Eleonora Þorkelsdóttir hjúkrunarkona

Eleonora Þorkelsdóttir var Siglfirðingur, fædd 5. apríl 1911 dáin. 14.6.1976.

Fljótlega eftir stofnun hjónabandsins við Hjörleifur Magnússon reistu þau sér íbúðarhús á Hólavegi 25 og bjuggu þar allan sinn búskap. 

Þau eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi.

Hjörleifi Magnússyni kynntist ég fyrst er hann kom með konu sína í heimsókn til móður minnar. Guðrúnu móður minni þótti afskaplega vænt um þennan yngsta bróður sinn og höfðu þau mikið samband sín á milli. Hann var eina skyldmenni móður minnar sem ég kynntist sem barn og okkur fannst alltaf mikið til koma þegar Hjörleifur og Ella komu í heimsókn með krakkana.

Þó ekki sé ýkja langt frá Siglufirði til Húsavíkur þá var þetta mikið ferðalag fyrir 40 árum. Þessar ferðir voru því lengi vel ekki árlegur viðburður, enda hafði hvorug fjölskyldan yfir bíl að ráða. Það var ýmist ferðast með rútubílum eða farið sjóleiðina. En bréfaskriftir voru það sem hélt sambandinu og síðar síminn þegar hann varð almenningseign, ég tala nú ekki um eftir að hann varð sjálfvirkur..............

Eleonóra Þorkelsdóttir

Eleonóra Þorkelsdóttir

Börn Hjörleifs og Eleonoru eru:

1) Herdís Hjörleifsdóttir, búsett í Keflavík, gift Stefáni Ólafssyni;

2) Magnús Hjörleifsson, búsettur í New York, kvæntur Giovani Noru; 

3) Gylfi Hjörleifsson, lést 1977; 

4) Jóhanna Hjörleifsdóttir, búsett í Svíþjóð, gift Geir Péturssyni; 

5) Þorkell Hjörleifsson, búsettur í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Vigfúsdóttur; 

6) Edda Hjörleifsdóttir, búsett á Akureyri, gift Viktori Má Gestssyni; 

7) Guðrún Hjörleifsdóttir, búsett í Keflavík, gift Bergþór Atlason. Þau slitu samvistum, og Kristín, búsett í Svíþjóð, gift Páll E Ingvarsson. 

Barnabörnin og barnabarnabörnin eru nú orðin 39 talsins. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/69630/?item_num=1&searchid=9148fbe756613ee8cc108fdd06670924d1bc9173  

???????????  ????????????