Björg Pálína Jóhannsdóttir

Björg Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 11. mars 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. apríl 1999. 

Björg ólst upp í Reykjavík til 16 ára aldurs, þá réð hún sig í vist til Siglufjarðar og þar hefur hún búið síðan. 

Foreldrar hennar eru Jóhann Kristján Hannesson, f. 27. apríl 1916 í Skíðsholtum í Hrunamannahreppi og Ingibjörg Sigríður Björnsdóttir, f. 19. febrúar 1918 á Siglufirði, d. 8. nóvember 1980. 

Björg var elsta barn þeirra hjóna, systkini hennar eru

Sigurrós, f. 1941;

Björn, f. 1944;

Björg Jóhannsdóttir

Björg Jóhannsdóttir

Hannes, f. 1945;

Jónína, f. 1949;

Ragnar, f. 1956, d. 1984. 

Björg giftist Halldóri Baldri Kristinssyni (Halldór Kristinsson)  málarameistara í desember 1960, f. 4. ágúst 1939 á Siglufirði, d. 6. febrúar 1983. 

Foreldrar Halldórs voru Kristinn Zófanías Jóakimsson (Kristinn Jóakimsson) og Sigurbjörg Sigmundsdóttir frá Siglufirði, 

Björg og Halldór eignuðust fjögur börn. Þau eru: 

1) Kristinn Halldórsson, f. 26. febrúar 1960, vélfræðingur,

maki Jófríður Hauksdóttir, f. 14. september 1960.

Börn þeirra eru

Björg Ágústa og 

Halldór. Búsett í Reykjavík. 

2) Guðmundur Ómar Halldórsson, f. 4. desember 1962, málarameistari,

maki Svava Kristinsdóttir, f. 20. júlí 1960. Börn þeirra eru Kristinn, Tinna Sif og Sveinn Orri. Búsett í Kópavogi. 

3) Jóhann Kristján Halldórsson, f. 28. mars 1965, verkstjóri.

Barn hans er

Brynjar Páll. Búsettur í Reykjavík. 

4) Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir, f. 21. desember 1966, húsmóðir,

maki Einar Magnússon, f. 16. mars 1962.

Börn þeirra eru

Halldór Baldur, 

Guðmundur Ómar og 

Eva Maggý. Búsett á Dalvík. Barnabarnabörnin eru tvö.

Útför Bjargar fór fram frá Siglufjarðarkirkju