búsett í Reykjahlíðarþorpi við Mývatn og er hún stöðvarstjóri Pósts og síma í Reykjahlíð. 

  • 3) Baldur Árnason, viðskiptafræðingur  kvæntur Kristín Friðbertsdóttir, 

Óhætt er að fullyrða að barna lán þeirra hjóna, Soffíu og Árna var þeirra stærsta lífshamingja, og barnabörnin þeirra yndi og ánægja.

Þessvegna mun það hafa orðið Árna meira áfall en margan grunar, þegar snjóflóð lagði hið fagra heimil Haralds og Helgu í rúst á augabragði nú í desembermánuði s. 1., en þá var Árni að stríða við sjúkdóm sinn á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.