Árni Filippus Magnússon rennismiður

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.)

Farinn er góður, trygglyndur og traustur drengur. Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121.) Á stundu sorgarinnar er gott að geta leitað í sjóð lifandi minninga um góðan dreng. Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast frænda míns, Árna Filippusar Magnússonar. Stundum er dauðinn lausn.

Ekki síst þegar viðkomandi einstaklingur hefur barist í mörg ár við mikil og alvarleg veikindi og aldurinn orðinn nokkuð hár. Árni Filippus varð 85 ára 3. maí sl. og hann hefur örugglega verið feginn að fá hvíldina. Þeir voru tveir bræðurnir,

Árni Filippus og Guðjón Teitur Magnússon, (Guðjón Magnússon) ættaðir úr Vestur-Skaftafellssýslu en þeir ólust upp á Selhellunni í Mjóafirði eystri. Guðjón Teitur, bróðir Árna, sem er tæplega tveimur árum yngri, dvelur nú, farinn af heilsu af völdum alzheimerssjúkdómsins, á Hrafnistu í Reykjavík.

Árni Magnússon

Árni Magnússon

Allt lék í höndum þessara bræðra, báðir ákaflega vandvirkir og nákvæmir, sannir meistarasmiðir. Árni var rennismiður en Guðjón bróðir hans er járn- og eldsmiður. Árni var með afbrigðum mikið snyrtimenni. Öll hans umgengni um verkfæri var ótrúlega snyrtileg. Gaman var að koma inn í bílskúrinn hans. Það var eins og að koma nokkra áratugi aftur í tímann.

Gömul verkfæri, sem litu út fyrir að vera alveg ný. Öllum raðað og komið snyrtilega fyrir. Þannig var hirðusemi og snyrtimennska Árna. Ekki má heldur gleyma bílnum hans, Volkswagen árgerð 1963, og hversu vel hann hugsaði um hann.

Alltaf var bíllinn hreinn og snyrtilegur og nánast eins og nýr úr kassanum. Árni fór töluvert um Siglufjarðarbæ á mótorhjólinu sínu. Það var sko ekki af nýjustu gerð, en samt ávallt í lagi. Oft kom það fyrir að hann gat notað varahluti úr mótorhjólum sem ungu mennirnir höfðu hætt að nota og metið sem ruslahaugamat. Því miður fer svona mönnum fækkandi í okkar hraða, og á margan hátt lítt spennandi þjóðfélagi.

Margt af unga fólkinu í dag mætti taka svona menn, eins og Árni var, sér til fyrirmyndar. Við Árni ræddum stundum um gamla tímann, austur í Mjóafirði. T.d. þegar þeir bræðurnir, Árni og Guðjón, reru á árabáti til að færa björg í bú, fisk, sel og fugla. Árni hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var alveg ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós, þegar þannig bar undir.

Sumir kalla þetta austfirska þrjósku en þetta finnst mér lýsa sterkum persónuleika. Allir hafa rétt á að segja sínar skoðanir, og hæfilega þrjósku tel ég vera guðsgjöf. Í það minnsta hefur þrjóskan sennilega fleytt mér í gegnum mjög svo erfið veikindi til margra ára. Vonandi hefur það líka verið þannig með Árna.

Árni var ákaflega barngóður maður og hændust börn mjög auðveldlega að honum. Hann var líka mjög stoltur af sonum sínum og barnabörnunum og ætíð alúðlegur við tengdadæturnar.

Eins og að framan er getið hafði Árni barist við erfiðan sjúkdóm til margra ára.

Eiginkonan Árna er Fanney Steinsdóttir, og sonur þeirra, Elmar Árnason trésmiður, sem búsettur er á Siglufirði, reyndust Árna mjög vel þegar hann fékk margsinnis mjög alvarleg astmaköst. Þá þurfti að hafa snör handtök til að koma honum undir læknishendur. Fyrir þetta var Árni alveg örugglega þakklátur.

Árni var mjög dulur um eigin líðan og það sama á við um bróður hans, hann Guðjón. Ekki hefur alltaf verið auðvelt að vita hvernig þeim í raun og veru leið. Mig langar að þakka Árna fyrir trygglyndi hans við Svein bróður minn, og hans fjölskyldu, þann tíma sem þau hafa búið á Siglufirði.

Mig langar einnig að þakka Árna frænda mínum og eiginkonu hans fyrir hlýlegar móttökur þegar ég kom nokkrum sinnum með manninum mínum og börnunum til Siglufjarðar. Ekki kom annað til greina en að við fengjum að gista í kjallaranum hjá þeim og þiggja yndislegan mat. Fyrir þetta vil ég þakka af alúð. Ég vil senda eiginkonu Árna, sonum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Góður guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Þið eigið dýrmætar minningar um góðan, umhyggjusaman og kærleiksríkan dreng. "Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálm. 46.2. Elsku Árni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Nanna Björk Filippusdóttir og fjölskylda.

===================================

Árni Filippus Magnússon

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Farinn er góður, trygglyndur og traustur drengur. Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121.) Á stundu sorgarinnar er gott að geta leitað í sjóð lifandi minninga um góðan dreng. Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast frænda míns, Árna Filippusar Magnússonar. Stundum er dauðinn lausn. Ekki síst þegar viðkomandi einstaklingur hefur barist í mörg ár við mikil og alvarleg veikindi og aldurinn orðinn nokkuð hár. Árni Filippus varð 85 ára 3. maí sl. og hann hefur örugglega verið feginn að fá hvíldina. Þeir voru tveir bræðurnir, Árni Filippus og Guðjón Teitur, ættaðir úr Vestur-Skaftafellssýslu en þeir ólust upp á Selhellunni í Mjóafirði eystri. Guðjón Teitur, bróðir Árna, sem er tæplega tveimur árum yngri, dvelur nú, farinn af heilsu af völdum alzheimerssjúkdómsins, á Hrafnistu í Reykjavík.

Allt lék í höndum þessara bræðra, báðir ákaflega vandvirkir og nákvæmir, sannir meistarasmiðir. Árni var rennismiður en Guðjón bróðir hans er járn- og eldsmiður. Árni var með afbrigðum mikið snyrtimenni. Öll hans umgengni um verkfæri var ótrúlega snyrtileg. Gaman var að koma inn í bílskúrinn hans. Það var eins og að koma nokkra áratugi aftur í tímann. Gömul verkfæri, sem litu út fyrir að vera alveg ný. Öllum raðað og komið snyrtilega fyrir. Þannig var hirðusemi og snyrtimennska Árna.

Ekki má heldur gleyma bílnum hans, Volkswagen árgerð 1963, og hversu vel hann hugsaði um hann.

Alltaf var bíllinn hreinn og snyrtilegur og nánast eins og nýr úr kassanum.

Árni fór töluvert um Siglufjarðarbæ á mótorhjólinu sínu. Það var sko ekki af nýjustu gerð, en samt ávallt í lagi. Oft kom það fyrir að hann gat notað varahluti úr mótorhjólum sem ungu mennirnir höfðu hætt að nota og metið sem ruslahaugamat. Því miður fer svona mönnum fækkandi í okkar hraða, og á margan hátt lítt spennandi þjóðfélagi. Margt af unga fólkinu í dag mætti taka svona menn, eins og Árni var, sér til fyrirmyndar.

Við Árni ræddum stundum um gamla tímann, austur í Mjóafirði. T.d. þegar þeir bræðurnir, Árni og Guðjón, reru á árabáti til að færa björg í bú, fisk, sel og fugla. Árni hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var alveg ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós, þegar þannig bar undir. Sumir kalla þetta austfirska þrjósku en þetta finnst mér lýsa sterkum persónuleika. Allir hafa rétt á að segja sínar skoðanir, og hæfilega þrjósku tel ég vera guðsgjöf.

Í það minnsta hefur þrjóskan sennilega fleytt mér í gegnum mjög svo erfið veikindi til margra ára. Vonandi hefur það líka verið þannig með Árna. Árni var ákaflega barngóður maður og hændust börn mjög auðveldlega að honum. Hann var líka mjög stoltur af sonum sínum og barnabörnunum og ætíð alúðlegur við tengdadæturnar.

Eins og að framan er getið hafði Árni barist við erfiðan sjúkdóm til margra ára.

Eiginkonan hans, hún Fanney, og sonur þeirra, hann Elmar Magnússon, sem búsettur er á Siglufirði, reyndust Árna mjög vel þegar hann fékk margsinnis mjög alvarleg astmaköst. Þá þurfti að hafa snör handtök til að koma honum undir læknishendur. Fyrir þetta var Árni alveg örugglega þakklátur.

Árni var mjög dulur um eigin líðan og það sama á við um bróður hans, hann Guðjón. Ekki hefur alltaf verið auðvelt að vita hvernig þeim í raun og veru leið. Mig langar að þakka Árna fyrir trygglyndi hans við Svein bróður minn, og hans fjölskyldu, þann tíma sem þau hafa búið á Siglufirði. Mig langar einnig að þakka Árna frænda mínum og eiginkonu hans fyrir hlýlegar móttökur þegar ég kom nokkrum sinnum með manninum mínum og börnunum til Siglufjarðar. Ekki kom annað til greina en að við fengjum að gista í kjallaranum hjá þeim og þiggja yndislegan mat.

Fyrir þetta vil ég þakka af alúð. Ég vil senda eiginkonu Árna, sonum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Góður guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Þið eigið dýrmætar minningar um góðan, umhyggjusaman og kærleiksríkan dreng.

"Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálm. 46.2. Elsku Árni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sig.) Nanna Björk Filippusdóttir og fjölskylda.