Tengt Siglufirði
Benedikt Sigurðsson kennari fæddist á Hofteigi í Jökuldalshreppi 14. apríl 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 26. október 2014.
Foreldrar hans voru Ólöf Vilhelmína Óladóttir, f. 17.10. 1892, d. 3.1. 1944, og Sigurður Ágúst Benediktsson, f. 23.8. 1880, d. 28.8. 1928.
Systkini Benedikts voru
Hinn 11. júní 1949 kvæntist Benedikt Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 26.1. 1922, foreldrar hennar voru Magnús Vagnsson, f. 3.5. 1890, d. 12.2. 1951, og k.h. Valgerður Ólafsdóttir, f. 19.12. 1899, d. 5.3. 1978.
Börn:
1) Ólöf Benediktsdóttir, f. 4.2. 1947. Samb. Ketill Larsen (skildu). Börn: a) Hólmfríður Þórunn, f. 1971. M. Ugo Morelli, f. 1964.
Börn: Alma Sól, f. 1996,
Börn:
2) Valgerður Edda Benediktsdóttir, f. 12.10. 1948. Maki. Jóhann Ágúst Sigurðsson (skildu).
Börn:
a) Gísli Heimir, f. 1967. Maki. Thelma B. Friðriksdóttir (skildu).
3) Eva Benediktsdóttir, f. 17.9. 1950. Maki; Baldur Sigurðsson, f. 1952.
Börn:
Börn:
4) Magnús Vagn Benediktsson, f. 20.4. 1954. Maki. 1) Guðrún Jóhannesdóttir (skildu).
5) Sigurður Benediktsson rafvélavirki, f. 1.12. 1961. barnlaus og ókvæntur
Benedikt stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum 1934-36 og Den Internationale Højskole i Helsingør 1937-39. Hann lauk kennaraprófi í Reykjavík árið 1943 og starfaði sem barnakennari á Siglufirði frá 1944.
Þau Hólmfríður fluttu búferlum til Akraness í árslok 1990. Benedikt stundaði verkamannavinnu á sumrin og ýmis störf fyrir félög og stofnanir á Siglufirði. Hann sat í bæjarstjórn 1962-74, var formaður Byggingasamvinnufélagsins og sat í stjórn Bókasafnsins, einnig sat hann í stjórn og fulltrúaráði Sósíalistafélags Siglufjarðar og Alþýðubandalagsins og var ritstjóri Mjölnis um árabil, auk þess sem hann þýddi bækur og skrifaði fjölmargar greinar í blöð og tímarit um ættfræði, sagnfræði, bókmenntir og pólitík.
Benedikt skrifaði sögu verkalýðsfélaganna á Siglufirði Brauðstrit og barátta (1989-90) og var meðhöfundur Síldarsögu Íslendinga sem kom út árið 2007.
Auk þess liggja eftir hann ættarskrár og ítarlegt yfirlit um söltunarstöðvar á Siglufirði.