Bjarni Ómar Steingrímsson

Bjarni Steingrímsson fæddist á Siglufirði 23. júlí árið 1959 og ólst upp í Stóra Holti í Fljótum. Hann lést af slysförum 12. nóvember 1996. 

Foreldrar hans voru Svava Sigurðardóttir, sem er látin, og Steingrímur Þorsteinsson, sem dvelur nú á ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar. 

Bjarni var yngstur tíu systkina. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Bjarni starfaði lengst af sem sjómaður, ýmist sem háseti, kokkur eða vélstjóri og nú síðast var hann á Faxa RE sem gerður er út frá Reykjavík. Bjarni var búsettur á Grettisgötu 84 í Reykjavík.

Útför Bjarna Ómars fór fram frá Barðskirkju í Fljótum. 

Bjarni Ómar Steingrímsson - Ljosm:?

Bjarni Ómar Steingrímsson - Ljosm:?