Ásgrímur Sigurðsson skipstjóri

Ásgrímur Sigurðsson f. 18.4. 1909  - d. 21.6. 1988 Siglufirði -Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi fyrir 70 árum, árið 1918.

Áður hét sveitarfélagið Hvanneyrarhreppur. Hreppurinn náði til byggðar í Úlfsdölum, í Siglufirði, á Siglunesi, á Hvanndölum og í Héðinsfirði. Héðinsfjörður hefur verið í byggði lengst af frá landnámsöld ein ekki samfellt. Hann var í eyði endrum og eins á mestu harðinda köflum genginna alda. Búið var í Héraðsfirði fram á ár síðari heimsstyrjaldar. Þar er ekki föst búseta lengur. Þar er hinsvegar kjörinn vettvangur til útivistar og silungur í sjó og vatni.

19. dag aprílmánaðar árið 1909, meðan Hvanneyrarhreppur var og hét, fæddist að Vatnsenda í Héðinsfirði, eystri byggð hreppsins, Ásgrímur Sigurðsson, síðar skipstjóri, útgerðarmaður, síldarsaltandi og bæjarfulltrúi í Siglufirði. 

Foreldrar hans voru Halldóra Björnsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum (1866-1942) Þorleifsson bónda í Vík og Sigurður Guðmundsson frá Þrastarstöðum í Stíflu (18681954) Ásgrímssonar bónda á Skeiði í Fljótum.

Ásgrímur Sigurðsson skipstjóri -  Ljósmynd Kristfinnur

Ásgrímur Sigurðsson skipstjóri - Ljósmynd Kristfinnur

Börn þeirra Vatnsendahjóna.

Ásgrímur og systkini hans, settu svip sinn á Siglufjörð um langan aldur, en meðal þeirra voru 

Anna Sigurðardóttir, 

maki; Björn Ásgrímsson bóndi í Vík, Björn Ásgrímsson, lengi skipstjóri á Siglufirði,

    maki; Eiríksína Ásgrímsdóttir,

Soffía Sigurðardóttir 

maki; Stefán Erlendsson bóndi í Grundarkoti,

Þorvaldur Sigurðsson, bóndi á Vatnsenda,

maki Ólína Einarsdóttir frá Ámá í Héraðsfirði,

Mundína  Sigurðardóttir, 

maki; Pétur Baldvinsson verkamaður og

Ásta Sigurðardóttir, ógift.

Ásgrímur og systkini hans, settu svip sinn á Siglufjörð um langan aldur

Ásgrímur Sigurðsson var einn af beztu sonum Siglufjarðar og tók af lífi og sál þátt í uppbyggingu sveitarfélagsins, sem á nokkrum áratugum þróaðist úr litlum hreppi í blómlegan kaupstað, miðstöð síldariðnaðar í landinu. Hann fór til sjós fjórtán ára gamall, lærði síðar til skipstjórnar og var farsæll skipstjóri í fjölmörg ár. Hann stóð fyrir atvinnurekstri, bæði sem útgerðarmaður og síldarsaltandi, og var framkvæmdastjóri söltunar stöðvarinnar Hafliða hf. á seinnihluta starfsferils síns í Siglufirði.

Ásgrímur var og virkur þáttakandi í margskonar félagsstarfi. hann sat í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis og varaformaður þess um skeið. Hann var í forystusveit sjálfstæðisfólks á staðnum og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Hann sat á vegum flokksins í hafnarnefnd og í stjórn Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar, Rauðku. Var til hans leitað með margs konar trúnaðarstörf, enda vinsæll að verðleikum og sinnti öllu, sem honum var trúað fyrir, smáu sem stóru, af stakri trúmennsku.

Ásgrímur kvæntist Þorgerður Gróa Pálsdóttir, trésmiðs í Bolungarvík, Haraldssonar, 12. nóvember 1938. Hún var fjölhæf kona og manni sínum mikið stoð á erilsöm um starfsferli hans. Hjónaband þeirra var farsælt í hvívetna. Til þess var tekið hve vel hún hugsaði um og reyndist manni sínum eftir heilsubrests hans, sem að bar fyrir hálfum öðrum áratugi. Hún lézt árið 1982.

Þorgerður Gróa og Ásgrímur eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 

María Ásgrímsdóttir,

maki; Kristinn Finnskunn rafvirki frá Kleifum í Ólafsfirði, búa sett í Reykjavík; þau eiga 3 dætur.

Halldóra Ásgrímsdóttir,

maki Karl Rocksen, rafvirkja, búsett í Reykjavík; þau eiga og 3 dætur.

Eiríksína Ásgrímsdóttir,

gift frönskum manni Ange Mancini, sem vinnur við löggæzlu, búsett í París; þau eiga tvo drengi.

Þau hjón, Þorgerður Gróa og Ásgrímur, fluttust til Reykjavíkur fyrir um það bil fjórtán árum af heilsufarsástæðum hans.

Ásgrímu andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 21. júní s1988. Hann var jarðsettur frá Fossvogskirkju.

Með Ásgrími er genginn góður drengur, í þeirra orða beztu merkingu; maður, sem ekki mátti vamm sitt vita og lagði hvarvetna gott til mála. Siglfirðingar minnast hans með þakklæti og virðingu. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi.

Ég sendi eftirlifandi ástvinum Ásgríms heitins innilegar samúðarkveðjur.

Stefán Friðbjarnarson.