Tengt Siglufirði
Eggert Bergsson fæddist á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði 28. nóvember 1929.
Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. maí 2013.
Foreldrar Eggerts voru Bergur Magnússon, bóndi á Unastöðum, f. 13.10. 1896, d. 13.4. 1987, og Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 14.12. 1892, d. 19.10. 1960.
Eggert átti þrjár systur, eru:
Eggert kvæntist Ingunn Jónsdóttir hinn 3. júlí 1965.
Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, bóndi á Skálafelli í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, og Pálína Gísladóttir húsfreyja.
Fóstursonur Eggerts og sonur Ingunnar var
Eggert fæddist á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði og ólst upp í Skagafirðinum. Árið 1948 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar og svo til Reykjavíkur árið 1951. Hann nam húsasmíði og lauk prófi frá Meistaraskóla húsasmiða árið 1965.
Eggert starfaði alla tíð við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðsvegar um landið.
Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf., ásamt félaga sínum.
Byggingafélagið Berg byggði heimili fyrir marga tugi fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu og vann þar að auki að ýmsum viðgerðum og viðhaldsverkefnum í trésmíði.
Eggert var snjall bridgespilari og virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins. Hann vann til fjölda verðlauna á því sviði