Ármann Jakobsson bankamaður

Ármann Jakobsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. janúar 1999.

Foreldrar hans voru Jakob Guðjón Bjarnason, vélstjóri, f. 24. febrúar 1888, d. 10. apríl 1933, og Guðrún Sesselja Ármannsdóttir, f. 20. september 1884, d. 13. september 1959.

Systkini hans voru

Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi f. 21. okt. 1911, d. 31. okt. 1998;

Gunnar Jakobsson f. 15. jan. 1913, d. 10. apríl 1933;

Halldór Jakobsson, framkvæmdastjóri, f. 1. janúar 1917;

Guðrún Jakobsdóttir, skrifstofumaður, f. 26. maí 1920.

Ármann Jakobsson - 
Ljósmynd: Kristfinnur

Ármann Jakobsson -
Ljósmynd: Kristfinnur

Ármann kvæntist 8. október 1938

Hildur Sigríður Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988.

Þau áttu tvo syni. Þeir voru:

1) Jakob Ármannsson, aðstoðarmaður bankastjórnar Búnaðarbankans, f. 7. maí 1939, d. 20. júlí 1996, kvæntur Signý Thoroddsen sálfræðingur.

Þeirra börn eru:

a) Bergljót Njóla Jakobsdóttir, kennari, f. 28. maí 1962,

gift Hallur Magnússon rekstrarfræðingur.

Þau skildu en eiga eina dóttur:

Álfrún Elsa.

b) Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur, f. 18. júlí 1970.

c) Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, f. 18. júlí 1970.

d) Katrín Jakobsdóttir, háskólanemi, f. 1. febrúar 1976.

2) Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20. ágúst 1941, d. 26. september 1996, kvæntur Ingibjörg Egilsdóttir.

Þeirra börn eru:

a) Hildur Svavarsdóttir, læknir, f. 19. apríl 1965, gift Halldóri Svavarssyni verkfræðingi. Þau eiga tvær dætur: Brynju Björgu og Ingibjörgu Ástu.

b) Ásta Svavarsdóttir, bókmenntafræðingur, f. 28. júní 1970.

c) Ingibjörg Svavarsdóttir, f. 19. júlí 1977.

Ármann ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1932. Hann varð lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1938.

Ármann varð starfsmaður Útvegsbanka Íslands árið 1939 og starfaði hjá bankanum samfleytt í 45 ár.

Hann var starfsmaður bankans á Akureyri til 1949, þá á Siglufirði 1949­1966 en síðan var hann eftirlitsmaður útibúa bankans með aðsetur í Reykjavík. Hann stundaði jafnframt málflutningsstörf á Akureyri og Siglufirði. Bankastjóri Útvegsbankans varð hann 1. desember 1972 og gegndi því starfi til 31. maí 1984.

Ármann var bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Siglufirði 1958­1962 og sat þá einnig í fræðsluráði. Í stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands sat hann 1973­1976 og 1978­1984, í stjórn Sambands íslenskra viðskiptabanka 1979­ 1984, í samstarfsnefnd um gjaldeyrismál 1980­1984 og í bankamálanefnd 1972­1973.