Einar Einarsson

Hann fæddist á Siglufirði 18. október 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. janúar 1997. 

Foreldrar hans voru hjónin Einar Jóhannsson, múrarameistari, f. að Arnarstöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 17. febrúar 1896, d. 2. janúar 1960 og  Ólafía Guðnadóttir f. í Keflavík 10. ágúst 1901, d. 6. janúar 1991. 

Hálfsystkin Einars samfeðra eru 

Áslaug Jónína, f. 1. júlí 1921, húsmóðir og fv. bæjarfulltrúi á Akureyri, 

Helga Soffía, f. 22. nóvember 1924, fv. yfirkennari, búsett í Garðabæ, og 

Stefán Bryngeir, f. 19. apríl 1930, lögreglumaður á Akureyri. 

Hinn 15. mars 1963 kvæntist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni Björg Þórðardóttir, f. 5. júní 1941. 

Foreldrar hennar eru  Þórður Jónsson, f. 28. ágúst 1916, og Guðný Einarsdóttir, f. 15. mars 1916. 

Dóttir Einars og Bjargar er 

Ólafía, f. 16. október 1978, nemi í Reykjavík. 

Áður átti Einar Smára Lindberg, f. 25. júlí 1955. Hann er kvæntur Guðbjörgu Hilmarsdóttur, f. 13. mars 1958. Þeirra börn eru: Hilmar Örn, f. 29. apríl 1978, Signý Sigurlaug, f. 1.desember 1984, d. 15. september 1985, Haukur Þór, f. 8. apríl 1987, og Signý Sigurlaug, f. 15. október 1991. Þau eru búsett á Raufarhöfn. Sonur Bjargar og kjörsonur Einars er Þórður Guðni Hansen, f. 28. september 1958, búsettur í Noregi. Hann var kvæntur Þórunni Þorsteinsdóttur, f. 8. júlí 1961. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Hjörtur, f. 1. júní 1983 og Einar, f. 23. apríl 1986. Fyrri kona Einars var Kristbjörg Einarsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau slitu samvistir. 

Einar lauk sveinsprófi í múraraiðn 1958. Meistari hans var Einar Jóhannsson.