Eyjólfur Þorgilsson

Eyjólfur Þorgilsson ­ f. 28. apríl 1908  - d. 21. janúar 1989 

Að kvöldi laugardagsins 21. janúar 1989 lést Eyjólfur Þorgilsson, móðurbróðir minn, eftir stutta legu á Landspítalanum. Jafnframt því að vera tengdir sterkum fjölskylduböndum vorum við Eyjólfur ná grannar síðustu árin. Mig langar til þess að minnast hans nokkrum orðum.

Foreldrar Eyjólfs voru Unnur Sigurðardóttir og Þorgils Árnason.

Unnur og Þorgils eignuðust 12 börn og náðu 9 þeirra fullorðinsaldri.

Þau eru

Árný Sveinbjörg,

Eyjólfur Þorgilsson

Eyjólfur Þorgilsson

Ólafía Ingibjörg og

Ásdís búsettar í Reykjavík,

Dagbjört Lovísa búsett í Keflavík og

Unnur Þóra búsett í Sandgerði.

Guðbjörg Sigríður,

Helgi Kristinn og Guðbjartur eru látin og með Eyjólfi eru allir bræðurnir gengnir.

Þorgils Árnason lést árið 1927 aðeins 49 ára og

Unnur Sigurðardóttir lést árið 1965 á 80. aldursári. Niðjar þeirra teljast í dag vera nálægt 100 manns.

Æskuslóðir Eyjólfs voru í Miðneshreppi og fæddist hann í Hamrakoti, sem var í landi Fuglavíkur. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1913, er hún fluttist að Mýrarhúsum í landi Nesja í Hvals neshverfi. Þorgils, faðir Eyjólfs, var sjómaður og réri á skipum frá Fuglavík og Nesjum. Á þessum árum var oft meiri vinnu að fá í Sandgerði og á sumrin fóru Unnur og Þorgils í fiskvinnu þangað.

Og svo fór, að þau fluttu með barnahópinn til Sandgerðis árið 1922. Til þess að flytja búslóðina fékk Þorgils lánaðan bát, sexæring. Eyjólfur, sem þá var 14 ára, hjálpaði föður sínum að sigla bátnum frá Nesjum til Sandgerðis. Þar byggði fjölskyldan sér bæinn Þórshamar.

Í mars 1927 veiktist Þorgils af lungnabólgu, sem dró hann tildauða á stuttum tíma. Skömmu áður en Þorgils lést, bað hann Eyjólf, elsta son sinn, að hjálpa móður sinni að halda heimilinu saman. Það gerði Eyjólfur ásamt þeim eldri úr systkinahópnum, Guðbjörgu, Sveinbjörgu og Helga. Unnur Þóra, móðir mín, var 7 ára þegar þetta gerðist. Hún man, að einhverju sinni í leik þeirra systkina, bað hún Eyjólf að vera pabba sinn.

Elstu bræðurnir, Eyjólfur og Helgi, sóttu sjóinn og komust oft í góð skipsrúm. Á vetrarvertíðinni 1929 voru þeir hásetar á Skírni, sem var gerður út frá Sandgerði en í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Skírnir var með aflahæstu skipum á þessari vertíð sem gaf bræðrunum góðar tekjur. Þá var ákveðið að byggja nýtt og betra hús fyrir fjölskylduna. Allt sem þurfti til smíðinnar, keyptu þeir bræður í Reykjavík og fluttu á bát til Sandgerðis. Gamli bærinn á Þórshamri var rifinn og nýtt hús byggt á sama stað sumarið 1930.

Eyjólfur var sjómaður í 40 ár, fyrst sem háseti og stýrimaður á minni bátum og síðar bátsmaður og netamaður á togurum frá Reykjavík og Siglufirði. Seint á 6. áratugnum fór Eyjólfur í land og gerðist alfarið netagerðarmaður.

Eyjólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristín Ágústa Gunnlaugsdóttir frá Siglufirði, árið 1942. Þau byrjuðu búskap í Reykjavík og bjuggu þar í nokkur ár áður en þau fluttu til Siglufjarðar. Þar bjuggu þau til ársins 1965, er þau fluttu aftur til Reykjavíkur.

Kristín og Eyjólfur eignuðust eina dóttur,

Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir, sem er búsett í Svíþjóð.

Sonur hennar er Guðbjartur Þórarinsson, stýrimaður, búsettur í Kópavogi.

Í Reykjavík vann Eyjólfur sem netagerðarmaður í Hampiðjunni og var hann við vinnu sína alveg fram í nóvember síðastliðinn þá orðinn áttræður að aldri og heilsutæpur. Það sem einkenndi Eyjólf fyrst og fremst var vinnusemi og samviskusemi. Það var hans lánað geta verið við vinnu, sem honum var kær, allt þar til yfir lauk.

Eyjólfur var léttur í skapi og hann hafði glaðlegt fas. Ég sem drengur man eftir því, að það var alltaf hátíð í bæ, þegar von var á Eyjólfi í heimsókn frá Siglufirði. Nábýli við Eyjólf kom börnunum mínum til þess að þykja vænt um hann.

Eyjólfur bar alla tíð umhyggju fyrir skyldmennum sínum. Fjölskyldan hefur misst vin og velgjörðarmann en minningin um góðan dreng lifir.

Þorgils Baldursson