Tengt Siglufirði
Gestur Guðjónsson Hann lézt að heimili sínu hér í bæ, 9. gáúst 1963, eflir ekki langa legu.
Kom sá atburður mönnum á óvart, eins og oft vill verða, því þó hann væri orðinn sjötugur, bar hann aldurinn vel og var hress og án allra ellimarka.
Gestur var fæddur að Ási á Þelamörk, 22. marz 1893. Voru foreldrar hans Guðjón Hannesson, bóndi að Hóli í Kræklingahlíð, og Kristjana Sigfúsdóttir.
Foreldrar Gests voru lítið eða ekkert í samvistum, og síðar giftist Kristjana Sigmundi Sigurðssyni, f. 13. apríl 1874 d. 21. júlí 1958.
Hann fluttu itil Siglufjarðar
árið 1924 og dvöldu hér til dánardægurs.
Voru þau hjón vel þekkt hér í bæ. Gestur ólst upp með móður sinni og stjúpföður, og fluttist með þeim hingað. Snemma hneigðist hugur hins unga manns að sjónum og veiðiskapar.
Þeim kostum var hann búinn, að hann fýsti að kynna sér vel fræði siglingar og skipstjórnar, og því settist hann á náimsbekk í Stýrimannaskóla Reykjavíkur og útskrifaðist Þaðan vorið 1917. Eftir námið gaf hann sig eingöngu að sjómannsstarfinu.
Hann kynntist fljótt Norðmönnum og Svíum, sem voru við veiðar hér norðanlands, og réði sig hjá þeim. Var hann í all mörg ár í sighngum með þeim, og hefur sjálfsagt fundizt það vera sér góður skóli. Eins og fyrr segir, gerðist hann heimilismaður hér ásamt móður og stjúpföður. Varð hann þá skjótt eftirsóttur skipstjóri á ýmsum skipum.
Meðal annars var hann skipstjóri á Brödrene, sem imargir eldri Siglfirðingar skannast við. Einnig var hann skipstjóri á línuveiðurunum Hugo og Paul, sem útgerðarmaðurinn Ole Tynes átti. Þá fékkst hann einnig við útgerð í félagi við aðra. Lengst hélt hann út m.s. Gróttu, í félagi við Friðfinn Níelsson.
Var hann alla tíð skipstjóri, unz hann seldi meðeiganda sínum skip og veiðarfæri. Mun honum Þá hafa þótt sinn skipstjórnartími vera orðinn það langur, að heppilegra væri að stunda næðissamari störf. Réðist hann þá sem verkstjóri hjá SR og var það til dauðadags.
Gestur var alla tíð gæfusamur skipstjóri, rólyndur, gætinn og glöggur, vinsæll imeðal sinna háseta, og ekki minnist ég að hafa heyrt að hann hafi orðið fyrir óhöppum. Hann var áhugasamur aflamaður. Hann vakti að jafnaði eftirtekt, þar sem hann fór.
Hann var glæsilegur á velli, hár vexti, herðabreiður, andlitið svipmikið en góðmannlegt. Hann hafði fágaða framkomu, var kurteis og prúður, og var stétt sinni til sóma, hvar sem hann fór.
Árið 1924 gekk hann að eiga heitmey sína, Rakel Pálsdóttirf. 13.6. 1903, d. 6.10. 1980, dóttir Páls Sveinssonar og Guðnýjar Vilhjálmsdóttur, sem hér bjuggu til dánardægurs, vel látin heiðurshjón.
Frú Rakel er hin ágætasta kona og reyndist manni sínum traustur förunautur. Hún bjó manni sínum og börnum einkar snoturt og aðlaðandi heimili, þar sem reglusemi og heimilisstjórn sat í öndvegi.
Þau hjón
eignuðust 5 börn.
Þau eru:
Öll eru þessi börn mannvænlegt drengskapar fólk eins og þau eiga kyn til. Með Gesti er í valinn f allinn mikill starfsmaður og brautryðjandi í siglfirzkri útgerð. Verður í framtíðinni ekki minnzt á útgerð hér öðru vísi en hans sé getið um leið.
Ég votta eftirlifandi konu og börnum samúð við fráfall þessa starfsama og góða drengs, sem með stakri einlægni og óeigingirni vann að velferð síns heimabæjar.
Blessuð sé minning hans. PE
------------------------------------
Nafn: | Gestur Guðjónsson | Mynd: | |
Heimili: | Staða: | Skipstjóri | |
Staður: | Fæðingardagur: | 22-03-1893 | |
Kirkjugarður: | Dánardagur: | 09-08-1968 | |
Reitur: | 6-2-63 | Jarðsetningardagur: | |
Annað: | Aldur: | 75 ára |