Birna Halldórsdóttir - Frón

Birna Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. febrúar 2008. 

Foreldrar hennar voru þau   Guðrún Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 29.4. 1895, d. 27.1. 1992, sem rak veitingasölu á Siglufirði og síðar í Reykjavík og  Halldór Guðmundsson í Frón, f. 23.5. 1889, d. 28.1. 1975, síldarútgerðarmaður og kaupmaður á Siglufirði. 

Systkini Birnu voru 

Gunnar Halldórsson, f. 1921, d. 1973, 

Hallgrímur Sævar Halldórsson, f. 1923 og

hálfsystir, sammæðra: 

Birna Halldórsdóttir - Frón

Birna Halldórsdóttir - Frón

Sigríður Inga Ingvarsdóttir, f. 1933.

Hinn 11.4. 1942 giftist Birna 

Vilhjálmi Alvari Guðmundssyni (Vilhjálmur Guðmundsson) efnaverkfræðingur, f. 4.6. 1918, d. 14.12. 1969.  var lengst af framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði.

Foreldrar hans voru Laufey Vilhjálmsdóttir kennari, f. 1879, d. 1960, og Guðmundur Finnbogason prófessor og síðar landsbókavörður, f. 1873, d. 1944.

Börn Birnu og Vilhjálms eru 

1) Laufey Vilhjálmsdóttir, næringarfræðingur og listmálari, f. 1942, maki Samir Bustany, f. 1938,

þeirra börn

Paul Nabil, f. 1973, d. 2006, maki Asu Okyay, f. 1976; 

Kristín Birna, f. 1977; 

2) Halldór Vilhjálmsson, viðskiptafræðingur, f. 1946, maki Bryndís Helgadóttir, f. 1946, þeirra

börn:

Ásta, f. 1967, 

synir hennar og Kjartan Bjarnason, f. 1961: 

Halldór Alvar og 

Bjarni Alvar; 

Vilhjálmur Alvar, f. 1973,

maki Katrín Oddsdóttir, f. 1973,

börn 

Orri Alvar og 

Oddur Alvar; 

Brynjar, f. 1981,

maki Bryndís Sveinbjörnsdóttir, f. 1980; 

3) Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur, f. 1949, maki Þórarinn Þórarinsson,

börn þeirra

Þórarinn Alvar, f. 1976, 

maki Guðrún Margrét Snorradóttir, f. 1972, 

börn 

Þóra Laufey og 

Sigrún Birna; 

Birna, f. 1979; 

Vilhjálmur Alvar, f. 1985.

Birna Halldórsdóttir ólst upp í Hafnarfirði og á Siglufirði. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og síðar við verslunarskóla í Kaupmannahöfn en hún dvaldist í Danmörku árin 1936–1945. 

Í Kaupmannahöfn kynntist Birna Vilhjálmi eiginmanni sínum sem var þar ytra við verkfræðinám.

Að loknu námi bjuggu þau þrjú ár í Hedehusene, úthverfi Hróarskeldu, en fluttust síðan til Íslands 1945 og settust að í Reykjavík.

Árið 1948 fluttust þau til Siglufjarðar, Vilhjálmur var þar tæknilegur framkvæmdastjóri Síldarverkasmiðja ríkisin. (1948-1969)

Á Siglufirði bjuggu til ársins 1965 er þau sneru aftur til Reykjavíkur.

Eftir lát Vilhjálms árið 1969 vann Birna í bókaverslun og síðar hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands og að lokum sem gæslumaður á Þjóðminjasafni

Íslands. Síðustu sex ár dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.