Ernst Kobbelt vélsmiður

Ernst Kobbelt fæddist á Siglufirði 4. mars 1935, átti þar heima alla ævi. Hann lést þar í bæ 19. nóv. 1997

Foreldrar hans voru Eduard Kobbelt vélsmiður, f. í Dortmund í Þýskalandi, 15. apríl 1903, d. á Siglufirði 30. des. 1976, og kona hans Hulda Ester Sigurðardóttir, f. á Akureyri 14. sept. 1911, d. í Kaupmannahöfn 6. mars 1950.
Foreldrar hennar voru Sigurður Baldvinsson póstmeistari á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 20. febr. 1887, d. 7. jan. 1952, og Kristín Árnadóttir, f. á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1. júní 1896, d. 31. okt. 1955. Þau voru ógift. 

Kristín Árnadóttir giftist síðar Guðmundur Fr. Guðmundsson verkamanni á Siglufirði. 

Eduard og Hulda Sigurðardóttir slitu samvistum. Hún fluttist til Kaupmannahafnar, en

börn þeirra, 

Ernst Kobbelt vélsmiður

Ernst Kobbelt vélsmiður

Ernst Kobbelt, og Ester Kobbelt húsfreyja á Seyðisfirði, f. 21. febr. 1930, ólust upp hjá föður sínum á Siglufirði. 

Skagfirsk kona, Helga Sigurðardóttir, annaðist heimilishald hjá Kobbelt-fjölskyldunni næstu árin eftir að Hulda fluttist úr landi, en Ester tók við skömmu eftir fermingu. 

Hinn 25. maí 1958 kvæntist Ernst Guðrún Magnúsdóttir. Hún fæddist á Siglufirði 11. júlí 1937 og lést þar 21. sept. 1990.

Foreldrar hennar voru Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri, f. 3. maí 1890 að Leiru í Grunnavík, d. 12. febr. 1951 á Siglufirði, og k. h. Valgerður Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 19. des. 1899, d. 5. mars 1978 á Siglufirði. 

Ernst og Guðrún hófu búskap sinn í Hvanneyrarbraut 44, húsi Magnúsar og Valgerðar, og bjuggu þar til æviloka.

Þau eignuðust þrjú börn: 

1) Hulda Ernstdóttir, f. 13. mars 1958, maki Vernharður Hafliðason netagerðarmeistari á Siglufirði.

Þau eiga tvo syni,

Víðir Vernharðsson, f. 12. júní 1977, og 

Fannar Vernharðsson, f. 2. okt. 1981.

2) Alma Ernstdóttir, f. 5. maí 1960. Maður hennar er Ásgeir Björnsson, doktor í líffræði, f. í Rvík 4. ág. 1958. Þau hafa verið búsett í Svíþjóð og Danmörku á annan áratug.

Börn þeirra eru

Guðrún Arna Ásgeirsdóttir, f. 12. febr. 1983, og 

Freyr Ásgeirsson, f. 1. júlí 1987.

3) Eduard Ágúst Ernstson, f. 22. júlí 1966, rekur bílaviðgerðarverkstæði í Reykjavík. Maki; Kristín Þóra Kristvinsdóttir úr Borgarfirði.

Þau skildu, en eignuðust saman dóttur, 

Guðrún Þórdís, f. 12. febr. 1991.

Sambýliskona Eduards er Brynhildur Hrund Jónsdóttir.   – 

Mbl. 1997  --- Eduard Ernstson 
-------------------------------------------------------------

29. nóvember 1997 | Minningargrein

Ernst Kobbelt. Þjóðverjinn Eduard Kobbelt, sem kom til Siglufjarðar 1925 til að setja niður og fylgja til vinnslu vélum í síldarverksmiðju landa síns dr. Pauls, var alinn upp í þeim kynslóðaræktaða og agaða starfsmetnaði sem þjóð hans er fræg fyrir. Þetta uppeldi mótaði breytni hans og dagfar; allt skyldi vera rétt, hvergi fúskað né réttu hallað, og þessu viðhorfi leitaðist hann við að koma inn hjá börnum sínum, trúlega stundum þvert á tíðaranda og bæjarbrag síldarverstöðvarinnar þar sem þau uxu upp. Hann var síðan í áratugi vélstjóri í síldarverksmiðjunni Rauðku, og einn þeirra erlendu iðnaðarmanna, sem áttu hlut að því að þróa málmiðnað og véltækni á Siglufirði.

Það kom eins og af sjálfu sér að sonurinn Ernst fylgdi ættarhefðinni og legði þessar starfsgreinar fyrir sig. Hann lærði vélvirkjun á svonefndu Rauðkuverkstæði, lauk sveinsprófi 1958, vann síðan á Rauðkuverkstæðinu um árabil en gerðist síðan starfsmaður bæjarins, vann að viðhaldi og viðgerðum á bifreiðum og vinnuvélum og keyrði bíla, jarðýtur og fleiri tæki. Aðstaða til viðgerða var oft slæm, verkstæðispláss lélegt og lítið um sérhæfð áhöld til viðgerða á þeim margvíslegu tækjum sem notuð voru á vinnustöðum bæjarins.

Oft þurfti að gera við á vinnustað, og aðstaðan þá að sjálfsögðu ekki alltaf þægileg. Ekki bætti úr skák að fjárskortur hamlaði um langt árabil nauðsynlegri endurnýjun tækja hjá bænum; stundum voru jafnvel keypt gömul og meira eða minna slitin áhöld, og reynt að tjasla í þau eins lengi og mögulegt var. Undruðust menn oft hve lengi tókst að halda þeim nothæfum.

Ernst var ekki mikið gefinn fyrir félagslíf, en var í stéttarfélögum eins og skyldan bauð og allmörg síðustu árin í Kiwanisklúbbi Siglufjarðar. Hann stundaði nokkuð skíðaíþróttir í æsku, keppti stundum á skíðamótum, m.a. í skíðastökki, og tók þátt í undirbúningi skíðamóta. Þá sóttu þau Guðrún talsvert dansleiki og árshátíðir, einkum á yngri árum. Hann hafði gaman af tónlist og spilaði dálítið á harmonikku heima hjá sér.

Á sumrin skrapp hann alloft inn í Fljót um helgar með Braga mági sínum og renndi fyrir silung. Þá fór hann í ökuferðir með fjölskylduna um helgar og eyddi talsverðum frístundum í bíla sína. Hann átti oftast fólksbíl, allt frá æskuárum, en keypti aldrei nýjan bíl, heldur varð sér úti um notaða bíla fyrir lítið og gerði þá upp.

Ernst var ákaflega dagfarsprúður maður og samkomulag hans og Guðrúnar konu hans einstaklega gott, enda saknaði hann hennar mikið, allt til æviloka. Hann var fremur fáskiptinn, og orðvar og afskiptalítill um annarra hagi. Hann var einkar barngóður og átti auðvelt með að laða að sér lítil börn. Eftir að hann varð ekkjumaður fyrir sjö árum bjó hann oftast einn, en heimilishaldið gekk áfram með föstu sniði, þrifnaði, snyrtimennsku og reglusemi.

Síðustu misserin fór að bera á því að þrek hans væri á undanhaldi. Það var þó ekki fyrr en á síðastliðnu vori sem ljóst varð að eitthvað alvarlegt væri að. Við rannsókn á sjúkrahúsi í Reykjavík kom í ljós að hann var með banvænan sjúkdóm, og ekkert hægt að gera nema bíða hinna óhjákvæmilegu endaloka.

Hann kaus þá að fara heim og dvaldist síðustu mánuðina á sjúkrahúsi Siglufjarðar við gott atlæti starfsfólksins, hafði stundum ferlivist og gat þá verið heima í Hvanneyrarbraut 44 dag og dag. Hann virtist taka því sem yfir hann gekk með fullkominni ró og jafnaðargeði, og æðruorð hygg ég að enginn hafi heyrt til hans.

Kynslóðir koma og kynslóðir fara; það er eins eðlilegt og að grasið fellur á haustin og nýtt vex að vori. Samt er alltaf eins og hluti af manni sjálfum líði undir lok þegar fólk sem maður hefur lengi átt sálufélag við hverfur af sviðinu. En því verður ekki breytt, og nú þegar ég kveð Ernst svila minn er það eina sem ég get gert að votta þakklæti fyrir eigin hönd og minnar fjölskyldu fyrir ágæt kynni og samfylgd, sem aldrei bar skugga á.

Benedikt Sigurðsson.
============================================================

ERNST KOBBELT - Ættar tal.

Ernst Kobbelt fæddist á Siglufirði 4. mars 1935, átti þar heima alla ævi. Hann lést þar í bæ 19. nóv. síðastliðinn. 

Foreldrar hans voru Eduard Kobbelt vélsmiður, f. í Dortmund í Þýskalandi, 15. apríl 1903, d. á Siglufirði 30. des. 1976, 

og kona hans Hulda Ester Sigurðardóttir, f. á Akureyri 14. sept. 1911, d. í Kaupmannahöfn 6. mars 1950. 

Foreldrar hennar voru Sigurður Baldvinsson póstmeistari á Seyðisfirði og í Reykjavík, f. í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 20. febr. 1887, d. 7. jan. 1952, og Kristín Árnadóttir, f. á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1. júní 1896, d. 31. okt. 1955. 

Þau voru ógift. Kristín giftist síðar Guðmundur Fr. Guðmundsson verkamanni á Siglufirði. 

Eduard og Hulda slitu samvistum. Hún fluttist til Kaupmannahafnar, en börn þeirra, Ernst, og Ester húsfreyja á Seyðisfirði, f. 21. febr. 1930, ólust upp hjá föður sínum á Siglufirði. 

Skagfirsk kona, Helga Sigurðardóttir, annaðist heimilishald hjá Kobbelt-fjölskyldunni næstu árin eftir að Hulda fluttist úr landi, en Ester tók við skömmu eftir fermingu. Hinn 25. maí 1958 kvæntist Ernst Guðrúnu Magnúsdóttur. Hún fæddist á Siglufirði 11. júlí 1937 og lést þar 21. sept. 1990. Foreldrar hennar voru Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri, f. 3. maí 1890 að Leiru í Grunnavík, d. 12. febr. 1951 á Siglufirði, og k. h. Valgerður Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 19. des. 1899, d. 5. mars 1978 á Siglufirði. 

Ernst og Guðrún hófu búskap sinn í Hvanneyrarbraut 44, húsi Magnúsar og Valgerðar, og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn: 

1) Hulda, f. 13. mars 1958, gift Vernharður Hafliðason netagerðarmeistari á Siglufirði. 

Þau eiga tvo syni, Víði, f. 12. júní 1977, 

1) Fannar, f. 2. okt. 1981. 

2) Alma, f. 5. maí 1960. Maður hennar er Ásgeir Björnsson, doktor í líffræði, f. í Rvík 4. ág. 1958. Þau hafa verið búsett í Svíþjóð og Danmörku á annan áratug. Börn þeirra eru Guðrún Arna, f. 12. febr. 1983, og Freyr, f. 1. júlí 1987. 3) Eduard Ágúst, f. 22. júlí 1966, rekur bílaviðgerðarverkstæði í Reykjavík. Hann var kvæntur Kristínu Þóru Kristvinsdóttur úr Borgarfirði. Þau skildu, en eignuðust saman dóttur, Guðrúnu Þórdísi, f. 12. febr. 1991. 

Sambýliskona Eduards er Brynhildur Hrund Jónsdóttir.