Birgir Guðmundsson

Birgir Guðmundsson fæddist á Siglufirði 22. janúar 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. september 2010.

Foreldrar hans voru Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri, f. 1895, d. 1932, og Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935. 

Systkini Birgis voru: 

 • 1) Skarphéðin Guðmundsson, f. 1930, d. 2003, kvæntur Ester Jóhannsdóttur, 
 • 2) Ari Guðmundsson, f. 1927, d. 2010, kvæntur Birgit Gudmundsson, 
 • 3) Brynhildur Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 1932, d. 1933.

Eftirlifandi eiginkona Birgis er Marý A Marinósdóttir, f. 4. september 1931, búsett í Naustahlein við Hrafnistu í Hafnarfirði.

Börn þeirra eru;

 • 1) Alma Birgisdóttir, f. 1951, maki Steingrímur V Haraldsson
 • Börnin;
 • Marý Björk, f. 1974, og 
 • Þyrí Halla, f. 1976. 
 • 2) Marinó Flóvent, f. 1958, kvæntur Jóhanna Sigrún Ingimarsdóttir
 • börn; 
 • Vilhjálmur Daði, f. 1980, 
 • Ingimar Flóvent, f. 1989, og 
 • Marinó Flóvent, f. 1990. 
 • 3) Birgir Már, f. 1963.
Birgir Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Birgir Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Barnabarnabörnin eru orðin fjögur; Sólveig Marý, Steingrímur Mar, Michaela Elísabet og Isabella Sigrún.

Birgir útskrifaðist úr Samvinnuskólanum árið 1948 og hóf skömmu seinna störf hjá Ellingsen í Hafnarstræti. Þremur árum seinna flutti hann sig til Hamilton, og þaðan til Íslenskra aðalverktaka þegar þeir voru stofnaðir, og starfaði sem birgðastjóri í 42 ár hjá þeim á Keflavíkurflugvelli.

Birgir var mjög virkur í félagsstarfi allt sitt líf og var meðal annars einn af stofnendum Ungmennafélags Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður þess um tíma. Hann var einn af stofnendum Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis og varð formaður þess félags og gegndi því embætti til dauðadags. Í gegnum það starf vann hann mikið að málefnum þroskaheftra og þá sérstaklega að málefnum Kópavogshælis.

Birgir tók einnig mjög virkan þátt í starfi Lionsklúbbs Hafnarfjarðar í tugi ára. Á seinni árum var hann einnig virkur í félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði.
----------------------------------------------------- 

DV 21. janúar1999

Birgir Guðmundsson, fyrrv. yfirbirgðastjóri íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli, til heimilis að Arnarhrauni 29, Hafnarfirði, verður sjötugur á morgun.

Starfsferill Birgir fæddist á Siglufirði og ólst þar upp.
Hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1947-48. Birgir starfaði við verslunina Ægi á Siglufirði 1948-49, við Skátabúðina i Reykjavík 1949, stundaði verslunarstörf á Siglufirði til 1952, vann við birgðaumsjón hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1952-57 og starfaði við Innkaupadeild íslenskra aðalverktaka 1957-97. Birgir var búsettur í Hafnarfirði frá 1952-58, í Garðabæ frá 1958-72 og síðan aftur í Hafnarfirði frá 1972.

Hann var formaður skátafélagsins Fylkis á Siglufirði 1947-51, var formaður ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ 1970-71 og formaður Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis frá 1979. Þá var Birgir gjaldkeri Lionsklúbbs Hafnarfjarðar 1988-89 og ritari klúbbsins 1992-93.

Fjölskylda Kona Birgis er Mary A. Marinósdóttir, f. 4.9. 1931, fyrrv. aðstoðarstúlka sjúkraþjálfara á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún er dóttir Marinós Sigurðssonar, f. 1900, d. 1971, bakara á Húsavík og síðar í Borgarnesi, og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 1900, d. 1970, húsmóður.

Börn Birgis og Mary eru Alma, f. 2.3. 1951, hjúkrunar framkvæmdastjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, búsett í Garðabæ, gift Steingrími Haraldssyni vélstjóra og eiga þau tvö börn; Marinó Flóvent, f. 4.11. 1958, sölumaður TOK hugbúnaðar hjá Tæknivali, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Ingimarsdóttur, húsmóður og dagmóður, og eiga þau tvö börn;
Birgir Már, f. 10.1. 1963, öryrki, búsettur í sambýli í Reykjavík.

Bræður Birgis eru Ari Guðmundsson, f. 14.9. 1927, veðurfræðingur 1 Svíþjóð, kvæntur Birgit FK9

Birgir Guðmundsson Guðmundsson, en þau eiga fimm börn;

Skarphéðinn Guðmundsson, f. 7.4. 1930, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Siglufirði og síðar fulltrúi Samvinnubankans í Hafnarfirði, og fyrrv. íslandsmeistari í skíðastökki,  kvæntur Ester Jóhannsdóttur, en þau búa i Hafnarfirði og eiga sjö börn.

Foreldrar Birgis voru Guðmundur Skarphéðinsson, f. 1895, d. 1932, skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði, og k.h., Ebba G.B. Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935, húsmóðir. Þau bjuggu á Hólum á Siglufirði.

Ætt:
Guðmundur var sonur Skarphéðins, smiðs og verkstjóra á Siglufirði, Jónassonar í Grundarkoti, bróður Þórdísar, langömmu Jóns Skaftasonar, fyrrv. sýslumanns í Reykjavík, föður Helgu borgarritara. Jónas var sonur Jóns í Grundarkoti, bróður Þórðar Jónassonar háyfirdómara, föður Jónasar Jónassen landlæknis.

Móðir Jónasar var Sigríður Jónsdóttir á Vatnsenda, Magnússonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Þorleifsdóttir, hreppstjóra á Siglunesi, Jónssonar og k.h., Ólafar Ólafsdóttur. Móðir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Brimnesi, Arnórssonar, Þorsteinssonar, ættföður Stóru-Brekkuættar, Eiríkssonar, fóður Péturs, langafa Þóreyjar, ættmóður Thorodddsensættarinnar og móður Jóns, skálds og sýslumanns á Leirá.

Bróðir Ingibjargar var Þorleifur, langafi Þorleifs, langafa Margeirs Péturssonar. Kona Skarphéðins var Guðlaug Guðmundsdóttir. Systir Ebbu er Maggý, móðir Ebbu Guðrúnar, konu Ólafs Skúlasonar biskups og móður Guðrúnar Ebbu, varaformanns Kennarasambands Íslands. Foreldrar Ebbu voru Flóvent Jóhannsson, kennari og bústjóri á Hólum í Hjaltadal, búsettur á Sjávarborg og síðar bæjarfulltrúi og brunaliðsstjóri á Siglufirði, og Margrét Jósefsdóttir.

Birgir tekur á móti gestum í Oddfellowsalnum, Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði, á afmælisdaginn, föstudaginn 22.1. frá kl. 19.00-21.00.