Erlendur Pálsson

Erlendur Pálsson fæddist á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði 20. október 1920.
Hann lést á heimili sínu á Móaflöt 20 í Garðabæ 28. mars 2004. 

Erlendur var sonur hjónanna  Hólmfríður  Rögnvaldsdóttir húsfreyju Jónssonar frá Á í Unadal og  Páll Erlendsson bóndi, organisti og söngstjóri, ritstjóri og kennari, síðar á Siglufirði, en hann var fæddur á Sauðárkróki, Faðir hans: Erlendur Pálsson verslunarstjóri þar og síðar á Grafarósi. Hólmfríður og Páll áttu auk Erlendar:

  • Guðbjörg Pálsdóttir, verslunarstarfsmaður í Reykjavík, f. 1918,
  • Ragnar Pálsson, bankastjóri á Sauðárkróki, f. 1924, d. 1987, og
  • Guðrún Pálsdóttir, kennari í Reykjavík, f. 1937.

Erlendur Pálsson kvæntist 7. desember 1946 Sigrid Fridel Bjarnason (Hamelý),
Faðir hennar: Ásgeir Bjarnason rafveitustjóri á Siglufirði Bjarnasonar Þorsteinssonar prests og tónskálds á Hvanneyri og Friedel Franz Bjarnason frá Karlsruhe í Þýskalandi. 

Erlendur Pálsson

Erlendur Pálsson

Erlendur og Hamelí eignuðust tvö börn, 

  • 1) Sverri Pál Erlendsson, f. 1948, menntaskólakennara á Akureyri og 
  • 2) Edda Erlendsdóttir, f. 1954, þjónustustjóra.

Eiginmaður hennar er Magnús Kristinsson byggingameistari í Garðabæ.
Börn þeirra eru:

1) Sigrún Magnúsdóttir
Börn þeirra 
, f. 1976, listasögunemi í Bergen í Noregi, maki Jón Gauti Jónsson rekstrarfræðingur.
  • Pétur, f. 1976, og 
  • Berglind, f. 2003. 

2) Kristinn,
f. 1981, við ljósmyndanám í Florida í Bandaríkjunum, og 
3) Erla,
f. 1987, nemi í FG.

Erlendur ólst upp í foreldrahúsum á Þrastarstöðum og naut þeirrar barna- og unglingamenntunar sem viðgekkst á þeim tíma en lauk einnig prófi frá Bændaskólanum á Hólum. 1940 flutti hann með foreldrum sínum til Siglufjarðar og stundaði þar ýmis störf, meðal annars afgreiðslustörf og bílstjórastörf hjá Kjötbúð Siglufjarðar. 

Lengst af dvölinni á Siglufirði var hann skrifari bæjarfógeta en var auk þess um árabil ökukennari. 1966 fluttu Erlendur og Hamelý suður, bjuggu skamma hríð í Reykjavík en byggðu 1968 hús á Móaflöt 20 í Garðabæ og bjuggu þar æ síðan. Þau unnu bæði á skrifstofu sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu meðan þau höfðu aldur til.