Tengt Siglufirði
Arnór Sigurðsson fæddist í Ysta húsinu í Hnífsdal 20. mars 1920. Hann andaðist sunnudaginn 13. desember 2009
Hann var sonur hjónanna Elísabet Rósinkrans Jónsdóttir, f. 15.3.1881, d. 5.5. 1930 og Sigurður Guðmundsson, f. 9.7.1874, d. 4.10. 1955.
Arnór var 3 yngstur 11 systkina hvar af 9 náðu fullorðinsaldri og er nú aðeins yngsti bróðirinn,
Tómas Sigurðsson, f. 10.4. 1922, eftir af systkinunum úr Ysta húsinu.
Hin systkinin voru
Kristján Guðmundur Sigurðsson, f. 12.1. 1910, Sigríður Hanna, f. 13.12. 1910,
Jón Þorleifur Sigurðsson, f. 10.4. 1912,
Olga Sólveig Aðalbjörg Sigurðardóttir, f. 3.6. 1913,
Kristjana Sigurðardóttir, f. 6.3. 1915,
Herdís Þóra Sigurðardóttir, f. 2.12. 1916 og
Bjarni Sigurðsson, f. 16.4. 1921.
Í frumbernsku létust þau
Kristján Guðmundur Sigurðsson (eldri) og
Elísabet Sigríður Sigurðardóttir
Arnór kvæntist árið 1944
Aðalheiður Septína Jóhannesdóttir frá Hlíð í Álftafirði, f. 10.9. 1922, d. 23.3. 1984.
Börn þeirra Arnórs og Aðalheiðar eru:
1) Guðmunda Guðný Arnúrsóttir, f. 13.9. 1945, gift Björn Ástmundsson, f. 23.10. 1945,
þau eiga 4 börn,
Ágústa
Arnór, f. 1968,
Áslaug, f. 1973 og
Agnes, f. 1979. Barnabörn þeirra eru nú 9 talsins.
2) Jón Sævar Arnórsson, f. 5.8. 1947, d. 28.2. 1994. Jón var kvæntur Berghildi Gísladóttur, f. 28.12. 1954, þau áttu 2 börn, Aðalheiði, f. 1973 og Ragnar, f. 12.2. 1975, d. 10.2. 2002. Barnabörn Jóns og Berghildar eru nú 4.
3) Sigmar Einar Arnórsson, f. 28.4. 1953, d. 17.8. 1989.
Sigmar var kvæntur
Heiðrún Aðalsteinsdóttir, f. 28.1. 1955,
þau eignuðust 4 börn,
Daði Arnar, f. 1977,
Dögg, f. 1980,
Jóhannes Einar, f. 1982 og
Kjartan Inga, f. 1985.
4) Málfríður Freyja Arnarósdóttir, f. 3.7. 1958.
Hennar börn eru
Daníel Adam, f. 1976,
Guðmundur, f. 1981 og
Emma, f. 1989. Barnabörn Málfríðar eru 4.
5) Sigurður Arnórsson, f. 15.10. 1959,
sambýliskona
Sigríður Kristjánsdóttir, f. 12.5. 1967,
dóttir þeirra er
Guðrún Helga, f. 2006, og
einnig eru hans börn
Linda Ósk, f. 1979,
Arnór Heiðar, f. 1981 og
Haraldur Björn, f. 1983.
Arnór og Aðalheiður hófu búskap í Hnífsdal en fluttust síðan til Siglufjarðar vorið 1946 og þar bjuggu þau til 1964 er þau fluttu í Borgarnes.
Starfaði Arnór meðal annars við húsvörslu í barnaskólunum á þessum stöðum. 1969 fluttu þau síðan til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf, m.a. hjá Skeljungi og síðar við næturvörslu í Samvinnubankanum og endaði starfsævi sína sem gæslumaður bankahólfa þar árið 1987. Aðalheiður lést 23.3. 1984 eftir erfið veikindi. Árið 1986 kynntist Arnór Ragnheiði Stefánsdóttur, f. 6.10. 1926, ættaðri úr Mjóafirði og hófu þau búskap saman, fyrst í Sæviðarsundi en síðar í Þórðarsveig 1 í Reykjavík, allt þar til Arnór veiktist í mars 2008 og dvaldi eftir sjúkrahúsvist síðustu misserin við góðan aðbúnað á Dvalarheimilinu Felli við Skipholt í Reykjavík. ----- Visnes