CHRISTIAN Ludvig Möller lögregluþjónn

Morgunblaðið - 04. október 1946  

CHRISTIAN Ludvig Möller var fæddur á Blönduósi 5. apríl 1887, og voru foreldrar hans Jóhann Möller kaupmaður þar um langt skeið og kona hans Alvilda.

Ólst hann. upp þar á Blönduósi í hópi margra systkina og naut þar hins besta uppeldis, enda var heimili foreldra hans. orðlagt fyrir myndarbrag og rausn og þau annáluð fyrir mannkosti. Chr. Möller vandist strax í æsku við verslunarstörf hjá föður sínum, og þegar hann hafði aldur til, fór hann í Versl unarskólann.

Að námi loknu gekk hann í þjónustu Chr. Popps kaupm. á Sauðárkrók og var bókhaldari hjá honum í nokkur ár. Þá mun hann einnig hafa verið í þjónustu Sæmundsens sem sölumaður fyrir hann um eitt skeið. Þótti hann í hvívetna lipur og fær sem verslunarmaður og fljótur að vinna sjer hylli manna.

Árið 1912 giftist Chr. Möller eftirlifandi konu sinni, Jóna Rögnvaldsdóttir bónda á Óslandi í Skagafirði.
Búsettu þau sig fyrst á Akureyri, en fluttu til Siglufjarðar 1914, og hafa búið þar síðan.

Stundaði Möller framan af verslunarstörf„ en síðar gerðist hann lögreglumaður og var það í full tuttugu ár en fyrir fáum árum varð hann að fá lausn frá því starfi sökum heilsubrests.
Reyndist Möller sjerlega lipur í starfí sínu sem lögregluþjónn og löggæslu maður, enda þurfti þess með í því starfi.

Cristian Möller - ókunnur ljósmyndari

Cristian Möller - ókunnur ljósmyndari

Möller og kona hans eignuðust 8 börn, 6 sonu og 2 dætur. Eru þau öll á lífi og öll hin mannvænlegustu. Var það eigi að undra þótt fjárhagur Möllert væri oft þröngur með slíka ómegð, enda var hann alla æfina fátækur maður, en svo var hjarta hans gott, að ávalt var hann fús til að rjetta þeim hjálparhönd, sem hann vissi enn fátækari sjer. Möller var gæddur miklu söngnæmi og ást til söngs, enda hafði náttúran gefið honum í vöggugjöf frábærlega fagra og bjarta söngrödd.

Jeg er viss um ef Möller hefði haft skilyrði til að þroska þessa gáfu sína, þá hefði hann náð að standa með þeim fremstú í flokki meðal ísl. söngvara, en óblíð örlög hindruðu það. Alt urh það náði þó Möller lengra ,en mátti vænta á þessu sviði. Hann mun hafa fengið góða tilsögn um tíma í Rvík, og síðar minnir mig að hann nyti um s.keið tilsagnar í Khöfn.

Hann var um [ tvítugt, er hann söng í fyrsta sinni opinberlega í Skagafirði og þótti söngur hansjneð ágætum. Síðar söng hann opinberlega víða um land, en langoftast á Siglufirði og Akureyri og ávalt fyrir fullu húsi og við mikla aðdáun. Hann unni söng lífi og söngment og var m. a. einn af stofnendum karlakórsins Vísir, og starfaði í honum lengst af og var um langt skeið aðaleinsöngvari Vísis.

Gerði kórinn hann að heiðursfjelaga sínum fyrir fáum árum. Chr. Möller var glæsimenni í sjón, fríður sýnum og ýturvaxinn og karlmenni að burðum. — Hann var gleðimaður, sem gott var að vera með á gleðistund, en hann var ei að síður viðkvæmur í lund og tók innilegan þátt í raunum þeirra, sem hann vissi að höfðu við harm að stríða eða bitnir voru einhverju böli. Við vinir hans og kunningjar eigum um hann hugljúfar endurminningar og þær eru okkur kærar.

Chr. Möller varð ekki gamall - maður; hann ljest að heimili sínu í Siglufirði 11. ágúst 1946 á 60. aldursári. Hann var heilsuhraustur fyrrihluta æfinnar, en tók þegar er leið að kenna sjúkdóms þess, er leiddi hann til dauða. Var hann 2 síðustu árin mjög þjáður. Kona hans stundaði hann með frábærri alúð og gerði allt, sem í hennar valdi stóð til að ljetta honuni þrautirnar. Chr. Moller var jarðsettur 20. ágúst.

Jarðarförin var afarfjölmenn og kom þar glögglega í ljós hve vinsæll Möller var. — Söngfjelagar hans, Karlakórinn Vísir, annaðist sönginn og heiðr aði á þann veg minningu hins látna söngvara bæði með kórsöng og einsöng og með kveðjuljóðum.

Jón Jóhannesson