Jóhannes Jósefsson

Jóhannes Jósefsson Fæddur 16. maí 1908  - Dáinn 28. janúar 1993 

Í dag, 6. febrúar, kveðjum við elskulegan vin okkar Jóhannes Jósefsson sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 28. janúar síðastliðinn á áttugasta og fimmta aldursári. Jóa, eins og við kölluðum hann oft, höfum við þekkt öll okkar uppvaxtarár og skipaði hann ásamt konu sinni, Unni, stóran sess í lífi okkar. 

Alltaf gátum við komið til þeirra og fengið góð ráð ef með þurfti og einnig eigum við margar ánægjulegar minningar um gleðistundir hjá þeim.
Það er hverjum manni nauðsyn að eiga trygga vini og vorum við svo heppin að eiga slíka vini í Jóa og Unni. Unnur Helgadóttir

Í Spámanninum segir svo: 

"Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.

Jóhannes Jósefsson

Jóhannes Jósefsson

Fyrir hönd systkina okkar, Erla og Birna Gunnlaugsdætur.