Tengt Siglufirði
Birgir Schiöth, fæddist á Siglufirði 30. september 1931. Hann lést á líknardeild HSS í Keflavík þriðjudaginn 30. desember 2004.
Birgir var sonur hjónanna Aage R Schiöth, lyfjafræðings og lyfsala, f. á Akureyri 27.6. 1902, d. 10.12. 1969, og Guðrúnar E. J. Julsö Schiöth húsfreyju, f. í Kaupmannahöfn 14.5. 1903, d. 6.7. 1938.
Birgir Schiöth kvæntist árið 1952 Magdalena Björk Jóhannesdóttir húsmóður, f. á Siglufirði 6.5. 1934, og eignaðist með henni tvær dætur, þær eru:
1) Guðrún Schiöth, fangavörður í Reykjavík,
börn Guðrúnar eru:
a) Birgir Örn Tryggvason tónlistarmaður, sambýliskona Birgis er Vigdís Jóhannsdóttir markaðsfltr.,
fyrir átti Birgir börnin
Magdalena Björk og
Brynjar Karl,
b) Ómar Aage Tryggvason, nemi í Tækniskólanum, og
c) Ellen Alma Tryggvadóttir, deildarstjóri í Húsasmiðjunni.
2) Inger M. Schiöth, bókari í Vík í Mýrdal, maki Sveinn Þórðarson brúarsmiður,
börn þeirra eru
Magdalena Katrín og
Breki Þór.
Birgir og Magdalena skildu árið 1973.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ingrid Lovísa Schiöth Brandt, búsett í Keflavík.
Birgir fór ungur í Menntaskólann á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Iðnskólann á Siglufirði og lauk hann prófi þaðan í málaraiðn. Birgir fór á samning hjá Herbert Sigfússyni, málarameistara á Siglufirði, og öðlaðist meistararéttindi.
Hann hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með handavinnu- og teikniréttindi.
Þegar Birgir bjó á Siglufirði kenndi hann teikningu og smíði við Gagnfræðaskólann á Siglufirði. Birgir var félagi í karlakórnum Vísi á Siglufirði.
Birgir fluttist með fjölskyldu sína frá Siglufirði árið 1973.
Hann lagði fyrir sig húsa- og bílamálun en aðalstarf hans var teikni- og handavinnukennsla við Flataskóla í Garðabæ til fjölda ára eða allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Hann sótti fjöldann allan af myndlistarnámskeiðum m.a. hjá Hring Jóhannessyni.
Birgir hefur haldið margar myndlistarsýningar og liggja eftir hann hundruð vatnslita-, pastel- og olíumynda og blýantsteikninga.
Fyrirmyndirnar sótti hann jafnt í náttúru sem og mannlíf.