Eiríkur Guðmundsson byggingameistari

Eiríkur Guðmundsson andaðist í Reykjavík þann 9., maí 1980. Hann var fæddur að Þrasastöðum í Stíflu 28. júní árið 1908. 

Foreldrar hans voru hjónin Guðný Jóhannsdóttir og Guðmundur Bergsson, er þá voru ábúendur að Þrasastöðum, vel gerð og mikils metin. Þrasastaðir er fremsti bærinn í Stíflu og næsta jörð við Lágheiði, sem þjóðvegurinn liggur yfir til Ólafsfjarðar.

Sama ættin hefir búið þar frá því um 1760 og hafa synir tekið við af föður, þar til fyrir nokkrum árum, að Hartmann, yngsti bróðirinn, varð að bregða búi sökum heilsubrests og var jörðin þá seld. Eiríkur ólst upp í hópi átta systkina, er til aldurs komust, og var hann sjötti í aldursröðinni. Um fermingaraldur varð hann að hverfa burt af æskuheimilinu og fara að vinna fyrir sér, eins og þá var títt um unglinga í sveitum.

Eiríkur erfði frá föður sínum hagleik og sköpunargáfu. Því réðst hann, bláfátækur unglingur, til smíðanáms í Siglufirði. Hann lærði hjá Karl Sturlaugsson, sem var mikils metinn trésmíðameistari. Námið var fjögur ár og ekkert kaup.

Eiríkur Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Eiríkur Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Eiríkur kvæntist frændkonu sinni, Ólöf Jónsdóttir, bónda í Tungu, sem var einn helsti bóndinn í Fljótum á þeim árum, og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.

Móðir Ólafar var Sigurlína Hjálmarsdóttir, fyrirmannleg og glæsileg kona. 

Hún gegndi meðal annars nærkonustörfum í forföllum yfirsetukvenna og lánaðist það í öllum tilfellum vel. 

Eiríkur og Ólöf bjuggu í Stíflu í sjö ár, fyrst í Tungu og síðar á Þrasastöðum.

Árið 1937 fluttust þau til Siglufjarðar og áttu þar heimili í 27 ár. Þar stundaði Eiríkur smíðar og var eftirsóttur. 

Hann var aðalverkstjóri Siglufjarðarbæjar í mörg ár. Hann var fenginn til þess að vera verkstjóri við fyrsta áfanga hafnargerðar í Þorlákshöfn og fluttist fjölskyldan þá til Reykjavíkur árið 1964.

Hafa þau og flest af börnum þeirra átt þar heima síðan.

Eftir að umsömdu verki lauk í Þorlákshöfn, gegndi Eiríkur margvíslegum störfum í Reykjavík. Var hann vinnandi til dánardægurs, með nær því óskerta starfsorku, nærri 72ja ára. 

Börn þeirra eru tíu að tölu, öll vel gerð og farsæl. Hefir Ólöf þar skilað vel stóru og vandasömu móðurhlutverki.

Börnin eru nú öll gift nema yngsta dóttirin og barnabörnin eru orðin 23 talsins. Eiríkur Guðmundsson var greindur maður og fríður sýnum, vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn, beinn og rösklegur. Hann var glaður og orðheppinn í vinahópi og fylgdist vel með í stjórnmálum og öðru því sem var að gerast á líðandi stund.

Hann var lánsamur með konuna og börnin og alla afkomu sína. Það var skylduliði hans óvænt áfall, er ævi hans var svo snögglega lokið. Vertu sæll vinur og bróðir. Víðfeðm öll tilveran er. Nú kannar þú kenninga slóðir. Ég kem senn á eftir þér. Björt og blessuð veri minning hans.

Útför Eiríks heitins Guðmundssonar fór fram frá Fossvogskirkju.

Jóhann Guðmundsson
------------------------------------------------

Íslendingaþættir Tímans - 09. júní 1980

Eiríkur Guðmundsson var borinn og barnfæddur I einni af hinum fögru sveitum norðanlands, Stíflunni, sem var áburð en virkjunarframkvæmdir fóru þar fram, talin ein fegursta og gróskumesta byggð Skagafjarðarhéraðs, með hrikaleg fjöll, heiðar og skörð á alla vegu. Faðir hans, Guðmundur Bergsson, var kunnur dugnaðar og hagleiksmaður.

Hann óf voðir í klæði á fjölskylduna, fléttaði reipi og gjarðir úr hrosshári og smíðaði amboð og áhöld sem nota þurfti við búskapinn. Guðmundur var bókhneigður, stálminnugur og sagði mjög skemmtilega frá. Móðir hans, Guðný Jóhannsdóttir, var mikilhæf kona og stjórnsöm húsmóðir. Þegar Eiríkur var nokkurra mánaða gamall, vildi það óhapp til, að bærinn á Þrasastöðum brann til kaldra kola og 4 kýr köfnuðu í fjósi.

Eiríkur var vafinn I teppi og lagður niður skammt frá bænum, en eitthvað mun hann hafa hreyft sig, því að reifastranginn valt niður að bæjarlæknum og staðnæmdist á bakkanum. Mátti ekki miklu muna a þarna færi verr, þar sem allir voru uppteknir við að bjarga sem mestu út úr brennandi húsinu. Þá stóð fjölskyldan uppi, mjólkurlaus, búslóðarlaus og klæðalítil. Sveitungar þeirra réttu þeim hjálparhönd og gáfu þeim tvær kýr og eina kvígu. Guðmundur á Þrasastöðum byggði aftur upp á jörð sinni og húsaði hana vel.

Ekki fékk hann til þess neinn opinberan styrk, en mun hafa notið aðstoðar vina sinna sem vildu launa honum gestrisni og greiðasemi. Ásamt búskapnum stundaði Guðmundur á Þrasastöðum hákarlaveiðarar og var fjarri heimilinu margar vertíðir. Kom það þá í hlut Gunnýjar húsfreyju, að sjá um hirðingu á skepnum og annað er að búskapnum laut, en börnin munu snemma hafa farið að hjálpa til.

Forlögin ætluðu Þrasastaðaheimilinu annað áfall. Þegar Eiríkur var átta ára gamall féll móðir hans frá. Varð barna hópurinn harmi sleginn og þótti nú tvísýnt hversu fara mundi um heimilið. Guðmundi tókst að fá ráðskonu frá Siglufirði, Kristínu Bjarnadóttur, myndarlega dugnaðarkonu, sem gekk börnunum í móður stað og reyndist þeim vel. Var hún ráðskona hjá Guðmundi á Þrasastöðum, þar til hann brá búi.

Eiríkur var glaður í lund og léttur » spori. Hann fór snemma að hjálpa til a heimilinu, reyndist vera gefinn fyrr smíðar, og var röskur til allrar vinnu. Það var mikil gæfa fyrir Eirík, er hann gekk að eiga Ólöfu Jónsdóttur, stórbónda Tungu. Þegar hann kom að Þrasastöðum með brúði sína, varð yngra fólkinu, sem ekki hafði séð hana áður, starsýnt á þessa fallegu og blíðlegu konu.

Sambúð Eiríks og Ólafar varð farsæl og eignuðust þau 13 börn. Tíu eru á lifi, og eru þau:

 • Sigurlína Eiríksdóttir húsfreyja á Sleitustöðum í Skagafirði, gift Þorvaldi Óskarssyni bifvélavirkja,
 • Friðrik Eiríksson rafvirki, kvæntur Höllu Jakobsdóttur búsett í Kópavogi,
 • Leifur Eiríksson kjötiðnaðarmaður, kvæntur Öldu Jónsdóttur, búsett Reykjavik,
 • Gylfi Eiríksson bifvélavirki, kvæntur Stefaníu Jónsdóttur, búsett í Reykjavík
 • Jón Eiríksson trésmiðameistari kvæntur Inger Arholts búsett í Kópavog,
 • Jóhanna Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, gift Páli Helgasyni kennara, búsett Siglufirði,
 • Bergur Eiríksson múrari, kvæntur Önnu Hjálmarsdóttur, búsett á Norðfirði,
 • Guðný Eiríksdóttir húsfreyja, gift Svafari Jónssyni trésmið, búsett I Reykjavik,
 • Ása Eiríksdóttir, hefur verið sjúklingur og er öryrki, býr i heimahúsum,
 • Kristlín Eiríksdóttir sjúkraliði, gift Gunnari Geir Bjarnasyni, sjómanni, búsett í Reykjavík.

Starfsdagurinn hjá Eiríki Guðmundssyni varð stundum nokkuð langur. Hann þurfti að leggja hart að sér til þess að sjá þessari stóru fjölskyldu farborða. Hann var eftirsóttur smiður, og hafði sjaldan frið á matmálstímum, því vinir og vandalausir þurftu að láta lagfæra hjá sér þetta og hitt.
Frændalið Eiríks sem naut góðs af verkhyggni hans og hjálpfýsi. hugsar nú til hans með þakklæti og hlýjum hug.

 • „Hvílir nú sú hönd,
 • er hvíldar unni sjaldan
 • sér um sina daga.
 • Skörungmenni ! Skóla né
 • arfs þurftir þú né þáðir:
 • Þú varst sjálfum nógur“

(Matth. Jochumsson)   --  Kveðja frá frændkonu